Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 60
60 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið 11-18, lau 11-16. Diskamottur og vínyl gólfmottur LISTHÚSINU Ný sending Árið 1993 var merki- legt ár í sögu lagasetn- ingar á Íslandi. Með samhljóða samþykkt Alþingis þá um vorið voru lögfest á Alþingi ný stjórnsýslulög (nr. 37/1993). Lögin þóttu marka tímamót í sam- skiptum borgaranna við ríkisvaldið. For- sætisráðuneytið sá ástæðu til að gefa út fallegan bækl- ing, „Réttur þinn í samskiptum við hið opinbera“ þar sem sjálfur for- sætisráðherrann fór fögrum orðum um þau tímamót sem þessi nýju lög fælu í sér. Í inngangi ritsins var m.a. rætt um vaxandi kröfur um aukið réttaröryggi þegnanna í samskiptum við ríki og sveitarfélög og að hin nýju lög fælu í sér „annars vegar það að auka réttaröryggi borgaranna í sam- skiptum þeirra við hið opinbera og hins vegar að stuðla að skilvirkni og hagkvæmni í störfum stjórnvalda“. Litlu síðar stóð orðrétt: „Með hinum nýju stjórnsýslulögum er komið til móts við þessar kröfur og lögfestar reglur sem eiga að tryggja rétt borg- aranna í samskiptum við hið op- inbera og stuðla að vandaðri og greiðri meðferð mála“. Hin nýju lög fólu í sér nokkrar meginreglur sem „hið opinbera“ skyldi ævinlega hafa í heiðri í samskiptum við borgarana. Reglurnar eru alls 13 og æ síðan hafa þær stöðugt komið víða við sögu og í þær vitnað þótt í ákveðnum tilvikum hafi maður efast um að tilteknar stofnanir ríkisvaldsins vissu um til- vist þeirra og tækju af þeim mið í embættisfærslu sinni. Ein hin mikilvægasta af þessum reglum hefur verið nefnd „máls- hraðareglan“. Hún kveður á um, að stjórnvöld skuli ævinlega taka ákvörðun í málum „svo fljótt sem unnt er“. Stjórnvöld skuli án ástæðu- lauss dráttar gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til undirbún- ings afgreiðslu máls og ef fyr- irsjáanlegt er að afgreiðsla máls muni tefjast ber að skýra frá ástæð- um þess og hvenær vænta megi ákvörðunar. Enginn afsláttur er sjá- anlega gefinn frá þessum kröfum í lögunum og réttur þolandans til eðli- legs málshraða ótvíræður. Ástæða þess að ofangreint er rifj- að upp hér er tvíþætt. Fyrir örfáum vikum lauk svonefndu Aserta-máli þar sem fjórir ungir menn voru leyst- ir undan sex ára martröð málaferla, sem stofnað hafði verið til án grund- vallar og meira að segja í upphafi settur upp í formi „flugeldasýningar“ blaðamannafundur, öðrum til viðvör- unar. Líf þessara manna og fjöl- skyldna þeirra sett á „hold“ í sex ár og eignir þeirra frystar með alvar- legum afleiðingum. Og hver voru við- brögð viðkomandi stofnunar rík- isvaldsins í lokin? – yppt öxlum – við erum hættir við allt – þetta var allt í plati, við að drepast úr vinnuálagi og blankir í þokkabót! Ekki stóð steinn yfir steini í málsmeðferðinni og máls- hraðareglan fótum troðin. Hið síðara tilvik varðar ákæru á hendur 72 ára gömlum sparisjóðs- stjóra suður með sjó nú fyrir skömmu vegna atburða, sem sagðir eru hafa átt sér stað fyrir átta árum. Ekki er hér fjallað um efnisatriði ákærunnar heldur hitt, að tímasetn- ing hennar er manni óskiljanleg með hliðsjón af málshraðareglunni. Maður hlýtur að spyrja vegna beggja ofangreindra tilvika – sam- rýmast þessi vinnubrögð þeirri vernd sem fyrrnefnd stjórnsýslulög eiga að veita borgurunum varðandi eðlilegan málshraða? Að lokum þetta: Er þetta það rétt- arríki, sem við viljum búa við? Að skýrar reglur stjórnsýslulaganna séu þverbrotnar í þágu einhverrar ímyndaðrar réttlætiskenndar? Og jafnvel að málsmeðferðin nálgist að ná út yfir gröf og dauða? Réttarríkið Ísland – eða hvað? Eftir Guðmund Jóelsson Guðmundur Jóelsson »Maður hlýtur að spyrja – samrýmast þessi vinnubrögð þeirri vernd sem fyrrnefnd stjórnsýslulög eiga að veita borgurunum varð- andi eðlilegan máls- hraða? Höfundur er löggiltur endurskoðandi. Kolefnisfótspor er löngu orðið staðlað hugtak í umhverf- isfræðum og segir með skýrum hætti til um mælanleg áhrif tiltekinnar fram- kvæmdar, framleiðslu eða vöru á umhverfi sitt. Við reiknum út í þessu samhengi magn mengunarinnar sem skilin er eftir í umhverfinu og getum þannig mælt umhverfisgæði tiltekinnar vöru eða framleiðslu. Eðli málsins sam- kvæmt eru umhverfisgæðin meiri eftir því sem magn mengunar- innar sem ferlið getur af sér er minna. Þetta er meðal annars gagnlegt verkfæri þegar óábyrgir aðilar stíga fram með yfirlýsingar um umhverfisgæði verka sinna sem í reynd standast ekki skoðun. Nýlega kynnti Landsnet til leiks nýja gerð háspennumastra. Möstr- in hafa fengið nafnið „Ballerína“ og eru kynnt sem afrakstur margra ára rannsóknar- og þróun- arvinnu sem kostaði mikla fjár- muni, samkvæmt orðum þeirra Nils Gústavssonar og Sverris Jan Norðfjörð hjá Landsneti. Ekki hefur verið upplýst um hve miklu fjármagni varið hefur verið í þetta verkefni; við óskum hér með ein- dregið eftir þeim upplýsingum. Hinsvegar hefur forstjórinn sjálf- ur tilkynnt að hér sé um að ræða „nýja kynslóð háspennumastra“ á Íslandi. Ballerínur eins og við þekkjum þær eru léttar í spori og ásýnd og svífa fyrirhafnarlaust um umhverfi sitt – leiksviðið. Það munu ball- erínur Landsnets þó aldrei gera, enda einhver þyngsti klumpur af stáli sem stíga mun á jörð á Ís- landi, ef fer sem horfir. Sú stað- reynd að klumpur þessi verði fluttur í heilu lagi frá útlöndum – svo virðist sem Landsnet ætli í al- vörunni að flytja inn 30 m löng mannvirki í heilu lagi erlendi frá útlöndum – mun hvorki auka á hagkvæmni gjörningsins eða um- hverfisvænleika. Þessi meinta ballerína verður svo þungstíg að hún mun skilja eftir sig í nátt- úrunni einhver dýpstu kolefn- isfótspor sem um getur í sögu raf- orkuflutningskerfisins. Ekki grynnri verða sporin á hagkerfinu. Þetta er afrakstur margra ára rannsóknar- og þróunarvinnu sem kostaði mikla fjármuni. Íslenskt landslag og íslensk náttúra er leiksvið, leiksviðið okk- ar sem við eigum saman, þ.e. síð- ast þegar ég vissi. Ég verð þó að viðurkenna, að með hverju miss- erinu sem líður og eftir því sem fundum og ráðum um íslenska náttúru fjölgar, þeim mun minna hef ég á tilfinningunni að svo sé. Ef ég væri stjórnandi ballettflokks og réði til mín fylkingu af klunna- legum ballerínum í yfirþyngd til þess að þramma og trampa um gólf leikhússins, undir því yf- irskyni að um væri að ræða ball- ett, yrði mér gert að taka pokann minn umsvifalaust. Ballettdans á að vera fisléttur og leikandi. Ef ég ætti leikhúsið einn gæti ég jú gert nokkurn veginn það sem mér sýndist hverju sinni, en á end- anum yrði ég að taka tillit til vilja fólksins – samfélagsins – ef ég ætlaði ekki að valda leikhúsinu al- varlegu tjóni. Tómt leikhús er ekki mikils virði. Fyrir hvern verður hið nýja ís- lenska raforkuflutn- ingskerfi byggt? Þessi sótsvörtu kol- efnisspor ballerínanna þungstígu eru al- gjörlega á skjön við umræðu um umhverf- ismál, algjörlega á skjön við niðurstöður umhverfisráðstefn- unnar COP21 í París og í svo gott sem fullkomnu ósamræmi við kröfur íslensks almennings um hagkvæmni í fjárfestingum. Er þetta yfirhöfuð í samræmi við raf- orkulög? Hvernig? Þá er nafngiftin „Ballerína“ at- hyglisverð, enda flestum sem með þessum málum fylgjast kunnugt um íslenska nýsköpunarfyrirtækið Línudans ehf. (www.facebook.com/ greengrids). Línudans hefur frá árinu 2008 unnið að þróun fisléttra umhverfisvænna háspennumastra sem eru á sama tíma mjög hag- kvæmur valkostur fyrir raf- orkuflutning á hárri spennu. Sú staðreynd að Landsnet stígi nú fram með svokallaða nýja kynslóð háspennumastra sem einnig fær skírskotun í dans, líkt og Línu- dans hefur gert í sínum verk- efnum frá upphafi – ekki síst til markaðssetningar og áherslu þeirrar nýju hugmyndafræði sem fyrirtækið stendur fyrir – er ekki bara illa gert heldur endurspeglar mikla og átakanlega fátækt hlut- aðeigandi. Við vitum að það er ekki fallegt að gera hugmyndir og hug- myndafræði annarra að sínum, siðferðislega rangt og óheiðarlegt. Öllu verra er ef hin nýja kynslóð háspennumastra reynist bæði menga meira en áður hefur sést á þessu sviði auk þess að vera ein- hver dýrasta mastralausn sem komið hefur fram á sjónarsviðið á Íslandi. Það er alls ekki gott fyrir hækkandi hitastig á jörðinni og síður en svo gott fyrir íslenskan efnahag. Hver er ballettstjóri? Af tillitssemi við íslenska skatt- greiðendur og þá fjölmörgu aðila sem fjárfest hafa tíma og fjár- magn í verkefnum Línudans ehf., íslenska ríkið þar með talið, þá er rétt að óska eftir skýringum á þessari niðurstöðu margra ára rannsóknar- og þróunarvinnu Landsnets sem kostað var til með fjármunum íslendinga. Hve miklu hefur verið varið í þetta verk sem forstjórinn sjálfur, Guðmundur Ingi Ásmundsson, kynnti fyrir okkur á haustdögum? Fyrir hönd íslenskrar náttúru og umhverfisþenkjandi fólks: hve margar þúsundir tonna CO2 verða skildar eftir í umhverfinu? Óskað er eftir skýrum tölu- legum upplýsingum. Raforkuflutnings- kerfi – Þungstíga ballerínan Eftir Magnús Rannver Rafnsson Magnús Rannver Rafnsson » Öllu verra er ef ball- erínurnar reynast bæði menga meira en áður hefur sést auk þess að vera einhver dýrasta mastralausn sem komið hefur fram. Höfundur er verkfræðingur og starf- ar að nýsköpun á sviði raforkuflutn- ingskerfa. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.