Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 AF TÓNLIST Hallur Már Hallsson hallurmar@mbl.is „Þú verður að heyra þetta lag, það er ótrúlegt. Ég get ekki hætt að hugsa um það. Versin eru svona frekar ró- leg, svo kemur viðlag með miklum látum. En lokakaflinn er það rosa- legasta í því, með alveg ótrúlega fal- legum söng.“ „Já, ok.“ Einhvern veginn svona hljómaði samtal tveggja táninga í unglinga- vinnunni árið 1993. Stuttu síðar var komið að því. Frumskilyrði fyrir því að næra tónlistaráhugann á þessum árum var þolinmæði og eftir nokkurra daga bið var komið að því. Lagið var spilað á X-inu og þá var hækkað í græj- unum í frekar gömlum og sjúskuðum bíl verkstjórans. „Já, ok, þetta er flott,“ sagði ég af hóflegri innlifun eftir hlustunina en aðdáunin leyndi sér ekki hjá vinnu- félaganum sem ljómaði hreinlega þegar Thom Yorke lyfti sér upp á háu nóturnar í lokakaflanum á „Creep“. Eins erfitt og það er að við- urkenna það núna var Eddie Vedder minn maður og gruggið það eina sem komst að og þessi kvenlega falsetta var svolítið skrýtin! Líkindin við gruggið eiga sinn þátt í vinsældum „Creep“ og urðu til þess að það fékk á sig hinn vafasama Nirvana-lite- stimpil. „Loser“ (Beck), „Creep“ (Radiohead), „Rape me“ (Nirvana) og „Creep“ (Stone Temple Pilots) voru nokkur af vinsælustu lögum minnar kynslóðar. Ekki mjög glað- legur vitnisburður um unglingsárin það en „Creep“ ómaði í ófáum partí- unum og með tímanum vann það á. Á nýjar slóðir Ég beið því með eftirvæntingu eft- ir að heyra næst í Radiohead en Pablo Honey, sem innihélt „Creep“, er ekki sterk plata. Sú bið var á enda síðla árs 1994 þegar „My Iron Lung“ byrjaði að óma á X-inu. Ok, hvað er þetta? Jújú, þetta er flottur gítarpartur en þessi hraði og skrýtni millikafli er bara of erfiður. Þetta man ég vel að voru fyrstu við- brögð. Lagið, sem var tekið upp á tón- leikum, vandist þó vel og eftir stend- ur að það var krefjandi hlustun sem vann á. Í kjölfarið fylgdi platan The Bends sem mörgum þykir enn vera besta plata sveitarinnar. Hvað sem fólki finnst um það er allavega ljóst að hún er í allt öðrum gæðaflokki en Pablo Honey. Lagasmíðarnar höfðu tekið stórt stökk, rödd og raddbeit- ing Yorkes hafði þroskast mikið, all- ar útsetningar og hljóðfæraleikur voru komin á annað stig auk þess sem gítarleikarinn Jonny Green- wood hafði skapað sér háværan mel- ódískan stíl sem hljómaði ólíkt öðru sem var í gangi. Mikilvægasta skref- ið var þó mögulega samstarfið við upptökustjórann Nigel Godrich, sem hófst þegar hann sá um upptökur á plötunni, en upptökustjórn var í höndum Johns Leckies. Godrich var þó meira viðriðinn lagið „Black Star“ og samstarf hans við sveitina átti eftir að skipta sköp- um, svo miklu að hann er gjarnan nefndur sjötti meðlimur Radiohead, þeirra George Martin. Besta plata sögunnar … Eftir The Bends er hægt að segja að ég hafi verið orðinn aðdáandi en það sama má segja um margar aðrar sveitir. Verulegt óþol fyrir „Creep“ var þó farið að gera vart við sig. Lík- lega helst fyrir það að vera orðið óþolandi klisja. Næstu skref sveit- arinnar áttu þó eftir að breyta öllu hvað þá tengingu varðar. Lagið „Lucky“ kom út á plötu til styrktar fórnarlömbum Bosníustríðsins haustið 1995 og varð fljótt mjög vin- sælt. Hljóðheimurinn var orðinn súrari, melódíurnar einhvern veginn fág- aðri og stígandin í laginu var hrein- lega ávanabindandi fyrir tvístígandi táning sem tengdi við kuldalegan undirtóninn í textanum. Nú var ég líka farinn að hrista af mér grugg- slenið, hlusta á brit-poppið, elek- tróníska músík og sækadelíu og því líklega betur í stakk búinn til að taka næsta skref með Radiohead. Enn reyndi þó á þolinmæðina því næsta plata, Ok Computer, kom ekki út fyrr en sumarið 1997 þar sem lag- ið „Paranoid Android“ var það næsta sem heyrðist í upptakti útgáf- unnar. Það hlýtur að hafa farið um starfsfólk EMI- útgáfunnar þegar það var kynnt sem fyrsta smáskífa plötunnar. Snarpar kaflaskiptingarnar eru kapítuli út af fyrir sig og minna jafn- vel á „Bohemian Rhapsody“ með Queen. Lagið er nærri sex og hálf mínúta að lengd, samsett úr þremur lögum eftir mismunandi meðlimi og var að sögn upphaflega hugsað sem hálfgert grín. Ekki tengdi ég jafn fljótt við það og „Lucky“ frekar en plötuna í heild raunar. Þetta sumar dvaldi ég í Bournemouth á suður- strönd Englands og flýtti mér út í búð til að kaupa plötuna eins fljótt og hægt var. Reyndar keypti ég aðra plötu í þeirri sömu ferð: In it for the money með Supergrass sem reyndist rata oftar í geislaspilarann fyrstu mán- uðina enda frábær. Smám saman sí- Ég og Radiohead: 23 ára samband AFP Íhugull Thom Yorke á tónleikum þegar sveitin fylgdi Kid A eftir. Sjaldan hefur plötu verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu. Breska hljómsveitin Radiohead kemur fram á Secret Solstice á þjóðhátíðardaginn, 17 júní. Það er því ærið tilefni til að rýna samband mitt við sveitina sem hefur verið í fremstu röð í tvo áratugi. Búist er við að Radiohead gefi út nýja plötu á næstu mán- uðum sem verður sú níunda í röðinni. Á tónleikum jafnast fáir á við sveitina þegar hamur rennur á Thom Yorke. www.gilbert.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.