Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 56

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 56
54 FÉLAGSBRÉF hafragraut drengsins, hún setti diskinn harkalega á borðið og kallaði á drenginn og batt pentudúkinn um hálsinn á honum. Ég tók blaðið aftur og breiddi það út, við sögðum ekkert hvort við annað. Konan mín gekk út í eldhúsið, stríðið hélt áfram þar frammi með litlum óblíðum skellum og skarkala. Drengurinn sat við grautinn án þess að gera honum skil — ég hafði gætur á honum yfir röndina á hlaðinu. Ef til vill gat hann í raun og veru ekkert borðað, ef til vill var hann reiður við mig og beitti þeirri hefnd sem honum var til tæk. Eitthvað knúði mig, ég settist beint fyrir framan hann við borðið, ég sat grafkyrr og starði óaflátanlega á hann. Drengurinn þoldi 'það stundarkom, síðan sleppti hann skyndilega skeiðinni, það fóru drættir um andlit hans. „Þú grenjar ekki,“ sagði ég mjög lágt, „þú borðar!“ Drengurinn píndi upp í sig einni skeið, hann barðist við að renna henni niður, það heyrðist frá honum hljóð sem ekki boðaði gott. „Reyndu bara að kasta upp,“ sagði ég. „Þú skalt rétt reyna það!“ Ég hafði ekki fyrr sleppt orðinu en hafragrauturinn kom til baka, allt hrast fyrir honum, hann kokaði og hóstaði, slím og hafragrautur frussaðist um rauðblátt andlit hans. Ég fann til afskaplegrar ánægju, loksins sleppti ég öllum tök- um og hataði sjálfan mig og konu mína og vælandi krakkann, sem sat þarna og gubbaði. Ég stóð dólgslega á fætur. En drengurinn stökk sam- tímis ofan úr sínum stól og hljóp tryllingslega út í eldhúsið, „mamma!.... mamma!“ hann vafði örmunum um kné hennar og faldi andlitið í pilsinu. Ég komst aðeins til dyranna, þar stanzaði ég. Þegar ég sá hann standa þarna með andlitið grafið inn í pilsið hennar, gat ég ekki annað en hugsað til barnanna í bænum á Spáni. Ef ég væri nægilega sljór og hatursfullur, Og ef einhver önnur rödd gæfi mér skipun um það, gæti ég þá legið aftan við vélbyssu og. .. .og. .. . ? Ég gekk til haka inn í borðstofuna og settist í sæti mitt við borðið. Ég hafði æðaslátt í gagnaugunum, ég kreppti hnefana og gnísti tönnum. Mig langaði út að taka þennan krakka og gefa honum þá ráðningu sem hann þarfnaðist. Nei, ég ætlaði að fara, fara mína leið og aldrei framar koma heim aftur, þá gætu þau haft það eins og þau vildu. Og bak við þetta allt vissi ég upp á hár, að þetta var ekki annað en venjulegt taugaveiklunarkast vegna þess ég hafði allan tímann barið höfðinu við stein og fólk hafði virt mig fyrir sér liátt og lágt og ég vissi ekki hvernig ég ætti að útvega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.