Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 75
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Inga Dröfn.
Amma átti alltaf heima í Eyvík,
þótt hún hafi stundum búið í
Hjallabrekku, við Fjölnisveg eða í
Gullsmára. Hana dreymdi aldrei
annað heimili en litla húsið með
stóru fjölskyldunni. Það var
mannmargt á heimilinu þegar
amma ólst upp, yngst sex systk-
ina. Á þeim árum þurfti að hafa
fyrir lífinu. Saltfiskur var verkað-
ur á stakkstæði á túninu, kýrin
stóð í fjósi, hænur og hani. Mjólk
og egg voru seld. Langafi mölvaði
grjót með sleggju til að selja í
púkk í höfnina, þá sjaldan hann
var í landi.
Amma var sagnakona. Sögu-
svið hennar var Grímsstaðaholtið
og hverfðist um lífið í Eyvík við
Arnargötu. Persónur og leikend-
ur voru fjölskyldan, ættingjar, ná-
grannar og alls óskylt fólk sem
stundum flæktist í söguna. Þaðan
spratt endalaus sjóður sagna.
Sögur af gleði og sorgum. Sögur
af útsjónarsemi, nýtni og eljusemi
þeirra sem höfðu úr litlu að moða
en gerðu mikið úr því. Frásögnin
fylgdi alltaf því góða boðorði að
hafa skuli það sem betur hljómar.
Fólki sem var látið fyrir okkar
tíð, líkt og Sigríði Eiríks, Ingu
töntu, Dóra gamla í Bænum,
Hallinkjömmu og mörgum fleir-
um, kynntumst við barnabörnin í
gegnum frásagnir af Holtinu.
Krakkarnir úr braggahverfinu og
grásleppukarlarnir í Grímsstaða-
vörinni komu líka við sögu. Afi og
börnin þrjú, pjattrófan, grallarinn
og matgæðingurinn ásamt kettin-
um Gullbrandi voru þó jafnan í
miðju atburðanna. Amma var af-
burða vel lesin og átti orð fyrir
hvern hlut og hverja hugsun. Það
kryddaði sögurnar.
Amma var ekki einhöm til
verka. Hún tók inn á heimilið
bæði vegalaus lítil börn og háöldr-
uð gamalmenni sem vantaði
samastað í stutta stund.
Hún sat í stjórn kvenfélags
Kópavogs árum saman, tók þátt í
að skipuleggja húsmæðraorlof og
var óþreytandi í störfum fyrir
mæðrastyrksnefnd Kópavogs.
Hún starfaði sem sjálfboðaliði á
Sólheimum í Grímsnesi og vist-
menn þaðan voru heimagangar
hjá henni áratugum síðar.
Amma var baráttukona. Hún
gekk með fána á Austurvöll til að
berjast fyrir jafnari kjörum í
landinu. Hún sótti sér menntun til
Danmerkur og var í framvarða-
sveit þeirra sem kröfðust aukinna
réttinda þeirra sem stunduðu iðn-
nám í hennar grein.
Allt var þetta þó í hjáverkum. Í
fyrsta sæti var alltaf að búa hlý-
legt og fallegt heimili fyrir fjöl-
skylduna, þar sem allir voru vel-
komnir og áttu athvarf ef á þurfti
að halda. Því hún amma ræktaði
garðinn sinn, í öllum skilningi.
Frændgarðinum sinnti hún vel og
hjá henni áttu allir vísan beina og
gistingu. Garðyrkja með mold og
blómum var hennar yndi. Blóma-
húsið í Hjallabrekku var griða-
staður og í garðinum ræktaði hún
rabarbara sem var soðinn í
grauta, myntu í te, rifsber í sultu
og jarðarber til hátíðarbrigða.
Amma hafði ráð undir rifi hverju
og kunni lausnir allra mála. Henn-
ar frægasta húsráð er sennilega
Geirlaugaráburðurinn, sem var
svo magnaður að hann læknaði
liðagigt, linaði bakverki og var
óviðjafnanlegur til að bóna hús-
gögn, einkum úr harðviði.
Nú er komið að næsta kafla
sögunnar. Yfir móðuna miklu.
Ömmu verður ekki orðs vant að
segja þá sögu. Það verður mikið
hlegið, með blik í augum.
Erlendur Svavarsson.
MINNINGAR 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Fleiri minningargreinar
um Ingu Hallveigu Jósdótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Fleiri minningargreinar
um Stefán Gunnlaugsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Stefán fæddist íHafnarfirði 16.
desember 1925 og
bjó þar stærstan
hluta ævi sinnar.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði 23.
mars 2016.
Foreldrar hans
voru Gunnlaugur
Stefán Stefánsson
kaupmaður, f. 17.
nóvember 1892, d.
22. ágúst 1985, og kona hans,
Snjólaug Guðrún Árnadóttir hús-
freyja, f. 7. mars 1898, d. 30. des-
ember 1975. Systkini hans voru
Árni lögmaður og Sigurlaug.
Stefán lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborg 1942, verslunarprófi
frá VÍ 1945, prófi frá City of
London College 1947 og dipl. PA-
prófi frá University College í Ex-
eter á Englandi 1949.
Stefán var starfsmaður Út-
vegsbankans 1945-46, fulltrúi í
Tryggingastofnun ríkisins 1949-
54, bæjarstjóri í Hafnarfirði 1954-
62, fulltrúi í viðskiptaráðuneytinu
1962-63, deildarstjóri útflutnings-
deildar 1963-82, alþingismaður
1971-74, viðskiptafulltrúi við
dómritara. Börn þeirra eru: a)
Snjólaug Guðrún, uppeldisfræð-
ingur, f. 25.5. 1951, d. 21.4. 2004,
hún var gift Dan Gunnari Hans-
syni, f. 10.6. 1952, d. 20.8. 1999, og
eru dætur þeirra Brynja Dan, f.
25.8. 1985, og Líney Dan, f. 12.11.
1987. b) Gunnlaugur Stefán,
prestur og fyrrv. alþingismaður, f.
17.5. 1952, kvæntur Sjöfn Jóhann-
esdóttur, f. 2.10. 1953, og sonur
þeirra er Stefán Már, f. 25.5. 1973.
c) Guðmundur Árni, sendiherra
og fyrrv. alþingismaður og bæj-
arstjóri, f. 31.10. 1955, kvæntur
Jónu Dóru Karlsdóttur, f. 1.1.
1956, og eru börn þeirra: Fannar
Karl, f. 14.12. 1976, d. 16.2. 1985,
Brynjar Freyr, f. 14.3. 1980, d.
16.2. 1985, Margrét Hildur, f.
12.11. 1981, Heimir Snær, f. 13.6.
1984, Fannar Freyr, f. 24.5. 1986,
og Brynjar Ásgeir, f. 22.6. 1992. d)
Ásgeir Gunnar, flugstjóri, f. 11.11.
1969, kvæntur Sigrúnu Björgu
Ingvadóttur, f. 27.11. 1971. Börn
þeirra eru Arnar Freyr, f. 12.4.
2002, og Andri Steinn, f. 2.11.
2007. Barnabarnabörn Stefáns
eru 15 talsins. Stefán lét sig
stjórnmál varða alla ævi og var
virkur á þeim vettvangi. Var með-
al annars í forystu Alþýðuflokks-
ins í Hafnarfirði og einnig á
landsvísu um árabil.
Útför Stefáns fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 31.
mars 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
sendiráð Íslands í
London 1982-87,
deildarstjóri út-
flutningsskrifstofu
utanríkisráðuneyt-
isins og síðar skrif-
stofustjóri 1987-91.
Stefán var formað-
ur FUJ í Hafnarfirði
1949-51, bæjarfull-
trúi í Hafnarfirði
1950-54 og 1970-74,
forseti bæjar-
stjórnar 1970-74, sat í miðstjórn
Alþýðuflokksins 1950-60, í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
1954-63, í stjórn Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar 1960-66 og 1970-71 og
sat á allsherjarþingi SÞ 1972.
Sonur Stefáns og Gróu Finns-
dóttur er Finnur Torfi, f. 20.
mars 1947, tónskáld, lögmaður
og fyrrv. alþm., kvæntur Stein-
unni Jóhannsdóttur. Eru börn
Finns: Gróa Margrét, f. 7.1. 1966,
Fróði, f .12.6. 1975, d. 30.9. 1994,
Herdís Steinunn, f. 22.9. 1992,
Halldóra Líney, f. 6.5. 1999. Fóst-
ursonur, Jens, f. 2.7. 1970.
Stefán kvæntist 9. apríl 1949
Margréti Guðmundsdóttur, f.
18.7. 1927, d. 13.3. 2013, fyrrv.
Nú ertu farinn elsku afi, nokkuð
sáttur að við höldum. Allar góðu
bílferðirnar okkar hafa yljað síð-
ustu daga. Þær voru alltaf
skemmtilegar bílferðirnar og verk-
efnin sem við fórum í, skemmtileg
skref úr veröld okkar yngri inn í
veruleika þeirra eldri. Þar giltu dá-
lítið aðrar reglur, maður hlustaði
vel, hlýddi skipunum, gerði litlar
tilraunir til að rugga bátnum, það
var aðeins einn skipstjóri í þessum
ferðum. En eitt var öruggt; alltaf
var maður fróðari um ólíkar hliðar
lífsins eftir þessar ferðir, skipti
engu þótt erindið væri læknisheim-
sókn eða ferð á kjörstað.
Á þessum ferðum var gaman að
finna hve margir þekktu afa og
gáfu sig á tal við hann. Maður gat
vel séð að þessi maður hafði farið
víða um ævina, látið sig margt
varða og framkvæmt ennþá meira.
Fólk tók mark á þessum manni og
hann var svo sannarlega óspar á
að leggja mönnum lífsreglurnar,
skipti þá stétt eða staða litlu máli.
Afi var svo sannarlega stoltur af
fjölskyldunni sinni. Hann sýndi
það ekkert endilega mjög vel, var
betri í að leyfa okkur að finna það
með öðrum hætti, t.d. með því að
auglýsa nýjustu fréttir um allan
bæ. Þá skipti ekki máli hvort um
var að ræða fótbolta, barneignir,
vinnu eða önnur hversdagsafrek.
Við lærðum svo sannarlega ým-
islegt af þér. Takk fyrir allt, elsku
afi Stefán.
Heimir Snær og Fannar Freyr.
Elsku afi, þá ertu kominn aftur
til ömmu og hún líklega byrjuð að
tuða aftur yfir því að þú keyrir of
hægt. Hún sagði alltaf að þú fengir
líklega stöðumælasekt fyrir að
keyra svona hægt. Ætli það hafi
samt ekki bara verið vegna þess að
þú varst með dýrmætan farangur,
að skutla okkur barnabörnunum í
skólann á flotta Dihatsu-inum sem
okkur fannst eins og forsetabíll.
Það var svo fallegt að fylgjast með
því hvað þið amma hugsuðuð vel
hvort um annað síðustu árin á
Hrafnistu og ég veit það eitt fyrir
víst að amma, mamma, pabbi og
elsku frændur mínir taka öll vel á
móti þér. Við Máni Snær bætum
svo við einum fingurkossi sem við
sendum upp til himna fyrir hvern
engil og hverja stjörnu á hverju
kvöldi áður en við förum að sofa.
Sofðu rótt, afi minn, og skilaðu
kveðju.
Brynja Dan og Máni Snær.
Ég verð að gera þá játningu að
þegar ég lagðist til svefns kvöldið
sem frændi minn, Guðmundur
Árni, tilkynnti mér andlát föður
síns fylltist ég tómleika. Eftir frá-
fall pabba, sem lést nýlega, var
Stefán bróðir hans einn eftirlifandi
af stórfjölskyldunni á Austurgötu
25. Þegar ég greindi móður minni
frá fráfalli frænda míns var henni
brugðið. Á hana kom depurðar-
svipur sem ég hef ekki séð áður.
Bæði vorum við slegin.
Ég man greinilega eftir því hve-
nær ég fór fyrst að fylgjast grannt
með Stefáni frænda. Hann færði
mér, þá litlum hnokka, fána knatt-
spyrnufélagsins Chelsea. Var mik-
ill fótboltastrákur þá. Eftir það
sagði pabbi: „Þér er skylt að halda
með Chelsea.“ Í mörg ár minnti
pabbi mig á að horfa á Chelsea í
sjónvarpinu. Það væri félagið sem
ég ætti að halda með.
Stefán treysti pabba fyrir mik-
ilvægum einkahögum sínum þegar
árin færðust yfir þá báða enda
pabbi góður til heilsu langt fram
eftir aldri. Samband þeirra var
mjög náið alla tíð. Efldist þó til
muna er halla fór undan hjá pabba
vegna veikinda hans fyrir fjórum
árum. Samtölin í síma urðu æ
fleiri. Fyrsta umræðuefnið var, að
frumkvæði Stefáns, hrakandi
heilsa föður míns, síðan landsmál-
in og þá langoftast þeir afleitu
stjórnarhættir hafnfirskra bæjar-
yfirvalda að láta enduruppbygg-
ingu St. Jósefsspítala lönd og leið á
meðan þeir lifðu og ekki síður hvað
framtíðarkynslóða biði hvað varð-
ar heilbrigðisþjónustu í bænum
þeirra Hafnarfirði. Já, þeim var
báðum annt um bæinn sinn og
sýndu það í verki á meðan þeir
voru þar við stjórnvölinn.
Þá fannst þeim á köflum tómrar
vitleysu gæta í landsmálapólitík-
inni og var oft mikið niðri fyrir í
þeirri umræðu. Gleymum ei að
Stefán var um tíma þingmaður og
þekkti því vel til á þeim vettvangi
eins og Guðmundur Árni sonur
hans og fyrrverandi þingmaður,
ráðherra og bæjarstjóri í Hafnar-
firði.
Pabbi fór reglulega að heim-
sækja Stefán á Hrafnistu á meðan
heilsan leyfði. Stundum, en of
sjaldan, fór ég með. Pabbi færði
honum lesefni úr pólitíkinni, hugð-
arefni þeirra beggja. Báðir hófu
þeir ævi sína í mikilli nálægð hvor
við annan og enduðu hana með
sama hætti en aðeins nokkur her-
bergi skildu þá að á sömu hæð á
Hrafnistu, hvar báðir luku ævi-
dögum sínum þótt pabbi hefði kos-
ið að kveðja á heimili sínu að Öldu-
slóð. Já, vegir Guðs eru
órannsakanlegir.
Þótt ekki hafi hátt farið var
Stefán frændi um tíma gjaldkeri
hjá Dýraverndunarfélagi Hafn-
firðinga. Að gefa kost á kröftum
sínum í þágu dýraverndar lýsir
mannkostum hans vel.
Takk fyrir að hafa verið til, kæri
frændi, sem ert nú umvafinn ást
og kærleik af allt öðrum toga en
við lifum á jarðvistartímum. Ég
veit að þér líður betur núna en hin
síðari ár og mun biðja sérstaklega
fyrir sálum ykkar sexmenning-
anna sem kvatt hafa og annarra
sem ykkur tengjast og horfnir eru
til skapara síns. Fyrir dóttur ykk-
ar Snjólaugu, og fráföllnum börn-
um Guðmundar Árna og Jónu
Dóru, og syni Finns Torfa og
Eddu, Fróða, auk Margrétar eig-
inkonu Stefáns. Megi góður Guð
hlúa að eftirlifandi afkomendum
Stefáns á þessari sorgarstund.
Árni Stefán Árnason.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Með hjartans þökkum fyrir 40
ára samfylgd.
Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Jóna Dóra Karlsdóttir.
Það var eftirminnilegt að koma
inn í viðskiptaráðuneytið sem ráð-
herra haustið 1978. Ráðuneytis-
stjórinn, sem hafði verið þar í 30
ár, var fjarverandi og náði ekki að
taka á móti mér. Þórhallur Ás-
geirsson hét hann, nú allur fyrir
nokkrum árum; nákvæmur emb-
ættismaður og hreinskiptinn ráðu-
neytisstjóri. Á móti mér tók Björg-
vin Guðmundsson, vararáðu-
neytisstjóri og borgarfulltrúi
Alþýðuflokksins. Hinn sem tók á
móti mér var Atli Freyr Guð-
mundsson, stórvinur minn um
langa tíð eftir þessi kynni. Þegar
kom fram á ganginn að heilsa upp
á mannskapinn mætti mér Stefán
Gunnlaugsson; hann hafði verið
bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins og
bæjarstjóri í Hafnarfirði. Þegar
lengra kom inn á ganginn í Arn-
arhváli var þar Jón Skaftason ný-
hættur að vera þingmaður Fram-
sóknarflokksins. Sérkennilegt
fannst mér þetta umhverfi og ég
skrifaði öll embættisbréf sjálfur og
las tortrygginn og samviskusam-
lega allt sem þau sendu inn á ráð-
herraborðið. Og þau voru kannski
ekkert sérstaklega ánægð með að
fá mig í ráðuneytið. Svo breyttist
þetta og þau treystu mér og ég
þeim. Það átti við um Stefán Gunn-
laugsson sem fór svo utan sem við-
skiptafulltrúi en þá heyrðu öll ut-
anríkisviðskipti undir
viðskiptaráðherrann. Við Stefán
fundum nefnilega fljótlega taug
sem við áttum hvor í öðrum. Hann
hafði stundum glettið og ögn
skelmislegt bros og við fórum að
tala um pólitík. Við vorum sam-
ferða fannst mér þótt Hafnarfjarð-
arkratar eins og hann var væru
ekki hátt skrifaðir hjá mínum lík-
um. Viðhorf okkar til lífsbaráttu
alþýðunnar voru lík; viðhorfin til
sjálfstæðismálanna ólík. En við
tengdumst og heilsuðumst ævin-
lega kumpánlega eftir þessi miss-
eri í viðskiptaráðuneytinu. Svo
kynntist ég strákunum hans og
Guðrún og Snjólaug urðu nánar
vinkonur. Það voru allt góð kynni.
Síðustu mánuðina hittumst við
stundum á göngunum á Hrafnistu
í Hafnarfirði; ég að heimsækja
mömmu mína, hann heimilismaður
á Hrafnistu. Brosið var enn á sín-
um stað þegar við hittumst; ellin
hafði vitjað hans en samt: Taugin
sem við fundum hvor í öðrum tók
viðbragð á ný.
Niðjum Stefáns og fjölskyldum
þeirra sendum við Guðrún með
þessum fáu línum samúðarkveðjur.
Svavar Gestsson.
„Þú þarft að kynnast strákun-
um mínum.“ – Þetta var upphafið
að fyrsta samtali mínu við Stefán
Gunnlaugsson, þegar við hittumst
fyrst í Alþýðuflokknum. Seinna
urðum við kunningjar og loks vin-
ir, og hringdumst á fram á síðustu
misseri. Þegar ég var felldur sem
formaður í Samfylkingunni fyrir
að ná ekki nema 32% í þingkosn-
ingum lagði hann fast að mér að
hætta ekki í stjórnmálum. „Þú átt
eftir að rísa“ – við áttum oft eftir
að rifja þetta samtal upp.
Ég átti sannarlega eftir að
kynnast „strákunum“ hans. Guð-
mundur Árni, síðar alþingismaður
og ráðherra, hafði þá nýlega komið
eins og stormsveipur inn í hafn-
firsk stjórnmál, og var orðinn bæj-
arstjóri. Séra Gunnlaugur var að
undirbúa endurkomu sína á Al-
þingi, og hafði áður ásamt bróður
sínum, Finni Torfa, verið partur af
stórsigri Alþýðuflokksins 1978.
Það gladdi Stefán einlæglega að
milli mín og sonanna bundust
tryggðabönd, sem aldrei hafa
rofnað.
Fyrir utan að vera pólitískur
ættarhöfðingi var Stefán sjálfur
pólitískt stórveldi í Hafnarfirði.
Hann var bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins, forseti bæjarstjórnar og
bæjarstjóri í næstum áratug. Loks
varð hann alþingismaður 1971-74.
Í áratug sat hann í miðstjórn Al-
þýðuflokksins og gegndi fjölmörg-
um trúnaðarstörfum. Á öllum
þessum póstum gat hann sér orð
fyrir lipurð og lagni, þar sem ætt-
arfylgja þeirra stefánunga, per-
sónuleg hlýja og heilindi, skar á öll
flokksbönd.
Það var skemmtilegt að hitta
gamla bæjarstjórann á jaðri stór-
funda, eða kaffihúsum. Hann bjó
yfir ríkri frásagnargáfu og mergj-
uðum frásögnum úr pólitískri for-
tíð. Stefán þekkti öll gömlu fall-
stykkin úr Alþýðuflokknum og lék
suma listilega.
Einu sinni varð Emil Jónsson
reiður á fundi, barði í borðið svo
öskubakkinn með pípunni tókst á
loft og hentist út á gólf. Þá sagði
Stefán að menn hefðu orðið hrædd-
ir og hætt að rífa kjaft. Hann
þekkti líka Stefán Jóhann og Guð-
mund Í., sem stóðu í mestu stappi
við kommana og gat lýst upp bak-
sviðið á fólkorrustum þeirra meðan
kalda stríðið stóð yfir. „Ég var
samt alltaf vinstri krati,“ bætti
hann svo við með áherslu. Sama
gilti um „strákana“ hans.
Í kjölfar seinni heimsstyrjaldar-
innar fór hann eins og svo margir
ungir Íslendingar til náms og lærði
fræði tengd verslun og stjórnun í
Bretlandi fyrir 1950. Það varð Ís-
lendingum notadrjúgt þegar hann
síðar á ævinni kom að mikilvægum
samningum á sviði utanríkisvið-
skipta meðan hann starfaði hjá við-
skipta- og síðar utanríkisráðuneyt-
inu. Þar nutu menn pólitískra
hygginda hans og reynslu.
Stefán Gunnlaugsson var eðal-
krati í merg og bein, sem aldrei
hvikaði frá stuðningi sínum við Al-
þýðuflokkinn og Samfylkinguna. Í
honum og fjölskyldu hans spegl-
aðist það besta í jafnaðarstefn-
unni, heilindi, drengskapur og
linnulaus barátta fyrir félagsleg-
um jöfnuði.
Að leiðarlokum þakka ég hon-
um góða vináttu og bið Guð að
blessa minningu góðs jafnaðar-
manns.
Össur Skarphéðinsson,
alþingismaður.
„Menn verða að standa sína
plikt“ voru orð sem Stefán Gunn-
laugsson lét gjarnan falla ef hon-
um fannst eitthvað upp á vanta að
menn stæðu í báða fætur í lífi og
starfi, orð sem gátu einnig verið
hvatning til þess að menn stæðu
við orð sín og gjörðir.
Þótt Stefán hafi lifað og hrærst í
félags- og stjórnmálum stóran
hluta ævi sinnar, var hann fremur
maður athafna en innantómra
orða, skarpgreindur, hraður og
glöggur á menn og málefni. Þau
átta ár sem hann gegndi starfi bæj-
arstjóra í Hafnarfirði voru stigin
stór og myndarleg skref til fram-
fara í þeim fagra bæ. Síðar átti
hann eftir að lenda í hringiðu op-
inberrar stjórnsýslu sem mér er til
efs að hann hafi haft sérstaka
ánægju af, sökum þess hversu
hægfara hún er á stundum, án þess
þó ég viti það gjörla. Þessa ályktun
mína byggi ég á kynnum mínum af
honum, fasi og festu; hann vildi sjá
framfarir, vildi að verkin töluðu.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að kynnast Stefáni og
Margréti konu hans ungur að ár-
um í gegnum syni þeirra, Gunn-
laug og Guðmund Árna, menn sem
hafa verið mínir bestu vinir og
bræður allt til þessa dags. Ég átt-
aði mig fljótlega á því hversu
skemmtilega ólík þessi góðu hjón
voru, bæði gædd miklum mann-
kostum og vógu hvort annað upp á
sinn sérstaka hátt. En umfram allt
voru þau svo innilega samstiga í
því að taka öllu meðlæti og mótlæti
sem að garði þeirra bar af æðru-
leysi. Það komst enginn hjá því að
fylgjast með þeim hlúa að sonum
sínum og fjölskyldu allri þegar
tveir ungir drengir Guðmundar
Árna og konu hans, Jónu Dóru,
fórust í eldsvoða í Arnarhrauni,
sem var einhver mesta mannraun
sem yfir þessa fjölskyldu og
marga, marga fleiri, hefur gengið.
Stefán Gunnlaugsson var afar
sérstæður maður á svo marga
lund. Hann var á einhvern hátt
gæddur þeim hæfileika að verða
jafnvel betur metinn fyrir að segja
satt, segja nei framan í fólk sem
leitaði samþykkis. Hann valdi
fremur það harða og sanna en hið
mjúka og óraunsæja. Fæstir komu
hins vegar auga á „loftorðu“ hans
og aðalsmerki, sem var það að
hjarta hans sló ævinlega með dug-
andi fólki sem samt átti á brattann
að sækja
Stundum leit ég við hjá Stefáni
þegar ég átti leið á Hrafnistu í
Hafnarfirði til að heimsækja móður
mína sem þar er til húsa. Síðast fyr-
ir þremur mánuðum eða svo. Þá
var þessi öðlingur orðinn býsna
umkomulaus í elli sinni. En hann
gaf sér það ekki eftir að brosa,
fagna mér með nafni, rísa upp við
dogg, helst á fætur eins og hann
sýnilega ætlaði sér, til að bjóða mig
velkominn og í sæti. Rausnina
vantaði ekki, en elli kerling hafði
séð um að svipta hann „eligansin-
um“, sem annars var svo ríkur
þáttur í fari hans þegar fagna
skyldi gestum, háum eða lágum.
Viljinn var fyrir hendi, en getan
ekki.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Stefáni allt það góða, trausta og
ærlega veganesti, sem hann á sinn
hátt, og þau hjón bæði, væddu og
vopnuðu mig með í gegnum syni
sína tvo, sem áður er getið.
Guð blessi minningu Stefáns og
alla þá sem honum voru kærir.
Önundur S. Björnsson,
Breiðabólstað.
Stefán
Gunnlaugsson