Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 12

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 12
10 FÉLAGSB RÉF Urðum við þá miklir mátar. Magnús var alveg einstaklega skemmtilegur og örvandi námsfélagi. Kappsamur, hvassgreindur og glöggur, en gaf sér þó gott tóm á milli til þess að rabba um skáldskap og heimspeki og ráðgátur og viðfangsefni lífsins, eins og gerist og gengur meðal æskumanna. Mér fannst hann þá og löngum síðan einhver skemmtilegasti maður, sem ég hef kynnzt og deilt geði við, og þannig lifir hann mér í minni. Á næstu árunum áttum við einnig harla margt saman að sælda. Þetta voru hálfgerð útigangsár, við vorum báðir með öllu félausir, en al- ráðnir í því að stunda nám í háskólanum. Ég veit, að Magnúsi hlaut að verða þessi róður jafnvel ennþá þyngri en mér, því að sama sumarið, sem við tókum stúdentspróf kvæntist Magnús fyrri konu sinni, önnu Ólafsdótt- ur frá Seyðisfirði. Hann varð því að byrja námsbrautina í háskólanum sem heimilisfaðir. Allt um það mun Magnús hafa stundað námið í norrænu nokkurn veginn reglulega næstu tvö árin. En jafnframt varð hann vitari- lega að sæta hverju færi til þess að vinna fyrir sér og fjölskyldu sinni. Og ég get alveg fullvissað ykkur um það, að það var ekkert áhlaupaverk á þeim árum. Háskólinn var ungur og snauður og hafði engum styrkjum að miðla. í uppsiglingu voru féleysis- og kreppuár, og peningar sáralitlir í höndum almennings, framboð af vinnuafli nóg á öllum sviðum og íhlaupa- menn, sem bundnir voru við nám meðfram, illa séðir á vinnumarkaðinum og áttu sér fáa úrkosti. Kjör þau, sem fátækir námsmenn áttu þá við að búa, og ekki sízt þeir, sem höfðu fyrir fjölskyldum að sjá, voru slík, að mörg ár eru nú liðin síðan enginn örkumla- eða þurfamaður hefur orð'ið að búa við slíkt hér á landi, og slík sem ég vona að ekki eigi eftir að verða hlutskipti nokkurs manns. Með því að ganga undir hæfnipróf tókst nokkrum mönnum að komast að því öðru hvoru að verða skrifarar í Alþingi og þóttu þeir mjög á grænni grein á meðan þing stóð. Magnús varð snemma þingskrifari, senni- lega veturinn 1923, því að fyrir var hann þar, er ég gerðist þingskrifari 1924, og hélt þeim starfa um 15 ár. Tveir og tveir unnu saman með þeim hætti, sem þá var á störfum þingritara. Og nú urðum við Magnús aftur daglegir samverkamenn og vorum það á tveim þrem þingum með nokkru millibili. Launin voru auðvitað langt frá því að hrökkva fyrir þörfum fjöl- skyldu, og vildi þar að auki kvarnast úr þeim nokkuð gálauslega hjá okk- ur báðum. Einhverja íhlaupavinnu við ritstörf kann Magnús að hafa haft öðrum stundum, en lítið ætla ég, að það hafi gefið í aðra hönd. Ég get
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.