Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 49
FRÉTTIR 49Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Eitt allra sverasta tré landsins
skemmdist mikið í stórviðri sem
gekk yfir Hallormsstaðarskóg fyrr í
mánuðinum. Tréð er ríflega ald-
argamall fjallaþinur í Mörkinni Hall-
ormsstað og hefur verið mjög vin-
sælt klifurtré hjá ungviðinu.
Á Hallormsstað olli hvassviðri af
suðri 13. mars því að nokkur tré
fuku um koll í trjásafninu þar.
Auk klifurtrésins vinsæla brotnaði
gamall hvítþinur í safninu, sitka-
greni og lindifura. Í skóginum sjálf-
um má einnig sjá á stöku stað brotin
tré af ýmsum tegundum. Öll eiga
þau það sammerkt að vera tví- eða
þrístofna sem gerir þau veikari fyrir
miklum hvassviðrum.
Eitt af elstu trjánum í safninu
Fyrrnefndur fjallaþinur er eitt af
elstu trjánum í safninu, gróð-
ursettur á árabilinu 1905-1910.
Stofninn er 330 cm að ummáli og um
95 cm í þvermál. Þinurinn var þrí-
stofna og brotnuðu tveir stofnanna.
Á heimasíðu Skógræktarinnar er
haft eftir Þór Þorfinnssyni skóg-
arverði að búast megi við því að síð-
asti stofninn brotni í næsta hvass-
viðri.
Ljósmynd/Þór Þorfinnsson
Í trjásafninu Hætt er við að þriðji
stofninn á gamla fjallaþininum geti
brotnað í næsta stórviðri.
Tré skemmd-
ust í hvass-
viðri á Hall-
ormsstað
Tví- eða þrístofna
tré veikari fyrir
Frá því að skipulegar hvalataln-
ingar hófust árið 1987 hefur lang-
reyði og hnúfubak fjölgað umtals-
vert við landið og útbreiðsla
steypireyðar virðist hafa færst
norðar. Hrefnu fjölgaði einnig
fram yfir síðustu aldamót, en hef-
ur fækkað mjög á landgrunninu
síðan 2001. Þetta verður m.a. rætt
á málstofu Hafrannsóknastofnunar
í hádeginu í dag, en Gísli Víkings-
son hvalasérfræðingur flytur þá
erindi um breytingar á útbreiðslu
og fjölda skíðishvala undanfarna
áratugi. Í fyrirlestrinum verður
leitast við að skýra þessar breyt-
ingar með tilvísun í samhliða
breytingar í hafinu og lífríki þess,
t.d. hlýnun sjávar og breytingar á
fæðutegundum hvala.
Í ágripi af erindinu kemur fram
að fækkun hrefnu á landgrunninu
stafi líklega af hruni sandsíla-
stofnsins eftir aldamótin og breyt-
ingum á sumarútbreiðslu loðnu en
báðar þessar fisktegundir eru
mikilvægur hluti af fæðu tegund-
arinnar. „Auk breytinga í út-
breiðslu hefur hrefnan brugðist
við þessum breytingum í vistkerf-
inu með auknu afráni á síld og
þorskfiskum. Skíðishvalir eru far-
dýr sem safna orkuforða á sumrin
en eru taldir éta lítið yfir fengi-
tímann á veturna.
Haustfar hefst síðar
Niðurstöður gervitunglamerk-
inga á hrefnu og hnúfubak benda
til að haustfar hefjist síðar en áð-
ur var talið og farleiðir séu í miðju
Norður-Atlantshafi. Rannsóknir á
forðasöfnun benda til að þungaðar
langreyðarkýr éti um 1.300 kg af
ljósátu á dag og auki orkuinnihald
líkamans um 80% yfir sumarið, en
ókynþroska dýr „einungis“ um
30%.
Þær miklu breytingar sem orðið
hafa á skíðishvalastofnum hér við
land undanfarna áratugi virðast
tengjast breytingum á stofnstærð-
um og útbreiðslu mikilvægra
fæðutegunda, sem líklega má
rekja til hlýnunar sjávar,“ segir
m.a. í ágripi af erindi Gísla.
Fjölgun langreyðar og hnúfubaks
Hlýrri sjór og breytingar á fæðu Aukið afrán hrefnu á síld og þorskfiskum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hnúfubakur Hvalur bregður á leik
fyrir ferðamenn í Jökulfjörðum.
sfs.is
Ráðstefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 1. apríl kl. 13.00 til 16.30
Sjávarútvegur:
Stærstu vaxtar-
tækifæri íslensks
atvinnulífs
Hefur íslenskur sjávarútvegur staðið sig vel?
– ÞorsteinnMár Baldvinsson,
forstjóri Samherja
Hversumiklumáli skiptir stöðugleiki?
– Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður
efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Nýsköpun sprettur úr samtarfi
– Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel
Auðlindastýring í þágu samfélagsins
– Lars Christiensen, eigandi ráðgjafastofunnar
Markets andMoney Advisory
Takmarkaðar auðlindir – aukin verðmætasköpun
– Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Mannauður ermikilvægasta
auðlind hvers fyrirtækis
– Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri SFS
Þekkingar er þörf
– Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans
á Akureyri og fyrrverandi aðalhagfræðingur CCP
Fundarstjóri:AldaAgnesGylfadóttir,
framkvæmdastjóri Einhamars Seafood