Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 77

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 77
FÉLAGSBRÉF 75 ofjarl, Úr mansöng, Sumarást og Eftir brúðkaupsnóttina. Þriðji kafli bókarinnar nefnist Sumar- dalirnir munu blikna. Eru þetta sex ljóð um haustið. Bezta kvæðið finnst mor hið fyrsta, Þú spyrð mig um haustið. Þá er komið að síðasta þættinum, Söngvum til jarðarinnar. Þarna er fólgið hjarta bókarinnar og hjarta skáldsins. Þetta er samfelldur kvæðabálkur og þarna setur skáldið fram heimsmynd sína og heimspeki. Hér koma fram beztu kvæði Hannesar Péturssonar. Hannes Pétursson hefur sérstöðu meðal ungra skálda og að mínum dómi ber hann af þeim eins og gull af eiri. Mun ég nú reyna að finna þessum orðum mínum stað. Hannes Pétursson hefur aflað sér mun betri menntunar en ung skáld yfirleitt. Hann hefur lokið námi í íslenzkum fræð- um við Háskóla íslands, sem er tvímæla- laust bezta menntun sem íslenzkt skáld getur fengið. Og hann hefur stundað þetta nám með það fyrir augum að geta hagnýtt það sem bezt í skáldskap sínum og það hefur honum vissulega tekizt. Jafnframt hefur liann náð mikilli leikni í meðferð íslenzks máls, þvi hljóðfæri sem skáldin leika á. Þetta tvennt, þekking á íslenzkum skáldskap og sögu þjóðarinnar ásamt kunnáttu í íslenzkri tungu. er tví- mælalaust bezta vegarnesti sem skáld getur fengið. Þetta hættir ungum skáldum til að vanmeta. Þeir halda margir hverjir að þeir séu svo gáfaðir að þeir séu hafn- ir yfir menntun. Frumleg hugsun og myndsköpun eru eitt af einkennum á skáldskap Hannesar. Segja má að skáldskapur sé einkum fó!g- inn í því að segja óvenjulegan hlut á venjulegan hátt og segja venjulegan hlut á óvenjulegan hátt. Það er ósköp venjuleg hugsun að segja að ísa leysi á vorin. Hannes segir: Úr útlegð þyrpast vötn.... Annað dæmi: ....fuglamir brjóta gler/vatnsins er þeir hefjast til flugs.... Og athugum þessa mögnuðu lýsingu á briminu: ....úthafið opnar sitt gin og ærist á þröngri vík, bítur í blakka strönd beittum tönnum og klett nagar, bryðjandi blátt botngrjót og smjattar af sæld í löðurútsogi, ært af illu hungri sem sleikir út um: hjá hömrunum hátt við himin ber rjúkandi tungu er freyðandi æðir sem ör um endilöng hamrastál. Það er ætíð dálítið bil á milli skálds og lesanda þess. Þetta djúp byggist á því að skáldið hefur bæði ljóð sitt og hugsanir á þeirri stundu er Ijóðið var ort. Lesandinn hefur hins vegar aðeins Ijóðið. Sum ljóð eru svo innhverf að enginn hefur aðstöðu til að skilja þau nema skáldið og nánustu vinir þess. Þetta hefur Hannes gert sér ljóst. Hugsun hans er svo skýr að allir ættu að geta skilið hana til hlítar. Það sem skilur Hannes hvað mest frá öðrum ungum skáldum er náttúrlegur skilningur á umhverfinu og lífinu yfir- leitt. Hannes er enginn borgarmaður að hugsun. Hann er alinn upp í nánum tengslum við dýrin og náttúruna og þessu hefur hann ekki gleymt. Það getur næst- um talizt undarlegt að ungur maður, sein býr í miðri Reykjavík, skuli hafa þessa undarlega eðlilegu tilfinningu fyrir töfr- um jarðarinnar. Við skulum athuga tvö dæmi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.