Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Raunar ná þau systkinin aðeins
að halda í slétt þúsund ár í þrjá
daga, frá 69 ára afmælisdegi Ólafs
í dag, 31. mars, til 4. apríl.
„Þá verður hann 75 ára,“ segir
Sigurður og bendir á Jóhannes
sem glottir við. „Þá verðum við
þúsund og eins árs.“
Systkinin eru samheldin og
hittast reglulega yfir árið. Þau
fagna foreldrum sínum heitnum á
afmælisdögum þeirra, fara í úti-
legu með börn og buru auk þess
sem þau halda jólaball ár hvert.
Þegar kemur að slíkum við-
burðum, þar sem niðjum þeirra
eru einnig boðið með dugir ekkert
minna en að leigja sal; þau eiga
samtals 35 börn, 47 barnabörn og
þrjú á leiðinni, þar af eitt barna-
barnabarnabarn Önnu og Karls.
Eðli málsins samkvæmt er það
aldrei svo að allir sjá sér fært að
mæta og raunar gildir það sama
um systkinahópinn sjálfan.
„Við höfum bara hist öll þrisvar
sinnum, systkinin,“ segir Jóhann-
es. Blaðamaður hváir við og hann
útskýrir að þau hafi aldrei verið
öll á heimilinu á sama tíma.
Þau hafi komið saman við ferm-
ingu Eiríks bróður síns og svo við
jarðarfarir foreldra sinna.
Þúsund ára systkini Axlarbörnin hafa einungis þrívegis verið öll á sama stað á sama tíma. Einu sinni í fermingu eins bróðurins og svo við jarðarfarir foreldra sinna en myndin hér að ofan var tek-
in við jarðarför móður þeirra. Samt sem áður eru systkinin samheldinn hópur . Þau eiga ýmsar árlegar hefðir svo sem jólaball og þorrablót þar sem börn og barnabörn fá að vera með.
Fimmtán systkin – Þúsund ár
Í dag fagna systkinin frá Öxl í Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi sérstæðum áfanga sem aðeins
tveir aðrir núlifandi systkinahópar hér á landi hafa náð Þau fagna samanlögðu þúsund ára afmæli
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fulltrúar hópsins Þau Sigurður, Jóhannes, Kristlaug og Guðbjörg setttust niður með blaðamanni Morgunblaðsins.
Reimar fæddur 1940
Jóhannes fæddur 1941
Ingólfur fæddur 1942
Steinar fæddur 1943
Kristjana fædd 1944
Ólöf fædd 1946
Ólafur fæddur 1947
Kristlaug fædd1948
Elín fædd 1949
Eiríkur fæddur 1951
Anna fædd 1952
Emilía fædd 1954
Guðrún fædd 1955
Sigurður Karl fæddur 1958
Guðbjörg Baldvina fædd 1959
Systkinin
fimmtán
frá Öxl
Í ALDURSRÖÐ
MÁ BJÓÐA ÞÉR
Í SJÓNMÆLINGU?
NÝ SENDING AF
UMGJÖRÐUM
Traust og góð þjónusta í 19 ár
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200
Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14
VIÐTAL
Anna Marsibil Clausen
annamarsy@mbl.is
Íslandsmetið í háum aldri systkina-
hópa eiga systkin frá Gunnlaugs-
stöðum í Stafholtstungum sem urðu
samtals 1.215 ára.
Tveir núlifandi hópar hafa náð yf-
ir þúsund árin en það eru systkin frá
Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð sem
eru 1.030 ára til samans og svo
systkinin frá Kjóastöðum í Bisk-
upstungum sem eiga 1.027 ár til
samans.
Þúsaldarhópurinn frá Öxl telur
átta systur og sjö bræður, fimmtán
alls.
Eins og augljóst er þurfa systkin
að vera nokkuð mörg til að ná slík-
um aldri og þegar blaðamaður
Morgunblaðsins sest niður með
þeim Guðbjörgu, Sigurði, Jóhannesi
og Kristlaugu hefur Sigurður, sem
er yngstur bræðranna, það á orði að
líklega eigi ekki margir hérlendir
hópar eftir að ná þeim áfanga.