Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
BAKSVIÐ
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Sjálfsvígum fólks á aldursbilinu 60 til
80 ára og eldri á Íslandi fjölgaði á ár-
unum 2013 og 2014 ef borið er saman
við fyrri ár. Árið 2013 voru þau 15
talsins í fyrrgreindum aldurshóp og
13 árið 2013, samkvæmt tölum frá
Embætti landlæknis. Sjálfsvíg í
þessum aldurshóp, 60 til 80 ára og
eldri, hafa að meðaltali verið undir
tugnum frá 1996. Árið 2013 tóku þrír
eigið líf sem voru
eldri en 80 ára og
árið 2014 voru
það fjórir. Aldrei
hafa fleiri í þess-
um aldurshópi
fallið fyrir eigin
hendi en árið 2014
ef miðað er við
tölur frá árinu
1996. Á 16 ára
tímabili, frá árun-
um 1996 til 2012,
féllu 12 fyrir eigin hendi sem voru 80
ára eða eldri, 11 karlar og ein kona.
Þarf að fylgjast vel með
„Það eru vísbendingar um að
sjálfsvígum eldri borgara hafi fjölgað.
Þegar rýnt er í þessar tölur þá líta
síðustu tvö ár ekki vel út og það vekur
ugg. Ef þessi þróun heldur áfram
næstu tvö árin er þetta virkilega eitt-
hvað sem þarf að fylgjast með því
þetta getur verið mælikvarði á heilsu
og hag aldraðra. Þetta gætu verið
merki um að við sinnum ekki ein-
hverju gagnvart þessum hópi jafn vel
og áður,“ segir Sigurður Páll Pálsson,
geðlæknir á Landspítala.
Hann segir tölurnar jafnframt
vekja margar spurningar. Sigurður
tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé
búið að staðla þessar tölur, þ.e.a.s. líta
á þær með tilliti til fólksfjölgunar og
fjölgunar eldri borgara, sé hægt að
fullyrða að sjálfsvígum í þessum hópi
hafi fjölgað.
Efnahagsleg staða og félagsleg
tengsl og stuðningur eldri borgara
eru þættir sem þarf að rýna í þegar
sjálfsvíg eru skoðuð. Sigurður veltir
upp ýmsum ástæðum sem gætu vald-
ið þessari fjölgun. Hann bendir á að
því fylgja margir áhættuþættir að
vera aldraður, eins og t.d. einangrun,
einmanaleiki, missir hlutverks og
vina. Þá hefur ýmislegt breyst í
neyslumynstri eldri borgara, t.d. hef-
ur áfengisneysla eldri borgara aukist
sem gæti hugsanlega haft áhrif.
„Hvort þetta er sveifla sem á eftir
að eyðast kemur í ljós en sveiflur í
sjálfsvígum hafa alltaf einkennt Ís-
land. Það kemur til af því að sjálfsvíg
eru blessunarlega fátíður atburður á
Íslandi, sérstaklega miðað við önnur
lönd, og þá gerir eitt til tvö sjálfsvíg
ansi mikið á hver 100 hundrað þúsund
í fámennu landi,“ segir Sigurður.
Hann bendir jafnframt á að sjálfsvíg
eldri borgara séu mun algengari í öðr-
um löndum og því hafi jafnvel verið
búist við að sjálfsvígum í þessum ald-
urshópi myndi fjölga hér á landi. „En
það hefur ekki gerst enn; nema við
túlkum þessa niðurstöðu á þann
hátt.“
Aldraðir eru einnig sá hópur þar
sem líklegt er að sjálfsvíg séu van-
skráð. Þetta getur m.a. tengst lyfj-
um en fólk á þessum aldri tekur inn
alls kyns lyf því sjúkdómar verða al-
gengari með aldrinum og því eykst
lyfjanotkunin. Sá möguleiki er alltaf
fyrir hendi að fólk taki meðvitað
„óvart“ inn of mikið af lyfjum eða
vanræki að taka einhver mikilvæg
lyf og jafnvel hætti að borða. „Þetta
veit í rauninni enginn með vissu,“ út-
skýrir Sigurður um vanskrán-
inguna.
Almenna reglan er sú í heiminum
að sjálfsvíg aukast með aldrinum.
„Það hefur verið mikil umræða um
ungu mennina undanfarið. Sjálfsvíg-
um þeirra fjölgaði frá seinna stríði og
fram undir árið 2000 en síðustu 10 ár-
in hefur þeim fækkað. Þá var óttast
árið 2008 að sjálfsvígum eldri borgara
myndi fjölga. Við höfum ekki séð það í
tölunum en það var einn hópur sem
sýndi aukningu og það voru miðaldra
karlar. Það voru hugsanlega þeir sem
misstu mest af eignum sínum, misstu
vinnuna og gátu líklegast síður farið í
endurhæfingarúrræði og áttu því
ekki eins mikla möguleika á að koma
til baka,“ segir Sigurður.
Öll sjálfsvíg eiga sér forsögu
Öll sjálfsvíg eiga sér einhverja for-
sögu um þunglyndi eða þunglyndis-
einkenni en hjá öldruðum eiga sjálfs-
víg sér lengri sögu en hjá þeim yngri.
Sjálfsvíg hafa nær undantekningar-
laust sterk tengsl við geðraskanir og
sérstaklega við þunglyndi, bendir
Sigurður á, en sjálfsvíg eru oftast
endastöð einhvers ferlis. Þegar sjálfs-
vígsferlið er skoðað kemur oft í ljós að
það hefur staðið yfir í mörg ár. Hjá
yngra fólkinu er oft stuttur aðdrag-
andi að þeim, skyndiáföll, neysla og
nýgreindur eða ógreindur geðsjúk-
dómur setja svip sinn á þau. Hjá eldra
fólkinu eru sjálfsvíg oft tengd t.d. lík-
amlegum sjúkdómum, ómeðhöndluðu
þunglyndi, ástvinamissi og óút-
kljáðum samskiptavandamálum svo
dæmi séu tekin.
Engar framsæknar rannsóknir eru
stundaðar hér á landi þar sem skoðað
er forstigið af sjálfsvígum, að sögn
Sigurðar, sem hann segir að mætti
bæta úr. Hins vegar er hægt að heim-
færa erlendar rannsóknir á Ísland en
einkum hefur verið litið til sænskra
rannsókna, t.d. sker íslenska þjóðin
sig ekki úr hvað varðar þunglyndi sé
miðað við önnur Evrópulönd.
Þunglyndi hrjáir um 10-15% fólks á
aldrinum 65 ára og eldri en þeir sem
eru með eiginlegt þunglyndi eru um
3-5%. „Það er ekki þar með sagt að
það þurfi að meðhöndla alla með geð-
lyfjum. Kannski er frekar þörf á fé-
lagslegum og sálrænum stuðningi.
Aðrir þurfa t.d. betri verkjameðferð.
Orsakaþátturinn í þunglyndi er ekki
bara líffræðilegur heldur getur komið
í gegnum marga þætti, t.d. óleystur
ágreiningur, stress og álag sem þú
ræður ekki við,“ segir Sigurður.
Hann segir brýnt að fólk sé með-
vitað um eigin líðan og annarra og
þessi vitneskja eigi að vera hluti af ör-
yggismenningu okkar. Það ætti að
vera nokkuð auðvelt fyrir alla að gera
einfalda geðskoðun.
„Tökum t.d. foreldra þína sem
dæmi, ef þeir hafa aldrei verið þung-
lyndir og viðkomandi veigrar sér nú
við að hitta félagana, fara á manna-
mót o.þ.h. sem fólk er vant að gera, þá
áttar fólk sig ekki endilega á því að
fólk getur verið orðið þunglynt. Við
gefum okkur oft þá skýringu að for-
eldrarnir séu orðnir þreyttir og gaml-
ir. Það er svo auðvelt að missa af
þunglyndi hjá öldruðum. Við eigum
að passa okkur á því að ekki líta svo á
að fólk sé bara gamalt og þess vegna
eigi því að líða illa eða vera vanvirk-
ara. Maður á ekki að vera með for-
dóma um að þetta sé öldrun og gleypa
við því að þetta sé gleymska, almenn
leti, skiljanleg þreyta eða uppgjöf.
Það þarf að tala við fólk. Og ekki
gleyma því að maður finnur ekki það
sem maður leitar ekki að,“ segir Sig-
urður.
Hann bendir á að almennt séð eld-
ist fólk ótrúlega vel. Sleppi það við al-
genga sjúkdóma eins og hrörnunar-
sjúkdóma og krabbamein er það
gjarnan mjög hraust fram til 80 ára,
en stundum hallar hratt undan fæti
upp úr áttræðu.
Sjálfsvígum aldraðra hefur fjölgað
Sjálfsvígum 60 til 80 ára og eldri fjölgaði árin 2013 og 2014 Fjórir einstaklingar eldri en 80 ára sviptu
sig lífi árið 2014 Fjöldinn vekur ugg og er mælikvarði á heilsu og hag aldraðra, að mati geðlæknis
Morgunblaðið/Ómar
Eldra fólk Öll sjálfsvíg eiga sér einhverja forsögu um þunglyndi eða þunglyndiseinkenni en hjá öldruðum eiga
sjálfsvíg sér lengri sögu en hjá þeim yngri. Auðvelt er að missa af þunglyndiseinkennum aldraðra.
Sjálfsvíg eldra fólks
Heimild: Embætti landlæknis.
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Karlar 0-19 2 2 2 1 1 4 1 2 1 2
20-39 9 7 15 9 9 14 9 9 15 13
40-59 13 12 9 13 10 11 8 11 9 8
60-79 0 1 3 3 9 5 4 2 8 7
80+ 0 0 1 1 0 2 0 2 2 3
Alls 24 22 30 27 29 36 22 26 35 33
Konur 0-19 0 0 0 0 0 0 1 0 0 1
20-39 1 2 3 2 3 3 1 5 4 5
40-59 7 6 3 5 4 5 1 2 5 2
60-79 1 2 1 4 0 2 2 4 4 2
80+ 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1
Alls 9 10 7 11 7 10 5 11 14 11
Alls
(bæði kyn)
0-19 2 2 2 1 1 4 2 2 1 3
20-39 10 9 18 11 12 17 10 14 19 18
40-59 20 18 12 18 14 16 9 13 14 10
60-79 1 3 4 7 9 7 6 6 12 9
80+ 0 0 1 1 0 2 0 2 3 4
Alls 33 32 37 38 36 46 27 37 49 44
Sigurður Páll
Pálsson
Áður en fólk fremur sjálfsvíg
sendir það oft bein eða óbein
sjálfsvígsskilaboð. Hin óbeinu
afhjúpast ekki fyrr en um sein-
an og þau geta verið lúmsk, t.d.:
„Við eigum nú ekki eftir að hitt-
ast aftur“ eða fólk fer skyndi-
lega að gera erfðaskrá. Besta
aðferðin til að greina sjálfsvígs-
hættu er venjuleg geðskoðun
sem allir geta gert. Spurt er ein-
faldlega: hvernig líður þér? og
haldið er áfram. Ef fólk viður-
kennir vanlíðan má næst spyrja
um dapurleika og sé svarið enn
já er hægt að spyrja um til-
gangsleysi, vonleysi, síðan
hugsanir um dauðann og hugs-
anir um að stytta líf sitt. „Það
þarf að þora að spyrja ef það er
eitthvað óljóst hvað fólk segir.
Það er auðvelt að missa af e-u
óbeinu ef maður sér það ekki
strax í viðtali sem óskýr skila-
boð um raunverulegar dauða-
pælingar. Það er ekki í eðli okk-
ar að spyrja fólk hvort það hafi
velt því fyrir sér að enda líf sitt.
Það er engin hætta á því að þú
sért að kveikja hugmynd. Hug-
myndin var komin. Fólk segir
yfirleitt sannleikann þegar mað-
ur spyr það,“ segir Sigurður.
Þora að spyrja
SJÁLFSVÍGSSKILABOÐ
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755