Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 71

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 71
FÉLAGSBRÉF 69 og því hafði „Guð sjálfur.... forðað sér héðan þurrum fótum“, þrátt fyrir allan hjálpræðissönginn og gítarspilið þeirra í bænhúsinu. Það eru aðeins menn eins og Þorgeir og Sjóskrímslið, sannir menn og trúaðir, en lausir við allt ofstæki og tál, fullir einlægni og góðvildar, sem standast örlagadóm þessa skarpskyggna höfundar, þrátt fyrir skrápinn og skelina, sem þeir hafa hjúpað sig í. Þessi saga er mörgum kostum bú- in, og þrátt fyrir allan alvöruþungann bregður öðru hverju fyrir kímni og gleði. Þjóðfélagsádeila höfundar er einnig níst- andi nöpur. Fáum mun hafa tekizt að klæða hana í jafn listrænan búning, þann- ig að hún verður hvergi leiðigjörn eða prédikun lík. Guðmundur Gíslason Hagalín, rithöfund- ur, hefur annazt hið afar vandasama verk að þýða þessa skáldsögu Duuns á íslenzku, og fæ ég ekki betur séð en hann hafi þar stórvel gert. Áhrifin af þessu skáldverki í þýðingu Hagalíns eru svo rammleg og sérstæð, að enginn vafi getur leikið á því, að honum hafi tekizt til hlítar að túlka hinn mjög svo torræða stíl og málfar höfundarins. Víða kemur orðalagið manni kynduglega fyrir sjónir, en ég þykist vita, að ástæðan sé sú, að hann hafi leitazt við að halda sérkennum málfarsins á ný- norskunni. Sýnist mér það vera eina leið- in til að halda óvenjulegum blæbrigðum í stil höfundarins. Slík aðferð er ákaflega vandasöm, þannig að ekki verði úr því nærri ólæsileg íslenzka í þýðingunni, og þar af leiðandi ekki á færi nema þeirra, sem búa yfir jafn mikilli leikni i með- ferð íslenzks máls og Hagalín gerir. Frágangur bókarinnar er í alla staði ágætur og prófarkalestur vandaður. Samt rakst ég á fáeinar prentvillur við lestur- inn, en engar voru þær meinlegar. Það er fengur að þessu verki, sem heyr- ir heimsbókmenntunum til, í vönduðum, íslenzkum búningi, og þess vænti ég fast- Iega að Almenna bókafélagið treysti sér til þess að gefa út fleiri bækur Olavs Duuns áður en mörg ár líða. Þórfiur Einarsson. Matthías Johannessen: Njála i íslenzkum skáldskap. Ilifi íslenzka bókmenntajélag 1958. Asíðastliðnum vetri kom hingað mað- ur alla leið frá Ástralíu og sagði okkur í fyrirlestri að Njála væri mest bóka í heiminum. Þótt þetta sé í meira lagi hæpin fullyrðing er hitt þó víst sð fáar bækur hafa verið jafn samgrónar einni þjóð og Njála hefur verið íslenzku þjóðinni. Njála hefur haft svo mikil á- hrif á okkur að persónurnar taka á sig ákveðna mynd í huga okkar og verða að hugtökum. Njáll — mannvitið og fram- sýnin, Gunnar — glæsimennskan og hetju- dáðin, Kolskeggur — drengskapur og hreinlyndið, Hallgerður drambsemin og drottnunargirnin, Mörður — undirferlið og sviksemin, og svo framvegis. Hver mann- leg eðliskennd á sinn sérstaka fulltrút. Má raunar kalla Njálu mannkynssögu eða sviðsetta sálarfræði. Og því nánar sem 'ið athugum Njálu, þeim mun meira furðu- verk verður þessi gamla bók. Það má því nærri geta að Njála hefur baft geysileg áhrif á þjóðina — og þá ekki sízt á skáldin. Nú hefur Matthias Johannes9en tekið sig til og reynt að skrá á eina bók hvernig Njála hefur tekið á sig nýja mynd í hugum skáldanna og knúið þau til yrkinga. Þessi bók Matthías- ar nær þó aðeins til ljóðlistar, enda væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.