Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Movie Star hvíldarstóll
Verð 433.000,-
Ungur fálki gerði sig heimakominn
um borð í Gullver NS á föstudaginn
langa en þá var skipið að veiðum á
Hvalbakshallinu um 50 mílur frá
landi. Þegar skipverjar urðu varir við
fuglinn var hann að gæða sér á gull-
laxi. Á vef Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað kemur fram að Ólafur K.
Nielsen fuglafræðingur hafi fengið
myndir af fuglinum og telji hann að
hér sé um Grænlandsfálka að ræða
sem einhverra hluta vegna hafi
ferðast frá sínum hefðbundnu heima-
slóðum.
Að kvöldi föstudagsins var fuglinn
frammi í stafni skipsins og hímdi þar.
Einn Gullversmanna gekk aftan að
honum og tók hann upp. Í fyrstu
sýndi fálkinn dálítinn mótþróa en
fljótlega róaðist hann. Útbúinn var
kassi sem hann hafðist við í þar til í
land var komið og þá fékk hann
gæðaþorsk að éta. Haft var samband
við Náttúrustofu Austurlands og
skoðaði fulltrúi hennar fuglinn á Eg-
ilsstöðum og var hann merktur.
Að því loknu var fálkanum sleppt
og virtist hann vera í besta formi þeg-
ar hann flaug á brott, segir á svn.is.
Fram kemur í grein um fálka á Vís-
indavefnum að á Grænlandi verpir
deilitegundin Falco rusticolus candic-
ans sem er hvít á lit og kallast ýmist
Grænlandsfálki, snæfálki eða hvít-
fálki. Grænlandsfálki er alfriðaður á
Grænlandi. Fálkinn verpir á íslausum
svæðum við ströndina allt frá norður-
strönd Grænlands suður til Hvarfs.
Grænlandsfálki flækist oft hingað til
lands og vekur þá mikla athygli.
Grænlandsfálki
um borð í Gullver
Langt frá hefðbundnum heimaslóðum
Ljósmynd/Gunnlaugur Hafsteinsson
Um borð Fálkinn fékk þorsk og var
sprækur þegar honum var sleppt.
SVIÐSLJÓS
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Það er vissulega talsverður starfi
framundan að koma nýrri stofnun á
laggirnar svo vel takist,“ segir Sig-
urður Guðjónsson, en á morgun
tekur hann við sem forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, rannsókna- og
ráðgjafastofnunar hafs og vatna.
Formlega tekur þessi nýja stofnun
til starfa 1. júlí við sameiningu Haf-
rannsóknastofnunar og Veiði-
málastofnunar, en Sigurður hefur
verið forstjóri síðarnefndu stofn-
unarinnar frá árinu 1997.
Sigurður segir að í lögum um
nýju stofnunina sé gert ráð fyrir að
allir starfsmenn fái starf hjá nýrri
stofnun. Eðlilega verði breytingar á
skipulagi við sameiningu stofnana
og vinna þurfi nýtt skipurit fyrir
nýja stofnun. Sigurður segist ætla
sér að vinna að því verkefni með
starfsfólki stofnananna á næstu
þremur mánuðum.
Stækkun möguleg á
húsnæði við Skúlagötu
Um húsnæðismálin segir Sigurð-
ur að það sé vilji sjávarútvegs- og
nýsköpunarráðuneytis að sameinuð
stofnun verði í húsnæði Hafrann-
sóknastofnunar við Skúlagötu.
Framundan sé að kanna hvort það
gangi upp og hvort þar sé nægilegt
pláss. Þá sé mögulegt að stækka
húsnæðið við Skúlagötu með því að
byggja ofan á bakhúsið. Það sé
fjórar hæðir, en aðalbyggingin sex
hæðir. Sigurður segir að vissulega
taki það nokkurn tíma, en það eigi
að geta gengið tiltölulega hratt.
Auk þess þarfnist þakið á þeirri
byggingu viðgerðar þannig að
hvort eð er þurfi að fara í fram-
kvæmdir.
Veiðimálastofnun er til húsa í
Keldnaholti í leiguhúsnæði, sem er
í eigu Fasteigna ríkissjóðs. Hægt
sé að segja leigusamningi þar upp
með hálfs árs fyrirvara.
Sex manns sóttu um starf for-
stjóra Hafrannsóknastofnunar,
rannsókna- og ráðgjafastofnunar
hafs og vatna. Þriggja manna ráð-
gjafanefnd mat tvo umsækjendur
mjög vel hæfa. Samkvæmt upplýs-
ingum blaðsins voru það Sigurður
og Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri
á nytjastofnasviði Hafrann-
sóknastofnunar.
Aflamark í sjónum,
sóknarstýring í ferskvatni
Sigurður lauk prófi í líffræði frá
Háskóla Íslands árið 1980, MSc-
prófi frá Dalhousie-háskólanum í
Halifax 1983 og doktorsprófi í fiski-
fræði frá Oregon State University.
Rannsóknir Sigurðar hafa síðustu
áratugina að miklu leyti beinst að
laxi og lífsháttum hans, en eigi að
síður hefur hann tengst Hafrann-
sóknastofnun:
„Ég er einn af örfáum starfs-
mönnum Veiðimálastofnunar, sem
hafa unnið á Hafrannsóknastofn-
un,“ segir Sigurður. „Í gamla daga
starfaði ég þar í rúmt ár þegar ég
lauk námi í líffræði. Þá hafa rann-
sóknir mínar snúist talsvert mikið
um laxinn meðan hann dvelur í
sjónum og uppsjávarvist hans. Að
því verkefni hef ég unnið meðal
annars með góðu fólki á Hafró.
Það gefur þó augaleið að það er
önnur stýring á fiskinum í sjónum
heldur en í ánum. Í ferskvatni er
sóknarstýring, en aflamark á flest-
um tegundum í sjónum. Ég tek
hins vegar við góðu búi og ég held
það sé orðið almennt viðurkennt að
þurfi að stýra veiðum. Vonandi
verður veiðiráðgjöfin sem er vænt-
anleg í byrjun júní jákvæð eins og
verið hefur síðustu ár,“ segir Sig-
urður.
Hann bætir því við að Veiðimála-
stofnun hafi verið með ráðgjöf til
veiðifélaga, sem þurfi að leggja
fram nýtingaráætlun um hvernig
þau ætli að haga veiðum. Um þær
áætlanir hefur stofnunin komið
með ráðgjöf til Fiskistofu.
Um 20 manns starfa hjá Veiði-
málastofnun, en milli 150 og 160 á
Hafrannsóknastofnun að áhöfnum
rannsóknaskipanna meðtöldum.
Velta Veiðimálastofnunar hefur
verið um 10% af veltu Haf-
rannsóknastofnunar.
Ekkert annað í spilunum
en að vera bjartsýnn
Fyrr í vetur er sameiningin var
til umræðu á Alþingi heyrðust þær
raddir að í sameiningunni fælist yf-
irtaka stærri stofnunarinnar á
þeirri minni. Sigurður segir að eðli-
lega hafi ákveðinn ótti verið í
starfsfólki Veiðimálastofnunar sem
sé miklu minni stofnun. Ef slíkar
raddir hafi verið uppi sé vonandi
komið annað hljóð í strokkinn
núna.
„Það er ekkert annað í spilunum
en að vera bjartsýnn og horfa já-
kvætt á þessa sameiningu. Við
byggjum á góðum grunni og mun-
um reyna að gera gott starf enn
betra,“ segir Sigurður.
Reynum að gera gott starf enn betra
Tekur við sem forstjóri Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna
Breytingar verða á skipulagi við sameiningu stofnana og unnið að nýju skipuriti næstu mánuði
Nýr vettvangur Sigurður Guðjónsson hefur í dag störf sem forstjóri nýrrar stofnunar sem tekur til starfa 1. júlí.
Starfsemi Veiðimálastofnunar má rekja aftur til ársins 1946, en það ár
var Þór Guðjónsson skipaður í nýtt embætti veiðimálastjóra, samkvæmt
ákvæði í lögum frá 1932. Fyrsta aldarfjórðunginn var starfslið veiði-
málastjóra fámennt, einn til tveir starfsmenn auk veiðimálastjóra. Á átt-
unda áratugnum fjölgaði starfsfólki embættisins.
Hafrannsóknastofnun var komið á fót með lögum 1965. Upphaf haf-
rannsókna við Ísland má þó rekja til síðari hluta 19. aldar er Danir hófu
sjórannsóknir við landið. Kerfisbundnar haf- og fiskirannsóknir Íslend-
inga hófust hins vegar með frumkvöðlastarfi Bjarna Sæmundssonar í
upphafi 20. aldar. Árið 1931 hófust fiskirannsóknir á vegum Fiskifélags
Íslands og veitti Árni Friðriksson þeirri starfsemi forstöðu. 1937 var
Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans stofnuð og varð Árni fyrsti for-
stöðumaður. Jóhann Sigurjónsson hefur verið forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar frá 1998.
Bæði Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun reka útibú á lands-
byggðinni.
Ný stofnun á gömlum merg
HAFRANNSÓKNIR VIÐ LANDIÐ FRÁ SÍÐARI HLUTA 19. ALDAR