Þjóðmál - 01.03.2013, Side 64

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 64
 Þjóðmál voR 2013 63 Ímyndaðu þér einstakling, hann hefur starfað fyrir stjórnmálasamtök og hið opinbera frá því að hann kláraði heimspeki eða stjórnmálafræði við HÍ . Hann þrífst í nefndum og stjórnum, enda fengið reynslu úr félagsstarfi stjórnmálaflokks . Hann getur komið út úr sér fallegum orðum í heil- steyptum setningum í sjónvarpsviðtali . Talar mikið en segir fátt . Lofar fögru en lítið fer fyrir röksemdum . Þessi einstaklingur þarf nauðsynlega að tryggja sér gott lífsviður- væri áður en kjósendur sjá í gegnum hann . Hann er staðalímynd fyrir einstaklingana sem mynda Elítuna . Elítuna sem berst fyrir stofnun Bandalags Evrópu;1 eitt land, einn þjóðsöngur, ein súpa,2 eitt þing og einn fáni . Elítan sem ætlar sér að sameina alla Evrópu undir sinn væng, án þess að hafa fyrir því að leita samþykkis íbúa álfunnar . Íbúar Evrópu voru blekktir í sambandið á grundvelli þess að það snerist eingöngu um frjáls viðskipti og fáeinar grundvallarreglur . Enn eru þetta helstu rök Evrópusambandssinna . Bloggsíða Evrópusamtakanna flutti frétt undir fyrirsögninni „Skýr skilaboð: Skyr vinsælt í Finnlandi, en stoppar vegna þess að Ísland er ekki í ESB .“3 Með rökum af þessu tagi blekkir Elítan frjálslynda einstaklinga í lestina til Brussel . 1 http://www .youtube .com/watch?v=qZvYldSVhb8 2 http://andriki .is/post/11061471543 3 http://evropa .blog .is/blog/evropa/entry/1266193/ Vörumerkin taka breytingum R áðamenn ESB og helstu áhugamenn um inngöngu í ESB koma úr ranni vinstri mennskunnar: Sósíalistar, sósíal - demó krat ar, jafnaðarmenn, kommúnistar, búró krat ar og hvað þetta allt heitir . En þeir eru duglegir að „rebranda“ . Ekki hefði gengið upp fyrir Elítuna að nota sömu hugtökin og komm únistarnir í austri notuðu til að ná almennri hylli . Taka þurfti út „kommún- ismi“, bæta við slatta af „markaðs hyggju“ og lofa jafnvel „lýðræði“ (án þess að meina það, auðvitað) . Draga úr „sósíalisti“ og auka „jöfnuð“ . Í stað „alræði öreiganna“ koma „eftirlit“ og „reglur“ . Þetta minnir nokkuð á nýja stefnuskrá Alþýðubandalagsins í nóvember 1991 . Berlínarmúrinn féll í október sama ár og þótti hinum miklu hugsjónamönnum í Alþýðubandalaginu mikilvægt að breyta ímynd flokksins í kjölfarið . Mörður Árnason orðaði þetta nokkuð vel eins og segir í Morgunblaðinu 23 . nóvember 1991: Á landsfundinum fagnaði Mörður Árnason fyrirliggjandi stefnuskrárdrögum og sagði að með samþykkt þeirra væri Alþýðubandalagið að losa sig við kommúníska arfleifð sína . Á undanförnum tíu árum hefði flokkurinn breyst mikið . Nú væri hann að viðurkenna þær breytingar að hann væri ekki lengur komm ún istaflokkur, byltingarflokkur sem Örvar Arnarson Elítusambandið

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.