Félagsbréf - 01.12.1959, Side 69

Félagsbréf - 01.12.1959, Side 69
BÆKUR Olav Duun: Maðurinn og máttarvöldin. Skáldsaga. Guðmundur Gíslason Hagalín islenzkaði. Mánaðarbók Almenna bókafélags- ins í apríl 1959. egar lokið er lestri á bók Olavs Duuns, Manninum og máttarvöldunum, get- ur maður varla varizt því að verða hálf gramur yfir því, hve lesendur góðra bókmennta á íslandi hafa enn lítið tæki- færi til þess að kynnast og fylgjast með merkilegum bókmenntaviðburðum, sem eiga sér stað í umheiminum, í vönduð- um, íslenzkum þýðingum. Olav Duun er óefað einn af gagnmerkustu rithöfundum Noregs á 20. öldinni, en fyrsta bók hans, sem þýdd er á íslenzku, kemur samt ekki út fyrr en 10 árum eftir dauða hans. ViS- leitni Almenna bókafélagsins til að bæta úr þessu er engu minna virðingarverð fyrir það, og má þegar finna þessu þó nokkur dæmi á hinum stutta, en að þvi er virSist farsæla starfsferli félagsins. Öll verk Olavs Duuns eru að sjálfsögðu því marki brennd, ef svo mætti að orði kveða, að vera rituð á norsku lands- máli, sem er tiltölulega fáum aðgengilegt, auk þess sem stíll hans er feikilega tor- ráSinn og erfiður i lestri. Á þetta sinn þátt í því, hve bækur hans hafa náS lítilli útbreiðslu að minnsta kosti utan heima- landsins. Samt hafa fáeinir ágætir, íslenzk- ir hókmenntamenn þekkt til verka Duuns um árabil. Saga sú, sem hér frá greinir, er stór- brotiS og fagurt listaverk, sem býr yfir miklum töfrum. Þó held ég mesta snilld höfundarins felist í stil hans, svo persónu- legur og frumlegur er hann. Þarna virSist engu orði ofaukið og ekki þarf Duun aS gripa til neinnar ofmælgi eða orðaflaums til þess að gera persónur sínar og staSar- lýsingar ljóslifandi. Setningarnar eru stutt- ar og skarpmeitlaðar; stundum finnst manni sem þær séu slitnar úr samhengi hvor við aðra, og ekki gerir það lesturinn minna torveldan og seinlegan. En sifellt finnur maður til hinnar djúpu undir- öldu, sem af óstöðvandi þunga sínum dregur mann með sér og heldur honum heilluðum við efni bókarinnar, sem lýsir af skarplegri innsýn óumflýjanlegum ör- lögum mannanna, er eiga þó sjálfir mesta sök á þeim, vegna vonzku sinnar í garð hvers annars, ofstækis og skammsýni. Engir nema þeir, sem höfundurinn telur færa um að halda uppi þolanlegri tilveru hér á jarðríki, fá umflúið hin ógnþrungnu forlög, sem bíða Eyjaversins og íbúa þess hina örlagaríku nótt, er hafið tekur aS stíga. En vítið, sem mennirnir hafa skap- að sér hér á jörðinni, er sjálfskaparvíti,

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.