Félagsbréf - 01.12.1959, Qupperneq 31

Félagsbréf - 01.12.1959, Qupperneq 31
FÉLAGSBRÉF 20 Það fara nú fæstir í skóna hans Gutta, sagði karl, það er að segja: í reikn- ingsskóna. Þá sagði Andrés: Smíðaði bróðir minn rafstöðina? 0, já, munaði ekki um það, sagði karl, og var ekki frá verki einn ein- asta dag. Og húsin? Hann er dverghagur, sagði strákur. Þeir koma af næstu bæjum til að sjá hann vinna. llann þarf ekki tommustokk, hann sér lengd hverrar spýtu upp á sexlándutommu. En hann hefur alltaf góða handlangara. Hverja? Okkur. Hvar er Ásmundur? Karl skellti á læri sér og leit á strák. Ekki er því á okkur logið, sagði hann ávítandi, auðvitað vill gesturinn heilsa upp á hann bróður sinn. Aulabárðar, aulabárðar, sagði strákur, en komdu nú. Haiín tók strikið austur að húsinu með stóru dyrunum og hratt upp hurðinni. Andrés gekk í húsið og skaut strák aflur fyrir sig. Undir glugg- anum stóð Ásmundur við hefilbekk. Hann leit upp og brosti. Svipur hans var heiður, klæðaburður snyrtilegur. Kringum hann við veggina var fullt af smíðisgripum, borðum og stólum, en á miðju gólfi stóð eldhúsinnrélt- ing. Hann gekk á móti bróður sínum glaður í bragði, en þegar hann ávarp- aði hann, mátti heyra að hann var hrærður: Bróðir minn, sagði hann, kominn svona langan veg að sækja mig heim. Léttur í bragði fylgdist Andrés með bróður sínum og feðgunum heim í bæ. Þeir mættu tveim snáðum í dyrunum, á að gizka á öðru og þriðja ári, og héldu báðir á rellum, sem þeir hröðuðu sér með út í goluna. Þegar þeir voru setztir í stofu, komu mæðgurnar og heilsuðu glaðlega. Líney, kona Ás- mundar, var frískleg stúlka, svipmild eins og móðir hennar. Hún hafði gló- bjart hár, og hendur hennar voru fallegar, tennurnar skjallhvítar og augun skær eins og í barni. En þrátt fyrir glaðlegt yfirbragð var kvíði í augum hennar. Þegar þeir bræður urðu einir, sagði Andrés: Ég kom til að forvitnast um hagi þína, af því þú skrifar mér alltaf svo stutt bréf. En nú sé ég að þér líður vel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.