Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 69

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 69
BÆKUR Olav Duun: Maðurinn og máttarvöldin. Skáldsaga. Guðmundur Gíslason Hagalín islenzkaði. Mánaðarbók Almenna bókafélags- ins í apríl 1959. egar lokið er lestri á bók Olavs Duuns, Manninum og máttarvöldunum, get- ur maður varla varizt því að verða hálf gramur yfir því, hve lesendur góðra bókmennta á íslandi hafa enn lítið tæki- færi til þess að kynnast og fylgjast með merkilegum bókmenntaviðburðum, sem eiga sér stað í umheiminum, í vönduð- um, íslenzkum þýðingum. Olav Duun er óefað einn af gagnmerkustu rithöfundum Noregs á 20. öldinni, en fyrsta bók hans, sem þýdd er á íslenzku, kemur samt ekki út fyrr en 10 árum eftir dauða hans. ViS- leitni Almenna bókafélagsins til að bæta úr þessu er engu minna virðingarverð fyrir það, og má þegar finna þessu þó nokkur dæmi á hinum stutta, en að þvi er virSist farsæla starfsferli félagsins. Öll verk Olavs Duuns eru að sjálfsögðu því marki brennd, ef svo mætti að orði kveða, að vera rituð á norsku lands- máli, sem er tiltölulega fáum aðgengilegt, auk þess sem stíll hans er feikilega tor- ráSinn og erfiður i lestri. Á þetta sinn þátt í því, hve bækur hans hafa náS lítilli útbreiðslu að minnsta kosti utan heima- landsins. Samt hafa fáeinir ágætir, íslenzk- ir hókmenntamenn þekkt til verka Duuns um árabil. Saga sú, sem hér frá greinir, er stór- brotiS og fagurt listaverk, sem býr yfir miklum töfrum. Þó held ég mesta snilld höfundarins felist í stil hans, svo persónu- legur og frumlegur er hann. Þarna virSist engu orði ofaukið og ekki þarf Duun aS gripa til neinnar ofmælgi eða orðaflaums til þess að gera persónur sínar og staSar- lýsingar ljóslifandi. Setningarnar eru stutt- ar og skarpmeitlaðar; stundum finnst manni sem þær séu slitnar úr samhengi hvor við aðra, og ekki gerir það lesturinn minna torveldan og seinlegan. En sifellt finnur maður til hinnar djúpu undir- öldu, sem af óstöðvandi þunga sínum dregur mann með sér og heldur honum heilluðum við efni bókarinnar, sem lýsir af skarplegri innsýn óumflýjanlegum ör- lögum mannanna, er eiga þó sjálfir mesta sök á þeim, vegna vonzku sinnar í garð hvers annars, ofstækis og skammsýni. Engir nema þeir, sem höfundurinn telur færa um að halda uppi þolanlegri tilveru hér á jarðríki, fá umflúið hin ógnþrungnu forlög, sem bíða Eyjaversins og íbúa þess hina örlagaríku nótt, er hafið tekur aS stíga. En vítið, sem mennirnir hafa skap- að sér hér á jörðinni, er sjálfskaparvíti,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.