Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 38

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 38
36 FÉLAGSBRÉF sem er svo stór og myndauðugur, að mannlegt auga, getur ekki skynjað hann í einu lagi heldur verður að fikra sig áfram frá einni myndinni til annarrar, unz sagan, sem hann hefur að segja, er öll á enda. Enginn vafi er á því, að fjöldamargir hafa lagt það á sig að lesa þessa stóru bók af einskærri forvitni og í þeirri von að hún kasti nokkru ljósi á ástandið í Sóvétríkjunum á þessum tímum. En þetta er eiginlega ekki bók um Rússland þessarar aldar í þeirri merkingu sem frásagnir dagblaðanna kunna að hafa gefið í skyn, og hún á í raun réttri ekkert skylt við þær útlistanir og allt það moldviðri, sem komið hefur verið af stað í sambandi við þetta verk. Það á ekkert skylt við hið eiginlega bókmennlagildi bók- arinnar, því að hún fjallar fyrst og fremst um mannlegt líf; stefið sem stöðugt hljómar og heldur uppi þessum mikla lofsöng Pasternaks er lífið, dauðinn og upprisan. Vera má að þetta fari í fyrstu framhjá lesandanum, en þetta endurtekur sig sí og æ, kemur aftur og aftur fram í ýmsum ólíkum en þó náskyldum myndum, þannig að um þetta verður varla vilzt mjög lengi. f upphafi verður maður nokkuð undrandi yfir því að hafa í höndum skáldverk eftir rússneskan nútímahöfund, sem ekki skeytir hið minnsta um kreddur eða kenningar stjórnarvaldanna. Sá boðskapur, sem hann boðar í skáldskap sínum, á ekki hið minnsta skylt við Marxisma. Við erum svo full upp af áhuga á því hvað hann hefur að segja um valdarán bolsé- vikanna, einræði öreiganna, stjórn Sovétríkjanna eftir dauða Lenins, hreins- anirnar miklu og styrjöldina við Þjóðverja, að við veitum því vart athygli að áhugi hans á þessu er, ef svo mætti segja, aukaatriði, því enda þótt hann minnist á alla þessa atburði og ræði þá af undraverðri hreinskilni og glöggskyggni, sem veitir manni nýstárlegan og óvæntan fróðleik um þessa hluti, þá byggir hann upp og þróar í sögu sinni, stig af stigi, sjónarmið og viðhorf, sem er svo algilt og sameiginlegt öllum mönnum að það á ekkert skylt við stjórnmálakenningar eða stjórnarskipun á hverjum einstök- um tíma, hvað þá heldur að hann striti á nokkurn hátt undir því oki, sem núverandi valdhafar rússneskir hafa lagt á herðar andans mönnum þar í landi. Frá þessum sjónarhóli séð verða byltingar og styrjaldir aðeins einangraðir og takmarkaðir viðburðir í straumi tímans, blossar, sem loga og brenna, en deyja svo út. Eftir er hið háleita og varanlega í eðli mannsins og lífi hans. Þar með kemst maður áþreifanlega að raun um þá staðreynd að hér er á ferðinni frumlegt og stórbrotið listaverk eftir sjálfstæðan og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.