Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 ✝ Sigrún Finn-bogadóttir fæddist á Mar- bakka í Kópavogi 22. apríl 1943. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítal- ans hinn 15. marz 2016, 72 ára að aldri. Sigrún var dótt- ir hjónanna Huldu Dóru Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Kópa- vogi, f. 21.10. 1911, d. 31.10. 1998, og Finnboga Rúts Valde- marssonar, fyrrverandi alþing- ismanns og bankastjóra, f. 24.9. 1906, d. 19.3. 1989. Systkini hennar eru: Auður Rútsdóttir, f. 12.3. 1928, d. 20.9. 2009, Elín, f. 12.1. 1937, d. 17.6. 2001, Gunnar, f. 15.6. 1938, d. 22.2. 1993, Guðrún, f. 21.9. 1940, og Hulda, f. 13.3. 1948, d. 28.12. 2005. Sigrún giftist hinn 5. desem- ber 1964 Styrmi Gunnarssyni, fyrrverandi ritstjóra Morgun- blaðsins, f. 27.3. 1938. Dætur þeirra eru: 1) Hulda Dóra, f. 17.9. 1965. Hún giftist Haraldi þeirra og Siglufjarðar. Hún dvaldi mörg sumur í sveit á Kleifum í Skötufirði við Ísa- fjarðardjúp hjá hjónunum Ingi- björgu Björnsdóttur og Bjarna Helgasyni, sem reyndust henni afar vel og henni fannst ávallt Skötufjörður fallegasti staður á Vestfjörðum. Sigrún lauk verzlunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1962 og hóf störf sem flugfreyja hjá Loftleiðum. Á árunum á milli 1970 og 1990 lagði Sigrún stund á nám við Fósturskólann, starf- aði hjá Brunabótafélagi Íslands og síðar Eimskipafélaginu. Hún stundaði nám í sálfræði við Há- skóla Íslands um skeið. Síðar sneri hún sér að leirlist, ljósmyndun og skriftum. Vorið 1968 veiktist Sigrún af alvarlegum geðsjúkdómi, sem fyrst var greindur sem geðklofi og síðar sem geðhvarfasýki. Þá hófst áratugalöng barátta henn- ar og fjölskyldu hennar við sjúkdóminn og afleiðingar hans. Um þá baráttu skrifaði eig- inmaður hennar, í samráði við Sigrúnu og dætur þeirra, bók- ina Ómunatíð, sem út kom árið 2011. Hún var afar kær eiginkona, móðir og amma, dóttir, systir, frænka og vinkona. Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 31. mars 2016, kl. 15. Ásgeiri Hjaltasyni. Þau skildu. Synir þeirra eru: Styrmir Hjalti, f. 1993, Ágúst Páll, f. 1995, og Jóhannes Árni, f. 2001. 2) Hanna Guðrún, f. 12.12. 1967. Sonur hennar er Thurayn Harri, f. 1999. Faðir hans er dr. Thant My- int-U. Sigrún, sem var alla tíð köll- uð Bista af fjölskyldu og vinum, ólst upp á Marbakka í vesturbæ Kópavogs, sem á þeim árum var bæði sveitabýli og vinnustaður foreldra hennar í störfum þeirra fyrir Kópavogshrepp og síðar Kópavogsbæ. Sigrún bjó nær alla ævi sína í vesturbæ Kópavogs og frá 1978 í húsi sem hún og eiginmaður hennar byggðu við hlið Marbakka. Hún gekk sem barn og unglingur í Kópavogsskóla en frá fimmtán ára aldri dvaldi hún tvo vetur á Siglufirði hjá móðurbróður sín- um, Ármanni Jakobssyni, og konu hans, Hildi Svavarsdóttur, og bar ávallt hlýjar taugar til Nú er komið að lokum rúmlega 50 ára samferðar okkar mæðgn- anna. Mamma sagði mér oft sög- una af því hvernig hún og Guðrún frænka mín voru í hláturskasti í sjúkrabíl þegar ég var að koma í heiminn, að ekki hefði verið pláss á Landspítalanum og því fæddist ég á fæðingarheimilinu á Borg- arholtsbraut í Kópavogi og hvernig hún hafði fyrst eftir fæð- inguna dundað sér við að pota í nefið á mér því það var svo skakkt. Móðurhlutverkið var mömmu geysimikilvægt – en það var henni líka mjög erfitt á stundum. Langvinn og alvarleg geðræn veikindi urðu til þess að mamma var oft fjarverandi á uppvaxtar- árum okkar systra – stundum inni á geðdeild, stundum föst í eigin vanlíðan þó svo hún væri heima. Við áttum mörg samtöl síðustu ár um þetta en því miður reyndist erfitt að sannfæra mömmu um að kærleikurinn sem var svo sterkur grunnur í henni hefði verið veikindunum yfir- sterkari og það sem á endanum skipti mestu máli í sambandi okk- ar tveggja og áhrifum hennar á mig. Þessi kærleiksríki grunnur birtist á margan hátt í samskipt- um Bistu við fólkið í kringum hana – fjölskyldu og vini – en ekki síst dætrasynina fjóra. Mamma tók ömmuhlutverkinu opnum örmum – hún naut þess að vera amma og strákarnir nutu þess að eiga umhyggjusama, skilnings- ríka og glaðlynda ömmu sem allt- af studdi þá. Hún talaði af hrein- skilni við þá um veikindi sín og ég veit að rétt eins og ég eru þeir betri, skilningsríkari og umburð- arlyndari sem manneskjur fyrir það að hafa átt Bistu í öllum hennar myndum í lífi sínu. Ömmuhlutverkið studdi mömmu mikið í þeim bata sem hún náði af veikindum sínum síð- ustu tvo áratugina. En það reyndist bæði henni og okkur þungbært að þegar andleg líðan batnaði þá fór líkamleg vanlíðan að aukast. Síðustu tvö árin voru stöðug barátta við að halda lík- amlegri færni og heilsu. Þessi vetur var erfiður með tveimur uppskurðum, en nú í byrjun mars fannst okkur birta til þegar pláss fékkst í endurhæfingu. Það var því mikið áfall þegar alvarleg veikindi sóttu skyndilega að og mamma lést eftir stutta en mjög harða sjúkdómslegu. Ég þakka móður minni allt það sem hún gaf mér og sonum mín- um og kveð hana með ljóðinu Til þín eftir Rut Gunnarsdóttur sem birtist í ljóðabókinni Bleikt eins og kærleikurinn sem kom út í Reykjavík árið 2006. Ég horfi á þig þar sem þú situr í stólnum þínum umvafin kyrrð, líkami þinn tjáningarlaus, augun ljómandi er þau tala við mig. Ég horfi í þessi augu og sé gleði og sorg, eftirvæntingu, kyrrð, ótta og kærleika, – líf … Ég dáist að þér þar sem þú situr í stólnum þínum. Kjarkur þinn svo óbilandi, kyrrð þín svo umvefjandi, gleði þín svo gefandi. Örlögin áttu ekkert auðvelt hlutverk handa þér. Þau vissu hvers þú varst megnug. Hugrekki þitt er hjörtum okkar eilífur lærdómur. Hulda Dóra Styrmisdóttir. Ég sit yfir myndum af fallegu barni með kankvíst blik í augum; af yndislegri og kraftmikilli ungri konu sem fór sínar leiðir og engar aðrar. Myndaskoðunin er þerapía sem leiðir mig í gegnum fyrstu dagana í nýjum kafla; lífinu án mömmu. Ég gúgla páskadaga sex hundruð ár fram og aftur í tím- ann. Ég er að leita að skírdögum sem hefur borið upp á 22. apríl sem er þá sumardagurinn fyrsti um leið. Þetta er nokkuð sjald- gæft, kemur í ljós, og gerist ekki nema á svona hundrað til hundr- að og fimmtíu ára fresti. Upp úr krafsinu hef ég nokkur ártöl; 1734, 1886, 1943, 2038, 2190 og 2258. Mamma fæddist þennan dag árið 1943 og næst ber skírdag og sumardaginn fyrsta upp á 22. apríl árið 2038, árið sem pabbi verður hundrað ára. Þetta gerir mér kleift að ferðast um í ímynd- un minni og sjá fyrir mér tengsl á milli þessa sjaldgæfa dags og óvenjulegu stúlkunnar sem var mamma mín. Ég rifja upp sögur. Fimm ára stal hún hjóli stóra bróður síns og lærði að hjóla sjálf, bograndi undir stönginni á hjólinu. Fimmtán ára reri hún ein út allan Siglufjörð og til baka með vinkonu sína sem vildi fá að kyssa kærastann sinn sem var á skipi í fjarðarmynninu. Tuttugu og eins árs hitti hún pabba í fyrsta sinn og kynnti sig sem Jónu Jóns, fiskverkakonu. Tuttugu og fimm ára veiktist hún af óvægnum geðsjúkdómi og barðist við hann meirihluta æv- innar. Sú barátta var ekki lokapunkt- urinn við líf hennar. Hún var sannarlega erfiðasti hluti þess en núna, þegar lífi hennar er lokið, eru það ekki veikindin sem standa upp úr. Það er hjartahlýj- an, ólgandi kímnigáfan og greindin, næmnin, harkan og blíðan. Ómótstæðilega heillandi mamma mín. Mér fannst hún skemmtilegust allra og þegar mikið lá við var hún líka skiln- ingsríkust og umburðarlyndust. Ég rifja upp vangaveltur mín- ar frá Geðmaraþoni í Kringlunni haustið 2014: Geð, sem er ekkert ægilegt orð þegar það er tekið úr samhengi við orðið sjúkdóm, er hugur okkar. Enginn lifir heila ævi án þess að standa frammi fyrir einhvers konar röskun á hugsun, skynjun eða tilfinningum sínum á einhverjum tímabilum. Það er mörgu við þetta að bæta. Ég held áfram að skoða mynd- ir og hugsa með mér að við Hulda séum heppnustu stelpur í heimi, að hafa átt þessa mömmu. Ég er alin upp við strangar reglur í minningargreinagerð og get ekki gert mömmu minni það að ávarpa hana beint hér og hella úr skálum sorgar minnar, en ég get sagt ykkur hinum það, að eins erfitt og það gat verið að eiga hana, hefur ekkert verið mér jafnerfitt og að missa hana. Engin var eins blíð og góð. Hanna Guðrún Styrmisdóttir. Elskulega litla systir mín er horfin frá okkur og nú er engin Bista lengur á Marbakka sem stendur í dyrum og heilsar með kossi. Samt er hún þar enn, í hús- inu sem þau Styrmir byggðu við hlið húss foreldra okkar, því að á Marbakka vildi hún vera og hvergi annars staðar. Hún er þar enn í öllu sem hún snerti, í öllum hlátrasköllunum þegar ungviðið var í heimsókn, í frelsinu og gleðinni sem ávallt ríkti í kring- um hana, þrátt fyrir erfiða bar- áttu við sjúkdóma. Hún komst í náið samband við yngri kynslóð fjölskyldunnar vegna þess að hún gat hlustað á þau án þess að dæma. Kærleik- urinn umber allt og breiðir yfir marga bresti. Börn eru nösk á að finna hvar sannleikurinn býr og láta ekki plata sig á tilgerð og þykjustuleikjum. Ekkert var fjær Bistu en uppgerð. Hún sagði meiningu sína við bæði kóng og prest. Börn hændust ósjálfrátt að henni og þegar þau uxu upp varð hún trúnaðarvinkona þeirra og öll elskuðu þau hana og sakna hennar nú sárt. Eitt af skapgerðareinkennum systur minnar var sterk réttlæt- iskennd en hún er forsenda kær- leikans, segja mætir menn. For- senda þess að hægt sé að elska náunga sinn eins og sjálfan sig og allar blindar, fatlaðar og bugaðar manneskjur í þessum heimi. Hún hafði næman skilning á tilfinn- ingar þeirra sem lífið hafði brot- ið, þótt aðrir sæju þar ekkert. Ég vil leyfa persneska skáld- inu Rumi, sem var uppi á 13. öld, að lýsa tilfinningum ástvina Bistu nú. Hlustaðu á sögu reyrsins um aðskilnað: „Síðan ég var skorinn frá árbakkanum hef ég gefið frá mér þetta kjökur. Allir þeir sem hafa verið aðskildir frá ástvinum skilja hvað ég meina.“ Guðrún Finnbogadóttir. Æskuvinkona mín, Sigrún Finnbogadóttir, hefur kvatt þessa jarðvist. Kynni okkar hóf- ust þegar hún settist á skólabekk á Siglufirði og dvaldi tvo vetur í góðu yfirlæti hjá Hildi Svavars- dóttur og Ármanni Jakobssyni, móðurbróður sínum. Þessi ung- lingsstúlka vakti aðdáun foreldra minna þegar hún hringdi, því hún kynnti sig alltaf, sem við skóla- systkin hennar máttum sjaldnast vera að. Enda kom hún með gott veganesti að heiman, Marbakka- systkin voru þekkt fyrir kurteisi. Var hún aufúsugestur á heimili mínu, bráðvel gefin, ætíð glöð og kát, og sáu yngri systkin mín ekki sólina fyrir Bistu. Þegar skólaganga hófst fyrir sunnan var manni tekið af mikilli hlýju af þeim hjónum, Huldu og Finnboga Rúti. Þau voru betri en enginn fyrir próf þegar láðst hafði opna skólabækurnar. Las Hulda með okkur þýskuna á eld- ingarhraða og nóttina fyrir hag- fræðipróf gekk Rútur um gólf og tróð í okkur visku. Ljúfar voru stundir á Marbakka við arineld eftir langa fjörugöngu eða róður í rigningu og sudda, ökuferð í Jagúarnum sem við fengum stundum lánaðan eða Moskvits- inum sem var nú ekki eins spenn- andi. Og ekki gleymist góði mat- urinn sem bæjarstýran í Kópavogi töfraði fram í notalega eldhúsinu við voginn eftir hasar á kontórnum. Góða vinkonu eign- uðumst við í skólanum, Áróru Sigurgeirsdóttur, sem því miður fór líka allt of fljótt. Alla tíð lét Bista sér annt um fjölskyldu mína, jafnt foreldra og systkin sem og ömmur og afa, sem vart var stigin á sunnlenska grund þegar Bista var farin að planleggja heimboð. Mörg voru matarboðin sem hún stóð fyrir og bauð í af höfðingsskap og um- hyggjusemi fyrir þessu fólki mínu. Þessu stússi tók Styrmir eiginmaður hennar heilshugar þátt í enda einstakur á alla lund, og skellti hann stundum í pönnu- kökur eftir eðaluppskrift ömmu sinnar. Þar í arni logaði líka glatt og var setið steinþegjandi við yl- inn með heimspressuna í fanginu án þess það stuðaði neinn. Bista var glæsileg kona sem eftir var tekið, falleg yst sem innst. Hún var gjafmild með ein- dæmum, tugi leirmuna sem hún bjó til gaf hún mér og þá falleg- ustu. Listrænt heimilið prýddi hún sjaldgæfum blómum og lá yf- ir plöntubókum sér til fróðleiks. Hún bar mikla virðingu fyrir móðurmálinu, var ljóðelsk og hafði gaman af að kveðast á og lék íslenskan henni á tungu. Erf- ið veikindi reyndu mikið á Bistu og þolrif fjölskyldu hennar sem alla tíð studdi hana óendanlega vel og dyggilega. Bera yndislegar dætur þeirra Styrmis, Hulda Dóra og Hanna Guðrún, foreldr- um sínum fagurt vitni, svo og dætrasynirnir fjórir, hver öðrum efnilegri og augasteinar ömmu sinnar og afa. Við Ásgeir vottum þeim öllum innilega samúð. Hittumst síðar, elsku Bista mín. „Tíminn hann er fugl sem flýgur hratt, hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld“. Ólöf Þórey Haraldsdóttir. Æskuvinátta sem endist er eitt það dýrmætasta sem nokkur maður getur átt. Hjá okkur Sig- rúnu Finnbogadóttur hófst hún með hvelli. Við vorum skólasyst- ur í Versló, en þekktumst lítið. Á einni bekkjarskemmtuninni varð okkur þó sundurorða svo eftir var tekið. Nokkru síðar bauð hún mér í bíltúr. Faðir hennar var al- þingismaður og móðirin bæjar- stjóri í Kópavogi og áttu þau kraftmikinn bíl sem notaður var í ökuferðinni góðu. Við ókum gamla flugvallarveginn, hættu- lega hratt, fram og til baka og grófum ágreininginn. Æ síðan hefur hún verið Bista vinkona í mínum huga, þótt dregið hafi úr samgangi fyrstu fullorðinsárin. Við fórum hvor sína leið í námi, starfi og fjölskyldulífi. Tengslin rofnuðu samt aldrei og fyrr en varði tókum við aftur upp þráð- inn og héldum traustu sambandi eftir það. Bista var skarpgreind, stór- huga og hugmyndarík. Hún fékk þó ekki notið hæfileika sinna sem skyldi. Andleg veikindi settu strik í reikninginn. Unga hús- móðirin á Marbakka, eiginkona og móðir tveggja yndislegra dætra, var slegin út af laginu og átti eftir að berjast við óvininn ár- um saman. Styrmir stóð fast við hlið hennar í gegnum þessar hremmingar og hið sama átti við um dæturnar, Huldu Dóru og Hönnu Guðrúnu, eftir að þær komust til þroska. Það var sárt að vita af vinkonu sinni þjást ýmist af skelfingu, ótta eða depurð, þrátt fyrir góðar ytri aðstæður. Svo fór að óvinurinn hörfaði. En baráttan var hörð og skildi eftir sig djúp ör og líkamleg heilsa varð aldei söm. Um þessi örlög skrifaði Styrm- ir áhrifaríka bók, Ómunatíð. Þar var sannarlega riðið á djúpt vað- ið. Það þurfti mikið hugrekki og einlægan vilja til að rjúfa þá þögn sem fram að því hafði ríkt um geðsjúkdóma. Þau hjónin tóku í sameiningu ákvörðun um ritun bókarinnar og í henni var sagan sögð á opinskáan og upplýsandi hátt. Bista ritaði inngangsorð þar sem hún líkti sjúkdóminum við straumhart fljót. Mér þótti þetta skref vera mikil hetjudáð – af þeirra beggja hálfu. Eflaust hef- ur þessi bók breytt miklu í við- horfi fólks til geðsjúkdóma. Nú má tala um þá. Þögnin er rofin. Eftir að börnin uxu úr grasi fjölgaði samverustundum okkar talsvert. Mér eru minnisstæðar gönguferðir okkar um Fossvogs- dalinn og víðar. Þá var mikið spjallað og vináttan efld. Þótt gönguferðum hafi síðar verið sjálfhætt breyttist sambandið lít- ið. Sjaldan held ég að hafi liðið sú vika að við töluðum ekki saman, í það minnsta í síma. Bista lá ekki á skoðunum sínum og oft voru samræðurnar fjörugar. Hún var heldur ekki spör á ómetanlega hvatningu og stuðning. Fyrir all- ar þessar stundir og áratuga vin- áttu og tryggð vil ég nú þakka. Styrmi, Huldu Dóru, Hönnu Guð- rúnu og þeirra fólki sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Sigurveig Jónsdóttir. Fyrir næstum fjörutíu árum kom ég 14 ára títla fyrst á heimili Bistu og Stymma á Marbakkann, strax tókust með okkur vina- bönd. Stundirnar urðu margar á Marbakkabraut og mínu heimili. Þrátt fyrir erfið veikindi nánast allt sitt líf tók Bista þeim með æðruleysi, brosti sínu fallega brosi og sagði svo oft við mig: „Elskan mín, þú veist að ég er geggjuð.“ Þakka yndistíma sem við áttum saman síðastliðinn sep- ember í síðustu heimsókn minni. Alltaf svo hlýjar og ljúfar mót- tökur hjá þeim hjónum. Stymma, Huldu, Hönnu, ömmustrákunum og fjölskyldu, sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi Gabríel vaka yfir ykkur, vernda og styrkja. Kveð góða vinkonu, sem aldrei gleymist, með söknuði í hjarta. Hvíldu í friði, elsku Bistan mín, veit þú dansar nú á himnum. Þín vinkona, Steinunn. Ég var tólf ára þegar Hanna dóttir Bistu og ég urðum vinkon- ur. Það er ómetanlegt að hafa fengið að kynnast þessari fallegu, skemmtilegu og ofurnæmu mömmu vinkonu minnar. Hún hvatti okkur ávallt og hrósaði óspart, deildi með okkur sorgum og sigrum og kenndi mér góða ís- lensku á sinn hlæjandi og skemmtilega hátt. Hún lagði áherslu á að við fengjum að mynda okkur sjálfstæðar skoðan- ir og hefðum frelsi til að velja og hafna á viðkvæmum unglingsár- unum. Ég er sannfærð um að hún hafði einhverja sterkari innri sýn en gengur og gerist því oft las hún hugsanir okkar, vissi hvenær við vorum ástfangnar og ræddi þau hjartans mál við okkur. Sú einstaka vinátta sem við áttum og þær mörgu stundir sem við spjölluðum hafa kennt mér margt. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þessari einstöku konu og ég verð ævin- lega þakklát fyrir þá miklu hlýju sem hún sýndi mér og síðar fjöl- skyldu minni. Hönnu, Huldu, Styrmi og öðr- um ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Berglind. Bista frænka mín. Hún er ein- hvern veginn órjúfanlegur hluti af mér og mínu lífi. Enginn hefur staðið mér nær, nema Ella. Allt mitt líf var hún nærri og mínar fyrstu minningar eru um hana, fyrst sem táning sennilega, svo sem unga konu. Það var þessi unga kona, var þá sennilega orðin flugfreyja, sem bað mig að hlaupa niður í fjöru fyrir sig og sækja sjó í krukku, því hún trúði því að mað- ur yrði brúnni af því að bera á sig sjó í sólbaði. Ég sló til enda fékk ég amerískt tyggjó, með kanil- bragði, að launum. En svo þegar á hólminn var komið guggnaði krakkinn, það var svo heitt og notalegt hjá okkur í skjóli fyrir norðangarranum og svo kalt norðan við vegginn og tyggjóið búið, svo Bista varð að fara sjálf. Í fimmtíu ár hefur mér fundist ég hafa klikkað á Bistu frænku mína og þótt hún hafi löngu fyrirgefið mér hefur þetta samt legið á mér. Á ferðalögum eða búsetu erlendis hef ég alltaf hringt í Bistu, til að láta vita af mér, að allt væri í lagi. Nú er engin til að hringja í. Ég mun sakna hennar skelfi- lega mikið. Rútur. Móðursystir mín, hún Bista, var svo miklu meira en frænka fyrir mér. Hún var mamma mín eftir að mamma féll frá og amma Sigrún Finnbogadóttir HINSTA KVEÐJA Lát huggast, þú ástvinur hryggur! Nú hætti þinn grátur að streyma! Því dauðinn er leið sú er liggur til lífsins og ódáinsheima. Nær bergstuðlar jarðríkis braka og básúnur englanna hljóma, mun alvaldur eign sína taka til yngingar,dýrðar og blóma. (A.P.C./ Þýð J.H.) Þórunn Hreggviðsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.