Félagsbréf - 01.12.1959, Side 33

Félagsbréf - 01.12.1959, Side 33
FÉLAGSBRÉF 31 Hann horfði út um gluggann, og leit svo aftur á bútana og spurði: Heldurðu þær séu nógu vel heflaðar? Handa henni Líney? Andrés tók í liönd hans og leiddi hann inn. Mæðgurnar komu á móti þeim og tóku við Ásmundi. Líney fór með hann inn í rúm og háttaði hann. Hann var eins og barn. Svo kom hún fram til Andrésar, en móðir hennar settist hjá Ásmundi og talaði við hann blíðum rómi. Þú komst með fjóra hesta? sagði Líney og það var niðurbældur beygur í rödd hennar. Já, sagði Andrés. Fjóra fallega hesta, sagði hún, sem nú eru orðnir mér óheillagripir. Verður bróðir minn oft svona veikur? spurði hann. Tvisvar eða þrisvar á ári, sagði hún. Langar hann þá heim? Já, sagði hún lágt. Kvelst hann? Hann er rólegur, en grætur stundum. Og talar um allt í Sofnhól eins og það var í bernsku lians. Getur þú huggað hann? Fremur móðir mín. Hún talar við hann eins og hann væri sonur hennar. Andrés kinkaði kolli. Ætlarðu með hann? spurði hún. Frá konu og börnum? Hún hikaði. Við erum ekki gift, sagði hún Af hverju ekki? spurði hann. Ég hef alizt upp í einangrun og ég er fáfróð, sagði hún. Ég gæti ekki notað mér veikleika hans til að halda í hann, því ég veit ekki hvort honurn þykir vænt um mig. Hann leit á hana. Hvort honum þykir vænt um þig? Ég hef aldrei þorað að spyrja hann, sagði hún. Ég skal svara þeirri spurningu, sem þú hefur aldrei þorað að bera upp, sagði hann. Ég skal svara henni játandi. Veiztu það? Já. Síðan fyrir örskammri stund. Ásmundur kallaði á hann, og þau gengu inn til hans.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.