Félagsbréf - 01.12.1959, Qupperneq 75

Félagsbréf - 01.12.1959, Qupperneq 75
FÉLAGSB RÉF 73 útgáfu bókarinnar. En þetta er aS mörgu leyti merkileg bók. Hún hefur persónu- ^ legan blæ höfundar sem margar bækur þessarar tegundar hafa ekki. Matthías cr ' þaulkunnugur efninu og hann vitnar títt i ýmis atriði sem skýra oftlega tilburð og tilætlun kvæðanna. v Merkasti hluti bókarinnar er hiklaust yfirlitskaflinn þar sem Matthías flokkar kvæðin niður á persónur Njálu og atburöi. Sá kafli er hafinn yfir gagnrýni. Og hvað sem menn kunna að segja um þessa bók, þá verður því ekki neitað að hún tekur fyrir merkilegan þátt íslenzkra hókmennta og skilar lesendum sínum fróðari en þeir áður voru. NjörSur P. NjurSvík. ■ Hannes Pétursson: I sumardölum. Almenna bókafélagið nóv. 1959 í samvinnu við Helgafell. Fyrir fjórum árum knúði ungur maður dyra hjá langþroskaðri skáldaþjóð og krafðist inngöngu. Og sjá, menn tóku honum fegins hugar eins og hans hefði lengi verið beðið. fslenzk ljóðggerð haiði verið í mikilli deiglu meðal yngri skálda, mikið um tilraunir, minna um heilsteypt verk. Þá kemur þessi ungi maður og leggur fram fyrstu ljóðabók sína. Þar var minna um tilraunir, meira um heil- steypt verk. Það stóð ekki á lesendum; bókin var rifin út. Þessar móttökur minna helzt á það, þegar Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi kom fyrst fram á unga aldri. Og ég held að það geti ekki talizt fífldirfska að halda því fram að kvæðabók Hannesar sé ekki minni við- burður bókmenntalegur en Svartar fjaðrir Davíðs. Nú er komin út önnur ljóðabók Hannes- ar. Þessi bók er að ýmsu frábrugðin fyrri bók hans. Þó er frumtónninn enn sá sami. Þessi undarlegi tónn sem minnir helzt á sumargoluna sem skrjáfar í blöð- um melgtassins inni á öræfum, þeirrar plöntu sem ber sterkastan svip íslenzkra jurta. Þessi tónn sem rennur til hjartaus umyrðalaust og án erfiðismuna. Yrkisefni er nú önnur en fyrr. f fyrsta kaflanum, í faðmi sólarinnar, eru kvæði um marga hluti, allt frá vorinu til eld- flauga. Þetta er að mínu viti veikasli kafli bókarinnar, þó eru öll kvæðin góð. Þessi kafli minnir dálítið á fyrri bók Hannesar. Stutt sjálfstæð kvæði um ým:s- leg efni, hoppað úr einu í annað. Þarna er eitt kvæði sem mér finnst að eigi ekki samleið með hinum. Þetta kvæði heitir Kreml og er pólitískt. Vel má vera að þessi kafli sé hugsaður sem sýnishorn af þeim yrkisefnum sem hafa leitað á skáldið, en samt get ég ekki varizt þeirri hugsun að þetta kvæði sé nokkurt lýti á bókinni. Ég efast ekki um að margir muni hrífast af þessu kvæði, en ég er hræddur um að sú velþóknun geti stafaö af því að hægt er að nota það i pólitískum tilgangi. Máttugustu kvæðin í þessum kafla held ég séu kvæðin f kirkjugarði, Höllin, Hvíld og Birtan er komin. Næst kemur stuttur kafli sem nefnist Ástir. Ástarljóð Hannesar eru dálítið frá- hrugðin öðrum ástarljóðum. Og þau eru öðru vísi nú en áður. Þau eru angurvær, tregafull og tilfinninganæm án þess að vera sentimental. Þau eru ort af djún- um skilningi og mjög vel unnin, en mer virðast þau ort úr ofurlítið meiri fjar- lægð en áður og af öðrum huga. Beztu kvæðin að mínum dómi eru Þú varst mér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.