Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 74

Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 74
 Þjóðmál voR 2013 73 var frá upphafi algerlega vonlaus aðferð til að fá fram þversnið þjóðarinnar . Allt ber þetta merki handabakavinnu frá upphafi til enda . Ríkisfjármálin Við hrun fjármálageirans haustið 2008 varð ríkissjóður að taka á sig miklar skuldabyrðar og ríkissjóður varð jafn framt fyrir gríðarlegu tekjutapi . Til að öðlast á ný traust út á við greip ríkisstjórn Geirs Haarde til þess örþrifaráðs að gera sam- komulag við Alþjóðagjaldeyris sjóð inn, AGS, um fjárhagslega endurreisn lands- ins . Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar dóttur klúðr aði framkvæmd þessa samkomu lags með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir fjárhag hvers einasta heimilis á Íslandi . Í stað þess að blása til sóknar með AGS að bakhjarli til fjárfestinga og hagvaxtar þá tók þessi skaðræðisstjórn hér upp hreinræktaða afturhaldsstefnu og innleiddi skattpíningu miðstéttarinnar og reyndar alls almennings, sem stjórnmálaflokkar hennar höfðu lengi boðað í stjórnar andstöðu . Ríkisstjórnin heldur því síðan fram, að hún hafi ekki hindrað neinar fjárfestingar og að hún hafi hlíft lágtekjuhópum . Ósann- indi ríkisstjórnarinnar hafa valdið því, að hún er talin ósamstarfshæf af helztu hagsmunaaðilum atvinnulífsins . Tekju- skatts hækkanir hennar ná til flestra laun- þega og bitna einstaklega harkalega á ungu fólki, sem leggur mikið á sig til tekjuöflunar á fyrstu árunum eftir fjölskyldustofnun . Erlendir fjárfestar í atvinnulífinu hafa ekki átt upp á pallborðið og samkomulag við þá hefur verið svikið, svo sem við álagningu og afnám rafskatts, en hinu síðara var einhliða frestað . Óraunsæ verðlagningarstefna á raforku hefur hrakið líklega og álitlega fjár- festa frá Íslandi, og brenglun ráðherra á ramma áætlun um verndun og nýtingu auð- linda hefur fækkað virkjunarkostum í bráð . Enginn fer í grafgötur um andúð þing- manna vinstri flokkanna á iðnvæðingu lands ins . Leggjast þeir sumir þversum gegn iðn væðinga ráformum . Andúðin er áber andi á áliðnaðinum, en um hann er dylgjað, að hann skilji sáralítil verðmæti eftir í landinu, en leggi hald á orku, sem aðrir gætu notað og reitt fram hærra gjald fyrir . Þetta „eitthvað annað“ hefur þó látið á sér standa í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, nema það séu einskis nýtu gæluverkefnin, sem engum þjóðhagslegum ábata skila . Varðandi raforkuverðið er þess að geta, að til almennings er það hið lægsta, sem um getur á Vesturlöndum, og það er vegna uppbyggingar öflugs raforkukerfis í landinu, sem stendur að mestu raforkunotkun á mann í heiminum, þ .e .a .s . um er að ræða hagkvæmni stærðarinnar . Fullyrðing vinstri aflanna um litla þjóðhagslega arðsemi áliðnaðar er kolröng . Um 45% af árlegri veltu álveranna verða að jafnaði eftir í landinu, þegar fjárfestingar Í stað þess að blása til sóknar með AGS að bakhjarli til fjárfestinga og hagvaxtar þá tók þessi skaðræðisstjórn hér upp hreinræktaða afturhaldsstefnu og innleiddi skattpíningu miðstéttarinnar og reyndar alls almennings . . . Tekju skatts hækkanir [ríkisstjórnarinnar] ná til flestra laun þega og bitna einstaklega harkalega á ungu fólki, sem leggur mikið á sig til tekjuöflunar á fyrstu árunum eftir fjölskyldustofnun .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.