Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 49

Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 49
FRÉTTIR 49Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Eitt allra sverasta tré landsins skemmdist mikið í stórviðri sem gekk yfir Hallormsstaðarskóg fyrr í mánuðinum. Tréð er ríflega ald- argamall fjallaþinur í Mörkinni Hall- ormsstað og hefur verið mjög vin- sælt klifurtré hjá ungviðinu. Á Hallormsstað olli hvassviðri af suðri 13. mars því að nokkur tré fuku um koll í trjásafninu þar. Auk klifurtrésins vinsæla brotnaði gamall hvítþinur í safninu, sitka- greni og lindifura. Í skóginum sjálf- um má einnig sjá á stöku stað brotin tré af ýmsum tegundum. Öll eiga þau það sammerkt að vera tví- eða þrístofna sem gerir þau veikari fyrir miklum hvassviðrum. Eitt af elstu trjánum í safninu Fyrrnefndur fjallaþinur er eitt af elstu trjánum í safninu, gróð- ursettur á árabilinu 1905-1910. Stofninn er 330 cm að ummáli og um 95 cm í þvermál. Þinurinn var þrí- stofna og brotnuðu tveir stofnanna. Á heimasíðu Skógræktarinnar er haft eftir Þór Þorfinnssyni skóg- arverði að búast megi við því að síð- asti stofninn brotni í næsta hvass- viðri. Ljósmynd/Þór Þorfinnsson Í trjásafninu Hætt er við að þriðji stofninn á gamla fjallaþininum geti brotnað í næsta stórviðri. Tré skemmd- ust í hvass- viðri á Hall- ormsstað  Tví- eða þrístofna tré veikari fyrir Frá því að skipulegar hvalataln- ingar hófust árið 1987 hefur lang- reyði og hnúfubak fjölgað umtals- vert við landið og útbreiðsla steypireyðar virðist hafa færst norðar. Hrefnu fjölgaði einnig fram yfir síðustu aldamót, en hef- ur fækkað mjög á landgrunninu síðan 2001. Þetta verður m.a. rætt á málstofu Hafrannsóknastofnunar í hádeginu í dag, en Gísli Víkings- son hvalasérfræðingur flytur þá erindi um breytingar á útbreiðslu og fjölda skíðishvala undanfarna áratugi. Í fyrirlestrinum verður leitast við að skýra þessar breyt- ingar með tilvísun í samhliða breytingar í hafinu og lífríki þess, t.d. hlýnun sjávar og breytingar á fæðutegundum hvala. Í ágripi af erindinu kemur fram að fækkun hrefnu á landgrunninu stafi líklega af hruni sandsíla- stofnsins eftir aldamótin og breyt- ingum á sumarútbreiðslu loðnu en báðar þessar fisktegundir eru mikilvægur hluti af fæðu tegund- arinnar. „Auk breytinga í út- breiðslu hefur hrefnan brugðist við þessum breytingum í vistkerf- inu með auknu afráni á síld og þorskfiskum. Skíðishvalir eru far- dýr sem safna orkuforða á sumrin en eru taldir éta lítið yfir fengi- tímann á veturna. Haustfar hefst síðar Niðurstöður gervitunglamerk- inga á hrefnu og hnúfubak benda til að haustfar hefjist síðar en áð- ur var talið og farleiðir séu í miðju Norður-Atlantshafi. Rannsóknir á forðasöfnun benda til að þungaðar langreyðarkýr éti um 1.300 kg af ljósátu á dag og auki orkuinnihald líkamans um 80% yfir sumarið, en ókynþroska dýr „einungis“ um 30%. Þær miklu breytingar sem orðið hafa á skíðishvalastofnum hér við land undanfarna áratugi virðast tengjast breytingum á stofnstærð- um og útbreiðslu mikilvægra fæðutegunda, sem líklega má rekja til hlýnunar sjávar,“ segir m.a. í ágripi af erindi Gísla. Fjölgun langreyðar og hnúfubaks  Hlýrri sjór og breytingar á fæðu  Aukið afrán hrefnu á síld og þorskfiskum Morgunblaðið/Árni Sæberg Hnúfubakur Hvalur bregður á leik fyrir ferðamenn í Jökulfjörðum. sfs.is Ráðstefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 1. apríl kl. 13.00 til 16.30 Sjávarútvegur: Stærstu vaxtar- tækifæri íslensks atvinnulífs Hefur íslenskur sjávarútvegur staðið sig vel? – ÞorsteinnMár Baldvinsson, forstjóri Samherja Hversumiklumáli skiptir stöðugleiki? – Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Nýsköpun sprettur úr samtarfi – Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel Auðlindastýring í þágu samfélagsins – Lars Christiensen, eigandi ráðgjafastofunnar Markets andMoney Advisory Takmarkaðar auðlindir – aukin verðmætasköpun – Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Mannauður ermikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis – Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri SFS Þekkingar er þörf – Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri og fyrrverandi aðalhagfræðingur CCP Fundarstjóri:AldaAgnesGylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.