Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 „Veðrið nú í vetur hefur oft verið leiðinlegt en ég læt það aldrei trufla mig neitt,“ segir Gunnlaugur Hans Stephensen, sem er blaðberi Morgunblaðsins við nokkrar götur á Arnarnesinu í Garðabæ. „Ég fer á fætur upp úr klukkan fimm og arka af stað með blöðin og það klikkar eiginlega aldrei að þessi göngutúr taki eina klukkustund og tíu mín- útur.“ Það eru tæplega tvö ár síðan Guðmundur byrjaði í blaðburðinum. „Ég sá þetta auglýst og ákvað að slá til. Er í skóla en þarf auðvitað að hafa einhvern pening og þá er blaðburðurinn mjög fínt starf. Þetta hafa oft verið um 40 þúsund á mán- uði sem ég fæ inn á reikninginn. Svo er líka mjög þægilegt að göt- urnar þar sem ég ber út eru alveg í nágrenni við heimili mitt. Þetta eru til dæmis Þrenunes, Súlunes og Teistunes; götur sem eru alveg nyrst á Arnarnesinu og liggja niður að Kópavoginum,“ segir Gunn- laugur sem á góðum degi dreifir allt að 150 blöðum. Auk Morg- unblaðsins grípur hann svo stund- um í útburð á öðru því sem Árvak- ur sér um útburð á – og má þar til dæmis nefna Fréttatímann, DV, tímarit Birtings og fleira. „Þetta er hressilegur göngutúr að morgni dags og ágætur pen- ingur. Fólk ætti að grípa svona vinnu og tækifæri þegar það gefst,“ segir Guðmundur blaðberi að síð- ustu. sbs@mbl.is Veðrið truflar mig aldrei  Blaðberinn á Arnarnesi byrjar daginn á góðum göngutúr Morgunblaðið/Sigurður Bogi Garðbæingur Fólk ætti að grípa svona vinnu og tækifæri þegar það gefst,“ segir Guðmundur sem hefur borið út Morgunblaðið í um það bil tvö ár. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Jafnvirði um 70 milljóna íslenskra króna fékkst fyrir safn íslenskra frí- merkja sem erfingjar Indriða heit- ins Pálssonar forstjóra létu bjóða upp í Malmö í Svíþjóð. Upphæðin er mun hærri en búist hafði verið við þegar haft er í huga að um 40% safnsins eru enn óseld og verða boð- in upp í haust. Steinar Friðþórsson hjá uppboðs- húsinu Postiljonen í Malmö, sem seldi frímerkin, segir að ánægjulegt hafi verið að fylgjast með því hve mikill áhugi var á frímerkjasafni Indriða. Dróst uppboðið talsvert á langinn vegna þess hve margir buðu í safnið á staðnum og í síma. Útlendur kaupandi Einn aðili mun hafa eignast allt safn Indriða, en ekki fæst upplýst hver hann er nema að hann er út- lendur. Þetta einstaka frímerkjasafn verður því varðveitt utan Íslands. Frímerkjasafnið var boðið upp í um 200 einingum og var hæsta verð- ið sem fékkst fyrir einstakan hluta þess 130 þúsund evrur eða 18 millj- ónir íslenskra króna. Um var að ræða frímerkt bréf sent frá Djúpa- vogi til Kaupmannahafnar 11. júní 1874. Á því var 16 skildinga frímerki og var póstburðargjaldið hærra en ella vegna þess að annað bréf var inni í umslaginu. Samkvæmt stimpli á bakhlið er bréfið móttekið í Kaup- mannahöfn 26. júní. Þess má geta að sænski greifinn Douglas Storckenfeldt á mjög verð- mætt safn íslenskra frímerkja. Með- al dýrgripa í safni hans er svonefnt Biblíubréf, frímerkt umslag frá 1876, sem fannst inni í gamalli biblíu á Íslandi árið 1972. Það er verðmæt- asta frímerkjabréf sem til er frá Ís- landi. Storckenfeldt, sem er sterk- efnaður, mun hafa sýnt safni Indriða áhuga. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í nóvember í fyrra hafði ekki verið leitað eftir leyfi Minjastofn- unar Íslands fyrir útflutningi frí- merkjasafnsins. Vöknuðu spurn- ingar um það hvort þar með væri brotið gegn lögum um útflutning menningarverðmæta. Eftir samráð Minjastofnunar og Þjóðskjalasafns var óskað eftir því að fá rafrænt afrit af safninu til varðveislu hér heima, en að öðru leyti verður ekki frekar aðhafst í málinu. Í samtali við Morgunblaðið í febr- úar sögðu tveir af forystumönnum íslenskra frímerkjasafnara, Sig- urður Thoroddsen og Hrafn Hall- grímsson, að safn Indriða ætti heima á Íslandi og létu í ljósi von um að það yrði keypt af íslenskum stjórnvöld- um og varðveitt í frímerkjasafni hér. Ekki er kunnugt að opinberir aðilar hér hafi boðið í safnið. Verðmætt Útlendur frímerkjasafnari greiddi 18 milljónir króna fyrir þetta 16 skildinga bréf sem sent var frá Djúpavogi til Kaupmannahafnar 1874. 70 milljónir fyrir frímerki Indriða letra á þá. Taldi hann að fella ætti innflutning steinanna undir tollflokk 2516 þar sem um væri að ræða óunn- ið eða óhöggvið efni sem ekki ber Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Pússaðir granítsteinar sem fluttir eru inn til legsteinagerðar þykja nægilega mikið unnir til þess að þeir falli í tollflokk með vörum á borð við búsáhöld og skrautmuni. Fyrir vikið þarf innflytjandi granítsteinanna að greiða 5% toll af 13 vörusendingum granítsteina á árunum 2012-2014. Þetta er mat yfirskattanefndar sem tók málið til skoðunar í kjölfar þess að innflytjandi granítsteinanna kærði úrskurð tollstjóra sem hækk- aði aðflutningsgjöld vegna steinanna um tæpar þrjár milljónir króna. Forsaga málsins er sú að kærandi flutti inn granítblokkir sem búið var að pússa og nota átti til legsteina- gerðar. Meðal annars átti eftir að toll. Voru sendingarnar merktar þessum tollflokki þegar þær voru fluttar inn í landið. Tollstjóri taldi hins vegar að varan ætti að falla undir tollflokk 6802.9303 sem m.a. er tilgreint að áletraðir leg- steinar falli undir. Ber hann 5% toll í formi aðflutningsgjalda. Féllst kærandinn á að steinarnir væru pússaðir en að öðru leyti ætti eftir að vinna þá með áletrunum og samsetningu. Í úrskurði yfirskattanefndar er tekið undir afstöðu tollstjóra um að krefja kæranda um aðflutningsgjöld vegna sendinganna, alls 2.801.419 kr. Segir m.a. að granít, sem hefur verið pússað og lagað eftir ákveðnum mál- um til nota sem legsteinn, falli ekki undir vörulið 2516 þrátt fyrir að það eigi eftir að vinna steininn frekar. Tekist á um granítsteina  Innflytjandi þarf að greiða toll af pússuðum legsteinum Morgunblaðið/Árni Sæberg Legsteinar Tekist var á um aðflutn- ingsgjöld af granítsteinum. Mama B - Vor 2016 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 www.facebook.com/spennandi Helstu kostir kerranna eru: • 7 blaða blaðfjaðrir tryggja góða fjöðrun. • Stórar legur í hjólnáum og 6,50 x 16“ dekk. • Plast á fjaðraendum dregur úr hávaða. • Hraðlæsing á afturhlera. • Öryggislæsing á dráttarkúlu. • Hluti framhlera opnanlegur sem auðveldar upprekstur gripa á kerruna. • Heilsoðinn botnplata við hliðar einfaldar þrif og eykur styrk kerrana. Kr.1.489.000 Einnig sturtukerrur, flatvagnar og vélakerrur! + vs k Kr. 1.846.360 með vsk. Gripakerrur Höfum hafið innflutning á vönduðum breskum gripakerrum frá framleiðandanum Indespension. Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Ve rð og bú na ðu rb irt ur m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og /e ða m yn da br en gl .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.