Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 58

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 58
56 FÉLAGSBRÉF Hún hafði þröngvað sér inn á mig, og nú var hún eitruð og andstyggileg vegna þess ég vann mér ekki inn peninga. Peninga, sagði hún, peninga, peninga, peninga. Og jafnvel þó ég færi mína leið, þá léti hún mig ekki í friði, hún mundi siga lögfræðingi á mig: peninga! Hvers vegna gat ég ekki orðið veikur og dáið frá henni og peningum hennar og peningum? — Og undirniðri vissi ég stöðug að þetta var aðeins taugaveiklunarkast, og í raun og veru hugsaði ég ekki svona. £g sat lengi í þessu horni. Myrkrið dansaði um tíma eins og svört ryk- korn fyrir augum mínum og kyrrðist, liatrið í mér sökk eins og botnfall. I raun og veru hafði ekkert sérstakt gerzt. Maður nokkur bak við skrif- borð hafði virt mig fyrir sér hátt og lágt, síðasti maðurinn bak við síðasta skrifborðið í röðinni — ég hafði misst stjórn á mér og reynt að komast frá því með blekkingum, og þegar það heppnaðist ekki hafði ég reynt tauga- veiklunarkast. Og svo hafði konan mín tekið svolítið í mig, hún var neydd til að gera það, við vorum ekki þannig stödd að maður hennar hefði efni á taugaveiklunarkasti. Ég sat afhjúpaður og skammaðist mín og var hálf kalt, ég sá hvernig ástatt var með mig. Ástandið var ekki gott. Ég hafði ekki lengur samúð með neinum, ég speglaði mig í óhamingju annarra til þess að finna ofurlitla huggun, ég notaði allt það hræðilega sem gerðist í heim- inum til þess að hefja mig upp úr minni ómerkilegu mæðu. En einn súpudiskur gilti í mínum augum meira. Þannig hafði ég ekki verið áður, en þannig var ég orðinn, og ef þetta ástand héldist nógu lengi, yrði ef til vill að lokum hægt að nota mig sem verkfæri til að drepa. Kannski og kannski ekki, en þegar ég hugsaði um þá breytingu sem nú þegar var orðin á mér, þorði ég ekki fullkomlega að neita því. Mér var kalt og ég skammaðist mín, ég var mjög hræddur og einmana. Og samt sem áður óskaði ég aðeins að ég fengi leyfi til að halda áfram að sitja hér aleinn, ég vonaði að konan mín kæmi ekki inn til mín. Hingað til hafði ég skynjað samband mitt við hana sem staðfast hellubjarg djúpt undir öllu því sem gerðist, nú sat ég hljóður í myrkrinu og fann hvernig einnig þetta bjarg var byrjað að riða. Það var ekki farið að reka enn þá, síður en svo, en það riðaði lítilsháttar í straumnum. Og ég heyrði strauminn hringja eins og litlar bjöllur, eins og litlar upptypptar öldur sem gutla við ís, ég sá fyrir mér rennu af blágrænu vatni, sem hægt breikkaði. Ég hafði aldrei áðui verið svo hræddur. En jafnvel þó hún kæmi, mundi ég samt sem áður ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.