Félagsbréf - 01.12.1959, Page 17

Félagsbréf - 01.12.1959, Page 17
FÉLAGSBRÉF 15 áhrifavald meðal rithöfunda, bæði félagslega og bókmenntalega. Magnús ritaði margt stórlega snjallt í Helgafell, þó að hér sé eigi rúm til að telja, og birti í ritinu margar af stórbrotnustu og snjöllustu þýðingum sínum. En hann var einnig drjúgur og happasæll atfangamaður um annað efni, en það, sem hann lagði til sjálfur. Hann vildi gera Helgafell að máttugu gjallarhorni, sem flytti „nýaldarhugvekjur um heimsmynd vora og heims- menningu,“ ekki aðeins í bókmenntum, heldur og náttúruvísindum, mann- félagsmálum, sálarfræði, myndlist, byggingarlist, tónlist, heimspeki og trúarbrögðum, og þann veg að rakin væru rök og samhengi þeirra bylt- inga er orðið hefðú á öllum þessum sviðum, svo að leiða mætti til raun- hæfrar og jákvæðrar lífsskoðunar. Fyrir þessu gerir hann merkilega grein í formála að þætti, sem hann nefndi Aldahvörf. Það er víðsfjarri honum, að Helgafell eigi að vera einungis listaverk eða einhvers konar munaðar- vara í tímaritsformi. Það á að þjóna hinu lifandi og líðandi lífi, vera ábyrg- ur vegarvísir á uggvænlegum örlagatímum, með öðrum orðúm gera gagn -- móta og skapa menningu. Einar Benediktsson varð að rifa seglin, þegar hann hugðist að gera hið gáfaða blað sitt Dagskrá að dagblaði. Tími dagblaðanna var ekki kominn á Islandi. Ragnar Jónsson varð að rifa seglin með Helgafell. Bjartsýni hans og rausn voru drjúgum áfanga á undan samtíðinni. En gamla Helga- fell þeirra félaga stendur við farna braut eins og eggjandi varði. Og þar kemur, að við fáum tímarit, sem er jafnoki þess. En það er mér óhætt að fullyrða, að Magnús Ásgeirsson hefði aldrei komið allur og heill fram á sviðið í menningarlífi samtíðarinnar, ef Helgafells hefði ekki notið við. Það er ein af skuldunum, sem við eigum því og útgefanda þess ógoldna. Síðustu árin, sem Magnús lifði átti hann einatt við mikla vanheilsu að stríða. Hann var oft sárþjáður og miður sín, og varð hvað eftir annað að leita til útlanda sér til heilsubótar. Hann vann þó að þýðingum sínum og öðrum bókmenntastörfum eins og víkingur á milli, og mátti furðu gegna, liverju hann afkastaði. Þrátt fyrir vanheilsu var hann alltaf vígreifur og glaðvakandi og sást um til allra handa. Og það urðu engin hnignunarmörk séð á því, sem hann gerði. Mér fannst þvert á móti, að fimi hans og meist- aratök á máli og stíl, myndauðgi hans og hugkvæmi væri alltaf að færast í auka til hins síðasta. Þegar ég las síðustu þýðingar Magnúsar fannst mér hann aldrei hafa gert betur. Og einu sinni ailskömmu fyrir andlát sitt las hann mér drjúga spildu úr Faustþýðingu sinni. Ég sat með þýzka textann

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.