Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 47

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 47
H. C. BRANNER: PENINGAVALD jþajð er ekki rétt að ég geri ekki neitt. Síðast í gær var ég úti að leita * mér að atvinnu á tveim stöðum, en þá var það að maður nokkur virti mig fyrir sér hátt og lágt, og þá gat ég allt í einu ekkert meira. Maður getur vel misst stöðu sína án þess að finna þar fyrir til nokkurrar hræðslu, maður getur jafnvel fundið til eins konar léttis. Við höfum bariít upp á líf og dauða um valdið í skrifstofunni, en ég hafði dregið lægsta spilið eða veðjað á vitlausan hest, eða andstæðingar mínir höfðu skotið mér ref fyrir rass, eða hvernig sem menn vilja nú orða það á því fjárhættu- og kappreiðamáli, sem alltaf er notað í pólitík. Það var reyndar ekki nema smápólitík sem við rákum, því að við vorum ekki nema tuttugu í skrifstof- unni, en hún líktist þeirri stóru á sama hátt og eitt atóm líkist sólkerfi. Ég var fyrst í stað ánægður yfir að vera nú laus við stöðuna. Ég gerði fastlega ráð fyrir að fá nýja, og mér fannst ég hafa eignazt konuna mína og drenginn að nýju. Áður hafði ég ekki fyllilega átt þau. Ég hafði lítið af drengnum að segja, og oft refsaði ég honum fyrir hreinustu smámuni, og ég og konan mín töluðum næstum alltaf um skrifstofuna. Jafnvel þegar við vorum komin í rúmið á kvöldin lágum við og töluðum saman um hana í myrkrinu, eða réttara sagt, ég talaði. Ég talaði og talaði um þessa skrif- stofu, um lítil, ómerkileg hrekkjabrögð og prakkarastrik. En nú var ég laus við þau og gat allt í einu séð hversu lítilfjörleg og hlægileg þau voru. Hlutirnir urðu mér nýir, ég lá fyrir á kvöldin og hlustaði á rólegan andar- drátt drengsins, og ég fann hönd strjúka um hár mitt, og heyrði rödd sem hvíslaði. Ég heyrði ekki alltaf orðin, en ég heyrði málblæinn, og ró féll yfir mig, stundum gat ég grátið í myrkrinu. Ég veit vel að maður á ekki að játa á sig þess konar, en ég var glaður yfir því að geta grátið og glaður yfir því að finna að mannlegri veru þótti vænt um mig, og stundum þrýst-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.