Félagsbréf - 01.12.1959, Side 46
44
FÉLAGSBRÉF
ins í nútíma þjóðfélagi. Fyrsta bók lians
kom út iþremur árum eftir valdatöku
Hitlers og á þeim aldarfjórðungi sem síðan
er liðinn hefur líf okkar markazt af bar-
áttu milli einræðis annars vegar og lýð-
ræðis og einstaklingshyggju hins vegar.
Það er því ekki að furða, þótt Branner
fjalli stöðugt um ofríkismanninn, á heim-
ili, i skóla, á vinnustöðum og í átökum
kynjanna. Hann kryfur manngerðina til
mergjar og gerir tilraun til að sanna, að
sá sterki sé í rauninni ekki sterkur —
heldur veikur, því valdbeiting hans er nán-
ast tilraun til að hylja og hæla niður
eigin ótta og öryggisleysi.
Ofríkismaðurinn syndgar nefnilega gegn
lífinu með því að líta aldrei á mennina
sem sjálfstæða einstaklinga, lieldur tæki,
sem nota má í baráttunni um áhrif og
völd.
Gegn þessari manngerð teflir svo Brann-
er hinum óbreytta og veikhyggða manni,
sem gagnstætt hinum hefur til að bera
óeigingjarna góðvild og ábyrgðartilfinn-
ingu gagnvart öðrum mönnum og lítur
ekki á þá sem tæki, heldur takmark í
sjálfu sér. — Þessir veikhyggðu menn --
sem Branner nefnir humanista — telur
hann vera þá sterku — andlega og sið-
ferðilega sterka. Þeirra er ætið sigur-
inn að lokum.
Styrjaldaróttinn, sem legið hefur eins
og mara á mannkyninu síðasta áratuginn
og hin pólitíska tvískipting er komið hef-
ur i veg fyrir eðlileg samskipti þjóða i
milli, liafa aukið á ótta Branners og skerpt
skilning lians á einstæðingsskap manns-
ins.
Lausnina úr þessu öngþveiti finnur liann
í trúnni á manngæzkuna. í ljósi hennar
verða ofbeldi og hrottaskapur aðeins við-
hrögð, sem lýsa veikleika og fávizku, vald-
heiting dæmi um aflvana ótta.
Áhyrgðartilfinning gagnvart meðhræðr-
um okkar og virðing fyrir þeim sem sjáif-
stæðum einstaklingum geta leyst okkur úr
viðjum einstæðingsskaparins og kvíðans og
leitt okkur til bræðralags og friðar.
Vegna þessara skoðana sinna hefur
Branner ætíð verið óháður stjórnmála-
flokkum. Hann hefur barizt af alefli gegn
þeirri einangrun, sem stjórnmálaleiðtogar
vorra tíma í austri og vestri hafa skapað
þjóða í milli. Við getum aðeins komið í
veg fyrir þá ógn, sem við nefnum þriðju
heimsstyrjöldina, með því að hrjóta þá
múra, sem reistir eru af báðum aðilum úi
fávíslegum og einhliða áróðri.
Hjálmar Ólajsson þýddi.