Félagsbréf - 01.12.1959, Side 40

Félagsbréf - 01.12.1959, Side 40
38 FÉLAGSBRÉF þjóðarinnar sem einnar heildar og ílytja hana yfir í sál einstaklingsins og umbreyta henni í andlegan viðbúnað. Og frumatriði þessa; viðbúnaðar er að finna í fagnaðarerindinu. Hver eru þau? í fyrsta lagi kærleikur til náungans, en það er lífsorkan í æðstu mynd sinni, sem fyllir hjarta manns- ins og heimtar útrás. Og í öðru lagi grundvallarhugsjónir nútímamannsins, sem hann má ékki vanta, en þær eru hugsjónir um persónulegt frelsi og hugsjónin um lífið sem fórn.“ Kristur varð fyrstur lil þess að frelsa manninn frá öðrum þáttum náttúrunnar og stofnaði samfélag, sem var í sannleika sagt mannlegt. „Við töluðum líka um hina venjulegu stjórnmálamenn, sem ekkert hafa að segja lífinu og heiminum í heild, um miðlungsmennina, sem alltaf vilja, að verið sé að tala um einhverja þjóð, helzt litla og hrjáða þjóð, svo að þeir geti rázkað yfir henni og sýnt fram á gáfur sínar og samuð með hinum ofsóttu og undirokuðu. Gyðingar eru ljósasta dæmið um fórnar- dýr þessa hugsunarháttar. Þjóðerniskennd þeirra hefur neytt þá öldum sam- an til að vera þjóð og ekkert nema þjóð — þeir hafa verið hundnir vifS þetta ömurlega hlutverk einmitt á þeim öldum, þegar allur heimurinn var frelsaður frá því af þeim krafti, sem sprotlinn var upp meðal þeirra sjálfra. Er það ekki undarlegt? Hvernig er hægt að skýra það? Þessi dýrlega hátíð, þessi frelsun frá hölvun meðalmennskunnar, þessi sigur yfir heimsku hversdagsleikans, átti sér fyrst stað í þeirra eigin landi, á þeirra eigin tungu, meðal þeirra eigin þjóðflokks. Hvernig gátu þeir látið svo yfir- gnæfandi máttugan og fagran anda yfirgefa sig? ....Hverjum gagnar þetta sjálfviljuga píslarvætti?“ Það er þessi málsgrein víst, sem reiui yfirvöld í ísrael til reiði gegn Pasternak og bók hans. Það er ekki hægt að gera öllum til hæfis, sízt með því að hafa ákveðnar og djarfar skoðanir á slíku-m grundvallaratriðum. En Kristur færði okkur mönnunum enn meira, segir Pasternak, liann færði okkur ódauðleikann. Við verðum að „halda fast við trúna á ódauð- leikann, sem er annað orð yfir líf, máttugt orð.“ Og lífið, sem umlykur al- heiminn, endurnýjast í óteljandi og ólíkum myndum. „Fæðing okkar er upp- risa, og við munum rísa upp aftur í börnum okkar jafnt og í verkum okkar. Samkvæmt því sem Pasternak segir í „Sívagó lækni“ er heimspekileg afstaða sovétvaldhafanna til mannlegra vandamála byggð á ruddalegum misskilningi. Þeir eru alltaf að tala um að „umskapa lífið“, en „fólk, sem getur talað þannig — jafnvel þó það hafi kynnzt heiminum að nokkru

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.