Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 57

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 57
FÉLAGSBRÉF 55 peninga, og í raun og veru elskaði ég konuna mína og drenginn, og ef ég affeins 'þegffi, mundi þetta líða hjá. Ef ég aðeins þegði, aðeins þegði.... Konan mín hélt drengnum hjá sér þarna frammi, ég gat heyrt hvernig hún huggaði hann hvíslandi, og hvernig snökt hans rénaði smátt og smátt eftir því sem hann varð rólegri. Skömmu síðar kom hún inn með matinn. Hún minntist ekki orði á þetta með drenginn, andlit hennar var rólegt og lokað, meðan hún jós súpunni upp á tvo diska og við settumst að borðum. Það var kjötsúpa sem við borðuðum, og hún er vön að vera minn uppá- haldsréttur, sérstaklega með ýmiss konar grænmeti og kjötbollum í. Þessi súpa var ógnarlega þunn, og það voru aðeins tvær gulrætur í henni, en það var ekki þess vegna að ég rétt á eftir lagði frá mér skeiðina og hætti að borða. En ég var ekki svangur, ég torgaði ekki meiru. Svo að ég varffi mjög undrandi þegar konan hallaði sér allt í einu aftur á bak í stólnum og hló hátt. „Að hverju ertu að hlæja?“ spurði ég. „Að andlitinu á þér.“ „Hvað er athugavert við það?“ „Ég get sannarlega ekki að því gert þó ég hafi ekki peninga til að gefa íþér bollur í súpuna!“ Svona setning getur látið skringilega í eyrum, en nú orkaði hún á mig eins og svipuhögg um þvert andlitið. Ég stóð á fætur og mælti til hennar einu orði. Ég valdi henni það versta orð sem ég gat fundið og gekk inn í svefnherbergið og skellti á eftir mér hurðinni. Ég gerði atrennu og skellti henni eins fast á eftir mér og ég hafði krafta til. Það er eitthvað broslegt við það að skella hurðum, eitthvað broslega vanmáttugt, ég fann það sjálfur. „Ég get, sannarlega ekki að því gert þó ég liaji ekki peninga. .. .“ Hún hélt ég væri reiður út af einum súpudiski, svo auvirðilegur hélt hún ég væri. Og samtímis vissi ég hún hafði rétt fyrir sér: Ég var svona auvirðilegur. Og gat ekki þolað að vita það. Ég kveikti ljósið, ég settist ut í dimmasta hornið og faldi mig í hatursskýi. Fara frá henni, hugsaði ég, einfaldlega láta hana róa, þá fengi hún að sjá hvernig henni tækist að bjarga sér. Hvaða kröfu átti hún á mig? Það var ekki ég ísem á sínum tíma vildi ganga í hjónaband, það var hún. Ég vildi bíða þangað til ég hefði orðið meiri tekjur, en það vildi hún ekki. Það var heldur ekki ég sem vildi eignast barn, ég vildi bíða og sjá til, en hún vildi það ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.