Félagsbréf - 01.12.1959, Page 65

Félagsbréf - 01.12.1959, Page 65
FÉLAGSBRÉF 63 skálks hvarf nafn Tukhasjefskys af list- anum yfir þá herforingja, sem útvaldir höfðu verið til háttvirtrar umgetningar í sovétskum dagblöðum, og nú hefur úr- felling hans verið gerð opinber. Hann hefur verið þurrkaður út af blaðsíðum hinnar umsköpuðu flokkssögu. Hreinsuninni miklu er lýst mjög óbeint, í mjög ruglaðri atburðarás. Beria, sem tók við af Jezhoff í lok hreinsunarinnar, er iótinn vera á undan honum. Jezhoff, sem hlaut mjög hliðholl ummæli í fyrstu útgáfu gömlu handbókarinnar, en hvarf úr þeirri síðari, hefur nú birzt aftur, en í mjög breyttu hlutverki: „Margir saklausir og heiðarlegir komm- únistar og óflokksbundið fólk verður fórn- ardýr kúgunar og undirokunar. En síðast var það ósvífinn pólitískur ævintýramað- ur, Beria, sem kom sér í ábyrgðarmiklar valdastöður. Án þess að láta nokkuð hindra sig, notfærði hann sér persónulega galla og ófullkomleika J. V. Stalins, til þess að koma fram hinum glæpsamlegu áformum sínum, jafnframt því sem hann rógbar og ofsótti margar heiðvirðar persónur, sem voru trúar flokknum og þjóð sinni. Á sama tíma lék Jezhoff, sem verið hafði umboðsmaður í innanríkismálunum, sví- virðilegt hlutverk. Margir verkamenn sem hlyntir voru flokknum, kommúnistar og óflokksbundnir, voru handteknir og drepn- ir af hans völdum. Þeir Jezhoff og Beria hlutu verðskuldaða refsingu fyrir glæp- samleg verk sín.“ Sagnfræðingar flokksins hafa mætt nýj- um og miklum vandamálum í sambandi við sovétska leiðtoga, sem kærðir hafa verið, en ekki teknir af lífi. Nöfn þeirra Molotoffs og Kaganovits eru strikuð út í nýju handbókinni, allt þar til kemur að ósigri „andspymuklíkunnar" 1. júlí 1957. í gömlu handbókinni hafði verið skýr- skotað til baráttunnar við „andspyrnuklík- urnar“ á dögum 10. flokksþingsins, en nú var þessari skýrskotun sleppt með öllu, sem ekki var heldur neitt undarlegt, þar eð hún veitti þær upplýsingar, að í Ukrainu hefði baráttunni verið stjórnað af „félaga Mblotoff".... og í Mið-Asíu hefði stríðið við „andspyrnuöflin" verið háð undir stjórn „félaga L. Kaganovits". Gamla handbókin veitti þessar upplýsing- ar: „Rauði herinn var sigursæll.... vegna þess, að hin pólitiska fræðsla Rauða hers- ins var í höndum manna „eins og Lenins, Stalins, Molotoffs, Kalininsl Sverdlofs, Kaganovits....“ Nú standa nöfn þeirra Molotoffs og Kaganovits ekki lengur á nafnalista þeirra, er skópu Rauða hernum sigur. Flutningsmaður skýrslunnar sem lögð var fyrir 19. flokksþingið, í október 1952, var Malenkoff. Þessu er sleppt í nýju handbókinni. í stað þcss er annar maður, sem talaði við þetta sama tækifæri, nefnd- ur: „Á 19. flokksþinginu var rætt um skýrslu um breytingu á lögum flokks- ins. Var sú skýrsla samin af N. C. Krústjoff...." HINN NÍI KltÚSTJOFF. í nýju handbókinni öðlast Krústjolf fyrst ágæti sitt og yfirburði á styrjaldar- árunum og svo auðvitað á tímabilinu eftir dauða Stalins. Að vísu kemur nafn hans fyrir fyrr í bókinni, en þá venjulega með öðrum. Þegar hreinsunin mikla var fram- kvæmd, var hann þegar orðinn aðalritari kommúnistaflokks Ukrainu og þegar 18. flokksþingið var haldið, var hann með- limur rikisþingsins. En nauðsyn þess að leyna hinni sam-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.