Félagsbréf - 01.12.1959, Page 19

Félagsbréf - 01.12.1959, Page 19
FÉLAGSBRÉF 17 komizt er áður þýddu ljóð að verulegu marki á undan honum, t.d. Stein- grímur og Matthías. En hann er miklu afkastamestur þeirra allra, dregur föng sín víðar að og skilar í föðurgarð sinnar eigin tungu ffeiri og meivi fjársjóðum erlendrar ljóðlistar en nokkur annarr. Samvizkusemi hans og ábyrgðartilfinning gagnvart þeim skáldum, er hann fjallaði um, var aðdá- anleg. Hann vann löngum stundum að skáldskap sínum í huganum, var óþreytandi í því að fága, og breyta verki, sem hann hafði í smíðum. Þetta gat ásótt hann svo, að nálgaðist þjáningu, þangað til honum hafði auðnazt að sníða verkinu þann stakk, sem fullnægði kröfum hans. Næmi hans og skyn var með afbrigðum glöggt á svipmynd kvæðis, byggingu þess, þann hita tilfinningar, sem í því bjó, blæbrigði máls og kliðs, og fimi hans og geta engu minni að búa þessari skynjun sinni og innri lifun trúan lisc- fagran búning. Sjálfur leit Magnús^á 'þetta starf sitt og íþrótt af mikilli hæversku. Hann segir í Helgafelli 1942: „Ég vil nota þetta tækifæri til þess að láta þá skoðun í ljós á þeirri bókmenntastarfsemi mín sjálfs að snúa erlendum ljóðum á íslenzku, að hún réttlætist fyrst og fremst af þeirri von, að hún megi bera nokkurn árangur í ljóð'askáldskap yngri kynslóðar, sem þýðingarnar sjálfar hafa orkað á eða freistað til að kynna sér frumkvæðin. Fæstum þýðingum mínum huga ég framhaldslíf með öðrum hætti en að þær mættu verða til þess að beina ungu skáldunum inn á nýjar brautir um vinnubrögð og viðfangsefni.“ Það dylst engum nú hve Magnús var nærgætur um þetta, — mikill þorri ungra skálda gekk beinlínis í skóla hjá honum um vinnubrögð og viðfangsefni, eins og mörg þeirra vottuðu með þakklæti við andlát hans, og má þar ekki sízt benda á hin trúu og hreinu ummæli Jóns í Vör í Þjóðviljanum 11. ág. 1955. Margir tóku þar og í sama streng. 1 hinu skjátlaðist honum gersamlega, að ljóðaþýðingar hans mundu ekki eiga sér framhaldslíf með öðrum hætti, hafi hann þá í raun og veru trúað því. Margar þeirra munu lifa í bókmenntum vorum sem sjálfstæð, persónulcg listaverk, magnaðar meginkynngi íslenzks máls og þó með framandi angan og blæauðgi. Geta verður þess, að Magnús Ásgeirsson þýddi einnig allmikið í óbundnu máli. Hið fyrsta af því tagi, sem eitthvað kveður að mun vera Uppreisn englanna eftir Anatole France 1927. Síðan komu öðru hvoru slík verk frá hendi hans: Hva'ö nú ungi maöur? eftir Fallada 1934, Svartfugl eftir

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.