Félagsbréf - 01.12.1959, Page 42

Félagsbréf - 01.12.1959, Page 42
40 FÉLAGSB RÉF við æðsta gildi mannlegs eðlis. Það felur í sér ótvíræða afneitun á grund- vallaratriði kristinnar trúar: að mikilvægasta eining tilverunnar hér á jörð- inni er einstaklingurinn sjálfur. Sá sjálfsagi, sem að sumu leyti er hetju- legur, og hefur umbreytt syni járnbrautarverkamannsins í harðvítugan byltingarforingja og kommissar, sem flestir óttast, þröngvar honum eigi að síður í falskt gervi, sem að lokum verður honum að aldurtila. Það sem að lokum frelsar hann samt sem mannlega veru, að dómi höfundar, er sú staöreynd að hann getur, þrátt fyrir allt, ekki með öllu lagað sig að gervinu. Þegar Sívagó læknir stendur augliti til auglitis við þennan unga og valdamikla kommissar, þá kemst hann brátt að raun um að hann er ekki sá maöur, sem orð hefur farið af. „Það er gott“, segir Sívagó, „þegar einhver uppfyllir ekki með öllu þær hugmyndir, sem maður hefur gert sér um hann, þegar hann splundrar fyrirfram ákveðnum hugmyndum manns um hann. Maöur, sem fellur í eitthvert fast mót, hann slokknar út af, það er dauðadómur hans. Ef ekki er hægt að finna honum stað í kerfinu, ef hann er ekki fyrirmynd einhverrar forskriftar, þá er þegar hálfur sigur unninn. Þá er hann enn frjáls, þá hefur hann öðlazt svolítið atóm af ódauðleika.“ Hér er ekki mögulegt að rekja gang þessarar skáldsögu eða ræða frekar samhengi persónanna. Sumar þeirra eru mótaðar skýrum og ákveðnum dráttum og lesandinn kynnist þeim mjög náið, lífsviöhorfi þeirra, skoðunum og örlögum. Aðrar eru öllu óljósari, en hafa engu að síður þýðingu fyrir gang sögunnar. Meðal þeirra er mér einna minnistæðastur hálfbróðir Sívagós, Evgraf, sem birtist á ólíklegustu augnablikum og þegar Sívagó þarf mest á honum að halda. Hann fylgir honum eins og verndarengill, og samt er hann, með sitt dökkleita andlit og skáleitu augu, forboði dauðans, en dauöanum fylgir alltaf upprisa og endurreisn. Ekki les maður lengi til þess að sjá, að hér er á ferÖinni stórbrotin, epísk skáldsaga, jafnvel enn stórbrotnari í sniðum en „Stríð og friður“ Tol- stoys. Hér kynnist maður hinu sanna rússneska umhverfi, h'fskjörum fólks- ins og þá ekki sízt frjósemi rússneskrar moldar, víðfeðmi landsins, ökrum, sléttum og skógum. Náttúrulýsingar Pasternaks eru með því fegursta í allri bókinni og þar virðist sérstæð og snilldarleg skáldgáfa höfundarins njóta sín bezt. Þessar náttúrulýsingar eru einhverjar þær snjöllustu, sein ég hef séð eftir nokkurn höfund, nema ef vera skyldi Faulkner. og ég

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.