Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 17

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 17
FÉLAGSBRÉF 15 áhrifavald meðal rithöfunda, bæði félagslega og bókmenntalega. Magnús ritaði margt stórlega snjallt í Helgafell, þó að hér sé eigi rúm til að telja, og birti í ritinu margar af stórbrotnustu og snjöllustu þýðingum sínum. En hann var einnig drjúgur og happasæll atfangamaður um annað efni, en það, sem hann lagði til sjálfur. Hann vildi gera Helgafell að máttugu gjallarhorni, sem flytti „nýaldarhugvekjur um heimsmynd vora og heims- menningu,“ ekki aðeins í bókmenntum, heldur og náttúruvísindum, mann- félagsmálum, sálarfræði, myndlist, byggingarlist, tónlist, heimspeki og trúarbrögðum, og þann veg að rakin væru rök og samhengi þeirra bylt- inga er orðið hefðú á öllum þessum sviðum, svo að leiða mætti til raun- hæfrar og jákvæðrar lífsskoðunar. Fyrir þessu gerir hann merkilega grein í formála að þætti, sem hann nefndi Aldahvörf. Það er víðsfjarri honum, að Helgafell eigi að vera einungis listaverk eða einhvers konar munaðar- vara í tímaritsformi. Það á að þjóna hinu lifandi og líðandi lífi, vera ábyrg- ur vegarvísir á uggvænlegum örlagatímum, með öðrum orðúm gera gagn -- móta og skapa menningu. Einar Benediktsson varð að rifa seglin, þegar hann hugðist að gera hið gáfaða blað sitt Dagskrá að dagblaði. Tími dagblaðanna var ekki kominn á Islandi. Ragnar Jónsson varð að rifa seglin með Helgafell. Bjartsýni hans og rausn voru drjúgum áfanga á undan samtíðinni. En gamla Helga- fell þeirra félaga stendur við farna braut eins og eggjandi varði. Og þar kemur, að við fáum tímarit, sem er jafnoki þess. En það er mér óhætt að fullyrða, að Magnús Ásgeirsson hefði aldrei komið allur og heill fram á sviðið í menningarlífi samtíðarinnar, ef Helgafells hefði ekki notið við. Það er ein af skuldunum, sem við eigum því og útgefanda þess ógoldna. Síðustu árin, sem Magnús lifði átti hann einatt við mikla vanheilsu að stríða. Hann var oft sárþjáður og miður sín, og varð hvað eftir annað að leita til útlanda sér til heilsubótar. Hann vann þó að þýðingum sínum og öðrum bókmenntastörfum eins og víkingur á milli, og mátti furðu gegna, liverju hann afkastaði. Þrátt fyrir vanheilsu var hann alltaf vígreifur og glaðvakandi og sást um til allra handa. Og það urðu engin hnignunarmörk séð á því, sem hann gerði. Mér fannst þvert á móti, að fimi hans og meist- aratök á máli og stíl, myndauðgi hans og hugkvæmi væri alltaf að færast í auka til hins síðasta. Þegar ég las síðustu þýðingar Magnúsar fannst mér hann aldrei hafa gert betur. Og einu sinni ailskömmu fyrir andlát sitt las hann mér drjúga spildu úr Faustþýðingu sinni. Ég sat með þýzka textann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.