Þjóðmál - 01.03.2013, Page 74
Þjóðmál voR 2013 73
var frá upphafi algerlega vonlaus aðferð til að
fá fram þversnið þjóðarinnar . Allt ber þetta
merki handabakavinnu frá upphafi til enda .
Ríkisfjármálin
Við hrun fjármálageirans haustið 2008 varð ríkissjóður að taka á sig miklar
skuldabyrðar og ríkissjóður varð jafn framt
fyrir gríðarlegu tekjutapi . Til að öðlast á
ný traust út á við greip ríkisstjórn Geirs
Haarde til þess örþrifaráðs að gera sam-
komulag við Alþjóðagjaldeyris sjóð inn,
AGS, um fjárhagslega endurreisn lands-
ins . Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar dóttur
klúðr aði framkvæmd þessa samkomu lags
með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir
fjárhag hvers einasta heimilis á Íslandi . Í
stað þess að blása til sóknar með AGS að
bakhjarli til fjárfestinga og hagvaxtar þá tók
þessi skaðræðisstjórn hér upp hreinræktaða
afturhaldsstefnu og innleiddi skattpíningu
miðstéttarinnar og reyndar alls almennings,
sem stjórnmálaflokkar hennar höfðu lengi
boðað í stjórnar andstöðu . Ríkisstjórnin
heldur því síðan fram, að hún hafi
ekki hindrað neinar fjárfestingar og að
hún hafi hlíft lágtekjuhópum . Ósann-
indi ríkisstjórnarinnar hafa valdið því,
að hún er talin ósamstarfshæf af helztu
hagsmunaaðilum atvinnulífsins . Tekju-
skatts hækkanir hennar ná til flestra laun-
þega og bitna einstaklega harkalega á ungu
fólki, sem leggur mikið á sig til tekjuöflunar
á fyrstu árunum eftir fjölskyldustofnun .
Erlendir fjárfestar í atvinnulífinu hafa ekki
átt upp á pallborðið og samkomulag við þá
hefur verið svikið, svo sem við álagningu og
afnám rafskatts, en hinu síðara var einhliða
frestað . Óraunsæ verðlagningarstefna á
raforku hefur hrakið líklega og álitlega fjár-
festa frá Íslandi, og brenglun ráðherra á
ramma áætlun um verndun og nýtingu auð-
linda hefur fækkað virkjunarkostum í bráð .
Enginn fer í grafgötur um andúð þing-
manna vinstri flokkanna á iðnvæðingu
lands ins . Leggjast þeir sumir þversum gegn
iðn væðinga ráformum . Andúðin er áber andi
á áliðnaðinum, en um hann er dylgjað, að
hann skilji sáralítil verðmæti eftir í landinu,
en leggi hald á orku, sem aðrir gætu
notað og reitt fram hærra gjald fyrir . Þetta
„eitthvað annað“ hefur þó látið á sér standa
í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri
hreyfingarinnar – græns framboðs, nema
það séu einskis nýtu gæluverkefnin, sem
engum þjóðhagslegum ábata skila .
Varðandi raforkuverðið er þess að geta,
að til almennings er það hið lægsta, sem
um getur á Vesturlöndum, og það er vegna
uppbyggingar öflugs raforkukerfis í landinu,
sem stendur að mestu raforkunotkun á
mann í heiminum, þ .e .a .s . um er að ræða
hagkvæmni stærðarinnar .
Fullyrðing vinstri aflanna um litla
þjóðhagslega arðsemi áliðnaðar er kolröng .
Um 45% af árlegri veltu álveranna verða að
jafnaði eftir í landinu, þegar fjárfestingar
Í stað þess að blása til sóknar með AGS að bakhjarli til
fjárfestinga og hagvaxtar þá tók
þessi skaðræðisstjórn hér upp
hreinræktaða afturhaldsstefnu
og innleiddi skattpíningu
miðstéttarinnar og reyndar alls
almennings . . . Tekju skatts hækkanir
[ríkisstjórnarinnar] ná til flestra
laun þega og bitna einstaklega
harkalega á ungu fólki, sem leggur
mikið á sig til tekjuöflunar á fyrstu
árunum eftir fjölskyldustofnun .