Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 30

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 30
28 FÉLAGSBRÉF Við erum klaufar, sagði karl, en fjórir hestar koma við hjartað í okkur. Hvernig dettur þér í hug að koma hingað með fjóra hesta? Eins og við séum hjartalausir? Hefur einhver borið í þig lognar sögur? Á Látrum eru allir frískir, alltaf, allan ársins hring. Þetta eru meiri húsin, sagði Andrés, ég vildi það væri svona vel hýst hjá mér. Við kunnum ekkert, sagði karl, en hér eru allir frískir. Þess vegna eru hér falleg hús. Andrés sá að fjós og fjárhús voru ný, en bæjarhúsið, sem þó var nýlegt, virtist eldra. Það var byggt úr timbri. Litlu austar stóð elzta húsið, skemma með hvítmáluðum stafni úr plægðum viði, og á honum fimm selskinn, hag- anlega spýtt. Þar fyrir austan var timburliús lítið með stórum dvrum og stórum glugga, en rétt við reis grind í nýju húsi, allstóru. Vestan við bæjar- húsið var fjós og hlaða úr steinsteypu og enn vestar nýtl fjárhús. Mér þykir staðarlegt hér, sagði Andrés, og þið ekki-örsnauðir. Við kunnum að verka selskinn, sagði strákur, súr á svip. Og heyja og hugsa um búpening, sagði karl. litlu betri. Ég hef stríðalið þá, sagði Andrés og leit til hesta sinna, ég er að láta þá hlaupa af sér spikið. Nú brostu feðgarnir. En ekki komast húsin upp með því einu að verka selskitin og heyja, sagði Andrés, eitthvað virðist þið kunna til smíða. Feðgarnir hlógu. Enn held ég þessu eina auga, sagði karl, hvernig heldurðu að standi á því ? Og ekki fækkar fingrunum á mér, sagði strákur og glennti sundur ní'i fingur og stúf, og gettu nú hvernig á því stendur? Þeir hlógu svo að bergmálaði í fjöllunum, veltust um í ofsahlátri og urðu loks að halla sér upp að húsinu til stuðnings, svo máttlausir urðu þeit'. Þegar þeir máttu mæla á ný, benti karl upp í 'hlíð og sagði: Og ekki skortir rafmagnið. Stærsta rafstöðin í sveitinni er hjá okkur. Sjáðu stokkinn þarna ofan úr hlíð og niður í gil. Þegar dimmt er logar allur bærinn í rafmagni. Það er furðulegt og til þess þarf ærinn hagleik, held ég. Fátt er okkur til lista lagt í handbragði, sagði strákur, en ég reiknaði nt vatnsmagn og fallhæð og gildleika hólksins, yfirfall og stíflustyrkleika, og allt stóðst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.