Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 10
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Öll nauðsynleg tækni sem þarf til að hefja flug með ómönnuðum flugvélum á milli heimsálfa, til dæmis fragt- vélum yfir norð- urheimskautið, frá Asíu til Evr- ópu eða Banda- ríkjanna, er til. „Ef einhver færi í þetta af alvöru, myndi ég áætla að það tæki sjö ár að koma því í kring. Ég byggi það á reynslunni í fluginu,“ segir Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs Isavia, þegar hann er beðinn um að áætla hve- nær af þessu gæti orðið. Ásgeir velti þessum möguleika upp á heimskautaráðstefnu forseta Íslands, Arctic Circle, í vetur og segist hafa fengið mikil viðbrögð við henni. Samkvæmt því má bú- ast við að þetta verði meira til umræðu á næstu árum. Hagkvæmt og umhverfisvænt Ásgeir segir að nú þegar séu nokkuð stórar flugvélar fjar- stýrðar, bæði í hernaði og al- mennri notkun. Bendir hann á landmælingar, ljósmyndatöku og landamæravörslu. Einnig sé byrj- að að nota minni flygildi til að fljúga með lyf og nauðsynlegar vörur til afskekktra byggða í norðurhéruðum Kanada og Alaska. „Hingað til hefur notkun á mannlausum flugvélum að mestu einskorðast við afmörkuð loftrými sem tekin hafa verið frá fyrir hernaðarnot eða landamæravörslu, utan við svæði sem ætluð eru fyrir borgaralegt flug. Stóra málið sem við er að fást er að athuga hvernig hægt er að koma slíku flugi fyrir með borgaralegu flugi,“ segir Ás- geir. Segir hann að tilraunir hafi verið gerðar og gengið þokkalega en þær hafi verið í stýrðu um- hverfi. Hann telur langt í að farþegar fáist til að stíga upp í flugvél sem eigi að fljúga án flugmanns. Ann- að gildi um flutningaflug. Það geti haft mikinn efnahagslegan ábata að taka upp slíkt flug á mann- lausum vélum. Vekur Ásgeir athygli á því að með því að fjarlægja úr vélinni alla hluti sem eigi að styðja við líf áhafnar í löngu flugi, svo sem sæti, salernisaðstöðu, eldhús, mat, drykk, vatn, súrefniskúta, loft- ræstikerfi, björgunarbáta og hluta stjórnbúnaðar, mætti létta vélina mikið og auka burðargetu til flutninga. Flugvélinni mætti líkja við fljúgandi gám. Aðeins þyrfti góðan stýri- og fjarskiptabúnað. Eldsneytiskostnaður á hvert flutt tonn myndi minnka og þar með neikvæð áhrif á umhverfið og hægt yrði að lækka flutnings- kostnað umtalsvert. Stýrt í flugtaki og lendingu Hvar er best að byrja með slíka starfsemi? Ásgeir svarar því: „Ekki er gott að byrja á stuttum leggjum þar sem mikil flugumferð er fyrir. Heppilegra er að byrja á löngu flugi, til dæmis í pólarflugi. Þar eru langar vegalengdir, góð hagkvæmni og ekki eins þétt um- ferð. Ekki er heldur sama hætta á jörðu niðri, ef eitthvað fer úr- skeiðis, því megnið af pólleiðunum er yfir óbyggðum svæðum.“ Notkun mannlausra flutninga- flugvéla myndi auka vægi flugs um heimskautasvæðin með auk- inni hagkvæmni í fluginu og minni áhrifum á umhverfið. Ásgeir tekur dæmi af mann- lausri flugvél sem ætlað væri að flytja varning frá flugvelli norð- arlega í Asíu, til dæmis Tókíó, til norðurhluta Evrópu, til dæmis Keflavíkur. Flugmaður gæti fjar- stýrt henni á loft og verið í sam- starfi við flugumferðarstjórn, en þegar hún væri komin í rétta flug- hæð myndi hún fara á sjálfstýr- ingu í fyrirfram ákveðnu ferli. Þegar hún væri komin að Íslandi myndi flugmaður hér taka við og fjarstýra vélinni inn til lendingar í Keflavík. Þetta gæti verið annar maður, eða sá sami og kom henni á loft. Staðsetningin skipti ekki máli miðað við tæknina í dag en visst öryggi gæti falist í öruggum samskiptum við flugumferðar- stjórn á hvorum stað, flugmenn- irnir gætu jafnvel haft aðstöðu hjá flugumferðarstjórn. Þá gæti verið samvinna um eftirlitið, á meðan vélin er stillt á sjálfstýringu. Aðal- atriðið er að mati Ásgeirs að vélin yrði í vernduðu ferli alla leið, á svipaðan hátt og herflug. Hann segir að umræður um þetta fari vaxandi í flugheiminum. Eftir að hann tók málið upp á heimskautaráðstefnunni hefur hann einnig orðið var við umræðu um hliðstæð mál í skipaflutn- ingum. Fjarstýrð fragtskip myndu verða notuð til að flytja vörur yfir höfin. Vöruhótel á Íslandi Flug yfir norðurheimskautið hefur verið stundað í átján ár og fer stöðugt vaxandi. Það hefur ekki verið rekið frá Íslandi. Það myndi geta haft verulega efna- hagslega þýðingu fyrir landið ef hér yrði ein af miðstöðvum þess. Ásgeir sér fyrir sér að vélarnar kæmu með vörur frá Asíu í stórum einingum sem settar yrðu inn á vöruhótel hér og síðan dreift með flutningavélum og almennu farþegaflugi um Evrópu og Bandaríkin. Vélarnar gætu síðan nýst til að flytja fisk, lax og aðrar útflutningsvörur til Asíu. Ásgeir telur að allir þættir séu tilbúnir til að taka við mann- lausum flugvélum. Kerfin og tæknin séu fyrir hendi. „Einhver þarf að ráðast í það verk að setja upp flutningaflugvél með þessum hætti. Það ætti ekki að vera mjög flókið,“ segir Ásgeir. Fljúgandi gámar yfir heimskautið  Framkvæmdastjóri hjá Isavia telur góðar aðstæður til að fjarstýra mannlausum flutningaflug- vélum yfir heimskautssvæðið  Myndi draga verulega úr flutningskostnaði  Tækifæri fyrir Ísland Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flug Flug yfir heimaskautssvæðin hefur vaxið mjög á undanförnum árum. Ás- geir Pálsson telur góðar aðstæður þar til að hefja mannlaust flutningaflug. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 „Tæknin býður upp á þetta. Ég tel þó að það sé ekki skynsamlegt að nota hana eingöngu. Flugmenn- irnir eru um borð af góðri og gildri ástæðu; til að fljúga vélinni. Þeir geta gripið inn í ef aðstæður breytast og uppgötva hluti fyrr en vélar. Ef við erum bæði með tæknina og mennina hlýtur örygg- ið að vera meira,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmda- stjóri Icelandair Cargo. Icelandair Cargo er hluti af sam- stæðu Icelandair, rekur flutninga- flugvélar og nýtir einnig flutninga- pláss farþegaflugvéla. Gunnar Már efast um að mikil hagkvæmni sé í því að fjarstýra flutningaflugvélum. Ekki fari mikið pláss í flugmennina í fragtvél- unum. Svo þurfi ákveðið eftirlit á jörðu niðri, ef vél er fjarstýrt það- an. Hann segist ekki heyra á starfsfélögum sínum í fluginu að þetta sé ofar- lega á baugi í umræðunni. Aðr- ir hlutir standi mönnum nær. Hann efast um að mannlausar flutningavélar verði reknar í náinni framtíð, ef nokkurn tímann. „Það er mikils virði fyrir öll flug- félög að hafa góða flugmenn. Ice- landair Group er heppið að hafa góða flugmenn. Ég get ekki hugs- að mér tilveruna án þeirra,“ segir Gunnar. Góðir flugmenn mikils virði EKKI OFARLEGA Á BAUGI HJÁ FLUGFÉLÖGUM Gunnar Már Sigurfinnsson Fiskur Kostnaður á hvert tonn verð- ur lægri með mannlausum vélum. Ásgeir Pálsson Fitulítil og próteinrík . . . …og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.