Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eignir í skattaskjólum samrýmast ekki trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og það gildir um alla. Ef önnur nöfn koma fram gildir það um þau líka,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar. Í gær greindi Vil- hjálmur Þorsteinsson, gjaldkeri flokksins, frá því að hann ætti félag í Lúxemborg en landið hefur gjarnan verið skilgreint sem skattaskjól. Til- vist félagsins segir Vilhjálmur aldrei hafa verið leyndarmál og af tekjum þess hafi verið greiddir skattar og annað sem ber. Að félagið sé skráð ytra helgist þó ekki af skattamálum, heldur að allar aðstæður í Lúxem- borg séu hagfelldari og áhættuminni en hér, með tilliti til efnahags- og stjórnmála. Vilhjálmur svari sjálfur Árni Páll Árnason segir að Vil- hjálmur verði að svara sjálfur fyrir eign sína á aflandsfélaginu í Lúxem- borg. Meginmálið sé þó að ytra greiði félagið sína skatta og mál því viðvíkjandi séu á þurru. Þeir sem leita í skattaskjólin verði í öllu falli að skýra málavöxtu og úr því Vil- hjálmur hafi sagt frá aflandsfélagi sínu verði málið sennilega ekki rætt frekar á vettvangi Samfylkingar. Hins vegar séu enn að berast ítar- legri frásagnir af eignarfélögum ráð- herra sem skráð séu í útlöndum og því sé heildarmynd þessara mála enn ekki orðin lýðum ljós. „Þetta eru upplýsingar sem var haldið frá kjósendum í aðdraganda síðustu kosninga og skiptir máli að fólk hafi fyrir framan sig,“ segir Árni Páll við mbl.is. Svari fyrir skattaskjólin  Vilhjálmur á félag í Lúxemborg  Skattar eru greiddir  Skjól samræmast ekki störfum fyrir Samfylkinguna Vilhjálmur Þorsteinsson Árni Páll Árnason Vilhjálmur A. Kjartansson Lára Halla Sigurðardóttir Sunna Sæmundsdóttir Ýmsar ástæður geta verið fyrir stofnun félaga í skattaskjólum án þess að um skattasniðgöngu sé að ræða eða tilraun til að fela eignar- hald, að sögn Stefán Más Stefáns- sonar, prófessors við lagadeild Há- skóla Íslands. „Mjög oft eru menn með eignar- hald í svona félagi til að ná skattaleg- um árangri en það verður jafnframt að taka það fram að slíkt er ekki ólöglegt. Þú mátt í þínum fjárhags- legu ráðstöfunum nota allar ráðstaf- anir sem skila árangri ef það er lög- um samkvæmt.“ Ekki má rugla alþjóðlegri skatta- sniðgöngu, sem skilgreind er sem viðleitni skattaðila til að öðlast skattalegt hagræði með því að hag- nýta sér skattalöggjöfina á þann hátt að hann öðlist hagræði sem ekki hafi verið gert ráð fyrir í löggjöfinni, sam- an við lögmæta skattafyrirhyggju. Þá bendir Stefán á að viðskipta- legar forsendur manna til að stofna félög á lágskattasvæðum geti verið margvíslegar og slíkt þurfi hvorki að vera óeðlilegt né ólöglegt. Hefði mátt vita af félaginu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skýrði frá því við mbl.is í gær að félag sem hann hefði átt þriðjungshlut í og skráð var á Seychelles-eyjum, og gefið hefði ver- ið upp sem félag í Lúxemborg, hefði fyrst og fremst verið hugsað til fjár- festingar. „Það sem ég hef sagt frá er að þarna var um að ræða kaup á fast- eign í Dubai. Áður en ég kem að mál- inu hafði verið komið upp félagi. Ég kom ekki að stofnun félagsins og augu mín voru fyrst á fjárfestingunni sem slíkri, ekki kannski á þessu fyr- irkomulagi sem hafði verið ákveðið áður en ég kom að málinu. Þetta er bara þannig en kaupin á félaginu, jú, komu fram á minni skattskýrslu,“ sagði Bjarni við mbl.is en hann skýrði einnig frá því á Face- book-vegg sínum að hann hefði stað- ið í þeirri trú að félagið, Falson & Co., ætti varnarþing í Lúxemborg og því skráð þar sem slíkt félag en mis- skilningurinn hefði ekki áhrif í skattalegu samhengi. Vala Valtýsdóttir hjá Deloitte sagðist í samtali við mbl.is telja afar ólíklegt að það gæti farið framhjá mönnum hvar félag í þeirra eigu væri skráð. Hún benti á að eigendur skrif- uðu í raun undir stofngögn og síðan fengju þeir almennt reglulega upp- lýsingar um stöðu frá banka eða þeim sem annaðist eignaumsýslu. Almannafé í skattaskjóli? Íslensku lífeyrissjóðirnir eiga í fjölda fyrirtækja bæði innan og utan landsteinanna og segir Þórhallur B. Jósepsson, almannatengill Lífeyr- issjóðs verslunarmanna, að sjóðurinn eigi í yfir 3.000 þúsund félögum og ómögulegt sé að átta sig á því hvort einhver þeirra eigi eða stundi við- skipti á lágskattasvæðum. Samkvæmt heimild Morgunblaðs- ins er mjög sennilegt að íslenskir líf- eyrissjóðir ávaxti fé sjóðfélaga sinna í sjóðum eða fyrirtækjum sem eiga eða stunda viðskipti í gegnum félög á lágskattasvæðum. Slík lágmörkun skatta þýðir þá meira fé til sjóð- félaga. Ýmsar ástæður fyrir félögum í skattaskjólum  Ekki ólöglegt að reyna að ná skatta- legum árangri, segir prófessor við HÍ Kaupþing Bankinn kom mjög við sögu í Tortólamálum fyrir hrun. 136 félög » Alls fengu 136 félög, sem eru skráð til heimilis á Tortóla- eyju, leyfi til að stunda við- skipti á Íslandi 2000 til 2008. » Kaupþing var umboðsaðili 52 þessara félaga. Fékk leyfi fyrir 23 af þessum 52 félögum á árinu 2008, þar af 10 síðustu tvo mánuðina fyrir bankahrun. Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Við teljum í raun og veru að það sé mjög rík krafa uppi í samfélaginu um viðbrögð af hálfu þingsins. Ég held að réttu viðbrögðin séu þau að rjúfa þing og boða til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að leggja fram sameiginlega tillögu um að þing verði rofið og boð- að til nýrra kosninga. Rætt er um að leggja tillöguna fram í næstu viku. Efni hennar er að öðru leyti óljóst eða óákveðið. Kalla umboðsmann til „Við eigum síðan eftir að útfæra í okkar hópi nákvæmlega hvaða form þessi tillaga tekur. Hvort þetta verð- ur vantrauststillaga að hefðbundinni innri gerð eða einungis tillaga um þingrof og kosningar,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylking- arinnar, og bætir við: „Við höfum líka auðvitað hugsað það með hvaða hætti við undirbyggjum vantrauststillögu ef til hennar kemur. Hluti af því er auðvitað að hefja nú þegar vinnu í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og óska eftir því að umboðsmaður Al- þingis komi þangað og fá upplýsingar hjá honum um það hvað hann telji sig geta gert eða telur ástæðu til að gera.“ Árni Páll segir að stjórnarand- stöðuflokkarnir telji að Alþingi eigi að fá skýrslu frá þeim ráðherrum sem tengdir hafa verið umræðunni að undanförnu um aflandsfélög. Fordæmalaust ástand „Stjórnarandstaðan var öll sam- mála um það að þetta er fordæma- laust ástand og vantraust í samfélag- inu sem ekki er hægt að búa við. Það sem við erum að reyna að gera er að útfæra hvaða leiðir okkur bjóðast til þess að bregðast við þessu ástandi,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartr- ar framtíðar. Katrín segir um ástæður tillögu- flutningsins að komnar séu fram upp- lýsingar um að ákveðnir ráðamenn tilheyri þeim ríka forréttindahópi sem geymt hafi fé í erlendum skatta- skjólum og það sé mjög alvarlegt mál. Sjálfstæðismenn funda Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gærkvöldi. Til stóð að ræða fjölda stjórnarfrumvarpa sem fyrir liggja. Einnig var ætlunin að ræða málefni ráðherra sem tengjast eða tengst hafa eignarhaldsfélögum í skattaskjólum. Morgunblaðið/Golli Fundað Forystufólk stjórnarandstöðuflokkanna ræddi saman í gær vegna tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Ekki hægt að búa við vantraust samfélagsins  Stjórnarandstaðan með tillögu um þingrof og kosningar Þingflokkur Framsóknarflokks- ins hefur ákveðið að leggja fram á Alþingi þingsályktun- artillögu um að aflétta leynd af gögnum sem tengjast sam- skiptum við kröfuhafa föllnu bankanna. Þar með talið gögn- um sem urðu til þegar nýju bankarnir voru afhentir kröfu- höfum í tíð síðustu rík- isstjórnar. Í tillögunni felst meðal ann- ars að leynd verður aflétt af þeim gögnum sem geymd eru í sérstöku gagnaherbergi á nefndasviði Alþingis og tals- verð umræða hefur skapast um. Grundvöllur núverandi reglna er samþykkt frá síð- asta kjörtímabili um að gögn- in yrðu ekki gerð opinber fyrr en 110 ár verða liðin frá því þau urðu til. Leynd aflétt af gögnum FRAMSÓKNARFLOKKUR Aðalfundur Ramma hf. verður haldinn í Höllinni, Hafnagötu 16, Ólafsfirði, föstudaginn 8. apríl 2016 og hefst fundurinn kl. 15:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin bréf skv. 55. gr. laga um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur félagsins mun ligg ja frammi á skrifstofu félagsins á Siglufirði viku fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað á fundardegi. Siglufirði 9. mars 2016. Stjórn Ramma hf. Aðalfundur Ramma hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.