Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 25

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 25
FÉLAGSBRÉF 23 eftir jarðarför stúlkunnar. Lítið atvik, sem Andrés hafði áhyggjur af; snögg- ur grátur Ásmundar tvisvar við vinnu úti á túni, óvæntur og óðara horf- inn aftur. Grátur, sem Ásmundur hafði ekki hugmynd um. Svo liðu nokkrar vikur. Þá var Ásmundur í skemmu að smíða stól handa Halldóri litla Andréssyni. Þegar hann kom ekki í mat, fór Andrés að sækja bróður sinn, og kom að honum, þar sem hann stóð annars hugar og var búinn að skemma slólinn. Hann hafði skorið rauf í stólsetuna þversum með spor- járni, hlykkjótta, kantskakka, gerða skjálfandi fingrum, hann sem annars var manna handstyrkastur. Andrés leiddi bróður sinn í bæinn og lét hann hátta. Ásmundur gerði það, rólegur og annars hugar, en eftir tvo daga fór hann á fætur og var jafngóður. Þó bar svo til í seinni tíð, að hann lét sér mjög annt um útlit sitt, var svo katthreinn og nosturssamur, að ekki var einleikið. En enginn hélt það sjúkleika, nema sá einn, sem verið hafði vitni að því, sem á undan var gengið. Þegar þeir feðgar höfðu dvalizt í fimm daga í Sofnhól, fengu 'þeir loks- ins málið. Enda mátti það ekki tæpara standa, því þeir höfðu ákveðið að leggja af stað hcimleiðis næsta morgun. Um kvöldmat impruðu þeir á því, að þeir ættu sitthvað ósagt við þá bræður, og einkanlega Ásmund. Þeim var því vísað í stofu og bræðurnir settust gegnt þeim. Og nú stóð ekki á talandanum: Við erum mestu klaufar, hóf karlinn máls, þess vegna erum við hér. Ég reyndi einu sinni að smíða laup, sagði stráksi og brá vinstri hendi á loft, þá missti ég framan af þumalfingri. í annað sinn ætlaði ég að smíða orf handa pabba, en það varð litlu lengra en ljárinn, og hællinn kannski lengstur. Ég get aldrei rekið nagla í spýtu, sagði karl. Þar er helzt hún, Guðborg mín dytti að tréverkinu. Þegar allar hurðir eru af hjörum í bæn- um og keröldin fallin í stafi og fjósið orðið að einum bás, þá tekur hún til hendinni. Það er nú meiri völundurinn, hún Guðborg mín. En ég get hlúð að grösum og gróðri, það get ég. Og það er ekkert gott að vinna hjá okkur, sagði stráksi, þó hjúin fái nógan mat og húsin séu hlý og björt og jörðin öll hæg, rennislétt og þurr, þá eirir enginn hjá okkur. Það er af því við erum jafn miklir klaufar til orðs og æðis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.