Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 37

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 37
FÉLAGSBRÉF 35 ar íslenzku, og mér finnst þær báðar vera læsilegar og liprar. Það sem ég hef helzt út á íslenzku þýðinguna að setja er það, hve misgóð hún virðist vera. Það er þó engan veginn sagt til þess að letja menn þess að lesa þessa bók, öðru nær, því að ég er ekki í neinum vafa um, að hún er eitt af mestu skáldverkum okkar tíma. Fyrstu ensku þýðingarnar á verkum hinna miklu rússnesku snillinga, Turgenévs og Tolstoys, þykja ekki mjög góðar í dag og hafa oftar en einu sinni, margar hverjar verið endurbættar og gefnar út á nýjan leik, en eigi að síður höfðu þær mikil og varanleg áhrif á bókmenntir heimsins utan Rússlands, og ber það fagurt vitni hinni miklu bókmenntasnilli rúss- neskra skáldsagnahöfunda, þessara meistara frásögunnar og víðsýninnar í skáldsagnagerð, að þeir skuli hafa getað heillað heiminn með verkum sínum, þrátt fyrir það hve mjög þau hljóta að hafa tapað af málfegu'rð! sinni og stíl í misjafnlega góðum erlendum þýðingum. „Sívagó læknir“ hefur hlotið mikið og verðskuldað lof gagnrýnenda á vesturlöndum, en sagan hefur einnig orðið fyrir nokkurri gagnrýni, sem við er að búast. Hefur hún þá einkum beinzt að formi sögunnar, sem þykir heldur losaralegt og laust í reipunum og má það talsvert til sanns vegar færa. Sagan er feikilega stór og víðfeðm í sniðum. Segja má að sögusviðið spanni yfir allt Rússland, allt vestan frá vesturlandamærum þess og þeiin héruðum, þar sem barizt var í fyrri heimsstyrjöldinni, og austur til Ural- fjalla og Síberíu. Og sagan segir að miklu leyti frá örlögum Rússlands og rússnesku þjóðarinnar á einhverjum örlagaríkustu tímum hennar. Inn á sögusvið sitt leiðir höfundurinn fjölda af persónum, og oft á tíðum virðisl sambandið millum þeirra vera fremur óljóst, og sumar hverfa pkkur alveg sjónum inn í mannhafið og víðáttu rússnesku sléttunnar, aðrar mynda megin- stoðir sögunnar og hverfa aldrei sjónum, enn aðrar skjóta upp kollinum eftir að hafa verið bak við tjöldin um langt skeið. Auk þess notar Paster- nak mikið þann erfiða frásagnarmáta að vísa sífellt aftur til fyrri atburða sögunnar, meira en nokkur annar höfundur, sem ég hef kynnzt. Þetta og svo hinn mikli fjöldi mannanafna — flestar persónur sögunnar, eins og tíðkast í öðrum rússneskum skáldsögum, ganga undir fjórum nöfnum, skírnarnafni, föðurnafni og ættarnafni, og loks gælunafni — gerir söguna erfiða og nokkuð þreytandi aflestrar, sérstaklega fyrst í stað á meðan lesandinn er að kynnast persónunum og festa þær sér í minni. Öll mvndar sagan þó mikinn og heilsteyptan vef, hún er eins og fagurlega ofinn refill,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.