Þjóðmál - 01.03.2013, Side 91

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 91
90 Þjóðmál voR 2013 Nonni snýr aftur til Íslands Gunnar F . Guðmundsson: Pater Jón Sveinsson NONNI, Bókaútgáfan Opna, Reykjavík 2012, 526 bls . Eftir Björn Bjarnason Gunnar F . Guðmundsson sagnfræðing-ur fékk íslensku bókmenntaverð- laun in 2012 fyrir bók sína Pater Jón Sveinsson NONNI . Er hann vel að þeim kominn . Hér er um mikið og tímabært verk að ræða . Bókin er afrakstur margra ára vinnu sem hefur skilað Jóni Sveinssyni, Nonna, heim til Íslands að nýju og gerir okkur kleift að sjá manninn á bak við goðsögnina sem lifað hefur meira en eina öld með þjóðinni . Gunnar gerir meira en að segja okkur frá Nonna í bókinni . Hann skýrir einnig á ljóslifandi hátt hvernig kaþólska kirkjan vann markvisst að því að koma ár sinni að nýju fyrir borð á Norðurlöndum eftir að hafa hrökklast þaðan undan mótmælendum og konungsvaldinu á sextándu öld . Bókin er áminning um nauðsyn þess að kaþólska kirkjan sýni Jóni biskupi Arasyni og píslarvætti hans meiri virðingu og taki hann í helgra manna tölu . Fyrir 12 árum tók ég að mér að rita formála í franska bók, Nonni Aventures d‘un jeune Islandais racontée par lui-même . Um var að ræða nýja franska þýðingu eftir Gabriel Rolland á bókinni Nonni . Þótti Frökkum ástæða til að gefa hana út árið 2001 . Síðan hef ég orðið var við að áhugi á Nonna er síður en svo horfinn erlendis og hafa einlægir Nonna-áhugamenn haft upp á mér vegna formálans og lýst aðdáun sinni á Jóni Sveinssyni og áhrifum hans . Við ritun þessa stutta formála kynnti ég mér útlínur í æviferli Nonna og beið þess því með nokkurri eftirvæntingu að fylla út í myndina með lestri ævisögunnar eftir Gunnar F . Guðmundsson . Ég varð ekki fyrir vonbrigðum því að frá öllu er sagt af nákvæmni með vísan til heimilda án þess að nokkuð sé undan dregið en með þeim skilningi og velvild sem nauðsynleg er þegar fjallað er um umhverfi, hugarheim og lífsstíl sem er öllum Íslendingum mjög fjarlægur . Nú á tímum er ekki unnt að setja sig í spor 12 ára drengs sem árið 1870 er ákveðið að senda til náms í Frakklandi af því að boð barst frá aðalsmanni þar í landi um að að kosta tvo 12 ára íslenska drengi og „láta þá læra í einhverjum besta skóla þar í landi, þar sem synir tignustu manna í Frakklandi fá uppeldi sitt og lærdóm,“ segir Nonni í endurminningum sínum . Gunnar segir að Nonni hafi aldrei upplýst hver þessi maður var í raun og veru . Hann lét einungis nægja að nafngreina hann . Sama gerðu ævisagnaritarar hans báðir þar til Gunnar segir frá greifanum Marie-Albéric de Foresta frá Aix en Provence í Frakklandi . Hann hneigðist til trúar og bænalífs og hóf 19 ára undirbúningsnám hjá Jesúítum í Avignon . Gunnar segir: Um svipað leyti kom þangað í heimsókn gamall trúboði frá Kína, prestur af reglu Jesúíta, Gotteland að nafni . Hann sagði Bókadómar _____________

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.