Félagsbréf - 01.12.1959, Qupperneq 26

Félagsbréf - 01.12.1959, Qupperneq 26
24 FÉLAGSBRÉF Eigi ég engan að styggja, væri mér sæmst að þegja, sagði karl. Margati er ég manninn búinn að missa úr vistinni fyrir klaufaskap til munnsins. En ég get hlúð að gróðri. Ég þríslæ túnið mitt. Og við eigum vænsta féð í sveitinni, sagði strákur, og flórkliprur sjást ekki á kúnum, og ekki er ég hræddur um tþú rækist á féð okkar í rúböggum eða ullarhafti, eins og við sáum hér uppi í dal. Ég á enga kind í rúböggum, sagði Andrés kaldranalega. Gættu þín til munnsins, sveinstauli, sagði karl. Enn sver hann sig í ætt- ina, strákskömmin. En kýrnar mínar bera ekki milli lieys og grasa, Sofn- hólsbóndi, það læt ég aldrei henda. Þið hafið sannarlega eitthvað að státa af, sagði Andrés. Nei, sagði strákur, það er ekki mikið. Aldrei hef ég getað smíðað skeifu, og þess vegna ríð ég lánshesti. Og pabbi missti augað þegar hann reyndi einu sinni að tálga hagldir. En við eigum svolítið af peningum. helzt af því við kunnum að spýta út selskinn. Þar að auki erum við feðgar ekki illa lyntir. Það er kannski af því við erum svo miklir klaufar. Nú varð nokkur þögn, unz karl hóf máls á ný. Við höfum nokkrum sinnum gengið upp í dal og skoðað rafstöðina ykkar; það er nú meira mannvirkið. Til eru þau meiri hér í sveitinni, sagði Andrés. Og hverjir smíðuðu stöðina ykkar? spurði strákur. Það gerðu þeir faðir minn og Ásmundur, sagði Andrés. Ég greip ekki i það nema í tómstundum. 0, þetta er völundarsmíð, sagði karl. Mamma segir þú sért ekki síðri föður þínum heitnum, sagði strákur við Ásmund. Ég var handlangari hjá honum, sagði Ásmundur með hægð. Við höfum handlangara, sagði karl. Til hvers? spurði Andrés. Til að smíða rafstöð, sagði karl. Hún Guðborg vill fá rafmagn í nýja bæinn. Ásmundur leit á þá til skiptis. Hver er sá handlangari? spurði hann. Kauði, sagði karl og benti á strákinn. Ég get lagt tvær spýtur í kross ef mér er sagt hvernig eigi að gera það, sagði strákur, og ég þekki fjögurra tommu borðvið frá sextommu, ef þeir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.