Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 13

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 13
FÉLAGSBRÉF 11 þessa hér af því einu, að nú má það vera oss nokkurt umhugsunarefni, að' við þessar aðstæður væðist Magnús svo andlega á þessum árum, að hann gerist sá snillingur máls og tungutaks, sem ljóðaþýðingar hans síðar bera vitni um, og svo fjölmenntaður og víðlesinn í bókmenntum að undrum sætir. Mér er það fullkomin ráðgáta hvenær honum vannst tóm til þess náms og þeirrar þjálfunar, sem þar liggur að baki. Því það var mála sannast um Magnús, að allt nurlaraeðli var honum mjög fjarri og hann virtist að minnsta kosti ekki fara neitt nurlaralega með tíma sinn. Það kom meira að segja fyrir, að hann sóaði honum stór- mannlega. Og hér kem ég að einum eðlisþætti Magnúsar, sem ekki verður framhjá gengið, ef skilja skal manninn og lífsverk hans. Hann var ákaflega töfrandi persónuleiki, stórbrotinn, stórlátur, beinskeytur og þunghöggur, ef í það fór, en allra manna glaðværastur og ljúfastur, undir niðn tryggðatröll, hæverskur og tildurslaus og hrókur alls fagnaðar í kunningja- hópi, glampandi af andlegu fjöri og fyndni. Hann var aufúsugestur hvar sem hann kom og hvarvetna boðinn og velkominn til hófs, þar sem setja skyldi augnablikshátíðasvip á tilveruna. Slíkum mönnum getur orðið taf- samt á köflum, að því er virðist — og þó mun hitt sönnu nær, að á slíkum stundujm séu þeir sízt iðjulausir. Þeir eru þá að draga að sér lífsskyn og reynslu og einatt að æfa sig í þeirri fimi tungutaks og hugsunarskerpu, sem síðan þykir höfuðprýði á vcrkum þeirra. Ég fullyrði, að þannig var því farið um Magnús Ásgeirsson. Og þó er bezt að taka það fram, að Magnús var enginn samkvæmismaður í venjulegri merkingu. Við reyndum stundum að draga hann með okkur á dansleiki og í samkvæmi. Honum hundleiddist það allt. Hann virtist aldrei njóta sín í fjölmenni. En hann var óviðjafnanlegur í fámennum hópi, ekki sízt ef veig var á skálum. Og ég tók eftir því þegar á stúdentsárum okkar, að hann átti málvini og kunningja fjölmargra meðal eldri menntamanna, sem við hinir höfðum engin kynni af. Þrátt fyrir afdráttarlausa einurð sína og mjög oft undansláttarlausa og jafnvel hlífðarlitla bersögli, var Magnús ákaflega vinsæll maður. Því ollu persónulegir töfrar hans og sérkennilegar gáfur. Þetta kom mjög vel í ljós á Alþingi, þar sem Magnús þó skipaði aug- Ijósa undirtyllustöðu. Enginn þingritari átti svo marga vini og kunningja meðal þingmanna sem Magnús, á meðan ég var þar kunnugur innan dyra. Og marga vissi ég þá þingmenn, bæði úr hópi lærðra manna og ólærðra, sem þótti prýði og fagnaðarauki að Magnúsi í sínum hópi, ef þeim datt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.