Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 52

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 52
50 FÉLAGSBRÉF stund sem það tók mig að fara úr fötunum, þær börðust hver við aðra og ófu sig hver inn í aðra og söfnuðust að lokum saman í ákaft hatur til þess- arar manneskju sem stóð þarna álút yfir straujárni og eimi af sviðnum dúk. En ég er samt sem áður ekki jafn tötralegur og vesæll sem þér haldið, því að hatrið mundi alls ekki hafa fengið leyfi til að brjótast fram ef ég hefði ekki samtímis vitað að ég elskaði þessa manneskju — elskaði hana ein- mitt svo innilega vegna þess að hún var dálítið guggin og barmur hennar dálítið slappur og öll persóna hennar dálítið eyðilögð. Því það var nú þetta sem ég hafði gert hana, það var eitthvað af mér í því, og öðruvísi hafði ég ekki efni á að hafa hana. En þar fyrir getur maður vel hugsað sér, að ef ég hefði haft efni á því, mundi hún nú vera allt öðruvísi. Hún mundi þá enn þá hafa verið há og grannvaxin, með spékopp í kinn, og hreyfingar hennar mundu hafa verið leikur og rödd hennar full af leyndarmálum. Ég fór upp í rúmið og heimtaði hitamælinn—það kom í ljós að ég var með rúmlega 38, 38,2 sagði ég við hana. í raun og veru hafði ég aðeins 37,8, en ég bætti við nokkrum strikum, því að 37,8 hljómaði svo lítilfjörlega,, og vegna þess ég mátti til að vera veikur, ég varð að afla mér réttar til þess að geta einu sinni teygt úr mér útaf liggjandi og slakað á taugum. Þér getið sjálfsagt fordæmt mig fyrir það, og í dag þegar ég hugsa skýrt mundi ég heldur ekki hafa gert mér upp veikindi vegna einu manneskj- unnar sem ég á. En þér verðið að muna eftir að undangenginn mánuð hafði ég mörgum sinnum á degi hverjum rekið mig á lokuð sund, ég hafði sagt sömu orðin og heyrt sömu svörin, og fólk hafði virt mig fyrir sér hátt og lágt — ég varð að afla mér gildrar afsökunar fyrir að kasta mæðinni. í þá daga þegar ég hafði atvinnu var ég ekki svo nákvæmur, þá hélt ég stundum kyrru fyrir heima af því ég hafði kvef. „Allt í lagi,“ sagði konan mín, „vertu bara heima.“ En nú varð ég að hafa afsökun. Gremja mín til hennar óx vegna þessara litlu svika. Áðnr fyrr mundi hún hafa sýnt mér ofurlítið meiri áhuga, hún mundi hafa spurt mig hvað hún gæti gert og hvað ég vildi fá — nú hélt hún bara áfram að strauja. Ég lá um stund kyrr á bakið og beið þess hvað hún mundi segja, en hún sagði ekkert. Ég hafði lokað augunum, ég vissi vel að svipurinn á andliti mínu var ekki eðlilegur. Eða trúði ég því í raun og veru að ég væri ör- væntingarfullur vegna þess að ég væri veikur? Ég gat ekki áttað mig á neinu og þorði ekki að ljúka upp munninum, því ég vissi ekki hvað þá kynni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.