Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 61

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 61
FÉLAGSBRÉF 59 stefnu hans í Bakú-verkfallinu 1904: — „Hann gekk aS því ótrauður og ákveðinn að búa verkamennina undir úrslitabarátt- una gegn einvaldsstjórninni“. Þessi og margar aðrar tilvitnanir, sem oft tengja störf Stalins við störf Lenins áður, um og eftir byltinguna 1917, eru nú alveg felldar í burtu. Munurinn á leiðtogum bolsevii;- anna eftir febrúarbyltinguna og fyrir komu Lenins úr útlegðinni er nú túlkaður á allt annan hátt. Hlutverk Stalins í stjórn- arbyltingunni og borgarastríðinu hefur nú misst mikið af sínu fyrra mikilvægi, og allmargar, sögulegar falsanir það áhrær- andi eru nú ekki lengur birtar. En bon- um hefur ekki verið veitt neitt annað lítilvægara hlutverk í staðinn, enda þótt bann sé oft látinn birtast sem einn af mörgum í félagsskap við aðra leiðtoga bolsevika. Oft er hann kynntur sem málsvari flokks- ins, hæfilega langt að baki Lenin, cn ótvírætt einn mikilvægasti meðal fylgis- manna hans. Goðsögnin um afrek Stalins á suður-vígstöðvunum í borgarastyrjöld- inni, sem sifellt færðist í aukana meðan hann var sjálfur á lífi, eru nú gersamlega gleymd. Og nú eru mistök rauða hersins í orrustunni við Varsjá 1920 ekki Jengur talin afleiðing af fyrirskipun frá Trotsky, heldur einfaldlega „yfirsjón sovétskrar herstjórnar". Hlutverk Stalins á árunum fyrir stjórnarbyltinguna og í henni, er stórlega rýrt, ef ekki beinlínis gert lítil- vægt og óverulegt í heild. í köflunum, sem helgaðir eru barátt- unni gegn andstæðingunum, er aftur á móti öðru máli að gegna. Að vísu er vitnað í erfðaskrá Lenins, sem sýndi neikvætt mat hans á Stalin og lagði til, að hann yrði látinn víkja úr sessi fyrir einhverjum öðrum, en þarna er gefin sú skýring, að flokksþingið, „hafi með tilliti til þeirrar þjónustu er J. V. Stalin hafði ynnt af hönd- um, hinnar óþreytandi baráttu hans við Trotskyista og aðra andstæðinga flokksins, tekið þá ákvörðun, að láta J. V. Stalin halda stöðu sinni sem aðalritari með því skilyrði þó, að hann taki fullt tillit til gagnrýni Lenins og dragi hinar nauðsynleg- ustu ályktanir af henni.“ Stalin hlýtur persónulegt lof fyrir sig- urinn yfir andstæðingunum. Bæklingar hans eru tilfærðir sem varnarrit fyrir Leninismann og bók hans, „Viðfangsefn- um Leninismans" er lýst sem „hjálpar- gagni kommúnista í baráttunni gegn rang- færslu á Leninismanum.... til að styrkja trú verkalýðsstéttarinnar á mögulegri bygg- ingu hins sósíaliska þjóðskipulags í Sovét- ríkjunum, af eigin rammleik og án þess að bíða eftir stéttarstuðningi öreigalýðs Vestur-Evrópu." í samanburði við baráttutímabil Stalins til valda, er persónuleg stjórn hans í næstu tvo áratugina látin liggja að mestu í þagnargildi. Hann er aðeins nefndur við og við og þá sem háður undirmaður einhvers konar sameiginlegra stjórnarlaga. Allar sögulega, stjórnmálalega og hagfræði- lega mikilvægar ákvarðanir eru eignaðar hinni „viturlegu stefnu flokksins og Sovét- stjórnarinnar" og hvergi í nýju hanbókinui er hægt að sjá, hvernig þessi „persónudýrk- un á J.V. Stalin,“ sem hún fordæmir, hafi vcrið. Ekki segir handbókin heldur neitt um það, hverjar orsakir hennar hafi verið eða afleiðingar. Nýja handbókin vitnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.