Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Ertu rétt klæddur? Þú færð vinnu- og öryggisfatnað hjá Dynjanda. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is REIÐHJÓL Í SUMAR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Liðin eru sjö ár síðan félagarnir David James Robertson og Emil Guðmundsson opnuðu reið- hjólaverslunina Kría hjól á Grand- garði 7. Búðin komst fljótt á kortið hjá íslensku hjólreiðafólki bæði sem staður til að finna fyrsta flokks reiðhjól og aukabúnað, og líka sem áningarstaður á ferð um bæinn. Þar er tekið vel á móti gestum með kaffibolla og þægilegri aðstöðu til að spjalla og safna kröftum áður en haldið er aftur af stað. „Við vorum einmitt að end- urhanna hjá okkur hluta búð- arinnar til að skapa rými þar sem fólk getur látið fara vel um sig og horft á útsendingar frá hjólreiða- keppnum í sjónvarpinu“ segir Dav- id. Margir landsmenn hafa smit- ast af reiðhjólabakteríunni á und- anförnum árum og ganga sumir svo langt að spá því að reiðhjóla- menningin á Íslandi fari bráðum að geta keppt við það sem fólk þekkir frá borgum eins og Kaupmanna- höfn. David segir að þó svo efna- hagskreppan virðist vera að mestu að baki og jeppasalan eflaust farin að glæðast þá sé ekki hægt að greina að reiðhjólabyltingin hafi náð hámarki. „Það sem svo margir hafa lært á undanförnum árum er að það er alveg hægt að hjóla Ís- landi og með rétta útbúnaðinum og góðum fatnaði er ekkert sem segir að megi ekki vera á hjólinu allt ár- ið um kring. Mikið líf er í reiðhjóla- starfinu, og margt í boði hvort sem fólk vill hjóla sér til dægrastytt- ingar eða spreyta sig í keppni.“ Algengt verð 150 til 200 þús. Þessi þróun hefur orðið til þess að dýrari og vandaðri hjól seljast betur en áður. Ef reiðhjólið er orðið helsta samgöngutækið, eða mikill metnaaður hlaupinn í þá sem vilja ná góðum tíma á hjólreiða- mótum, þá þykir ekki svo dýr fjár- festing að kaupa hjól sem kostar á bilinu 150 til 200 þúsund. „Flest hjólin sem við seljum eru á því bili og ekki óalgengt að við seljum hjól sem kosta jafnvel 300 þúsund. Dýr- ustu hjólin eins og Venge ViAS- hjólið frá Specialized, geta kostað hátt í tvær milljónir,“ útskýrir David. Ef lesendur eru forvitnir um hvers konar undrahjól kostar á við lítinn bíl þá er það að segja um Venge ViAS að hjólið var þróað í vindgöngum Specialized, og á helst að nota með sérhönnuðum hjálmi og skóm. Lögun hjólsins, skónna og hjálmsins á að draga stórlega úr vindmótstöðu og segir David talað um að með því megi stytta 40 km hjólreiðatúr um fimm mínútur. „Margir einblína á þyngd hjólsins og halda að mest muni um að hafa hjólið sem léttast, en eftir því sem hjólað er hraðar hefur vindmót- staðan meiri áhrif og hefur í raun mun meira að segja en þyngdin. Maður finnur greinilega muninn á Venge ViAS og öðrum reiðhjólum. Tilfinningin er eins og hjólið renni eins og hnífur í gegnum loftið.“ Góð til flestra nota Þeir sem eru í hjólakaupa- hugleiðingum en treysta sér ekki alveg strax í tveggja milljóna króna reiðhjól ættu að skoða það sem Specialized kallar „æv- intýrahjól“ (e. adventure bikes). „Í daglegu tali eru þessi reiðhjól jafn- an kölluð malarvega-hjól. Það er rýmra um dekkið svo að pláss er fyrir nagladekk fyrir vetr- arhjólreiðar, og hönnunin þannig að hjólið hentar bæði á sléttu mal- biki, á malarvegum, og til daglegra samgangna til og frá vinnu eða skóla. Þetta eru hjól sem má fara nánast hvert á land sem er, og þarf ekki að stoppa hjólatúrinn þó að malbikið klárist.“ Kríu-hjól hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á að sinna þörfum kröfuharðasta hjólreiðafólks- ins. Nýjasta skrefið í þessa átt er fullkominn stillingarbúnaður sem tekinn verður í notkun með sumrinu. „Tækið notar rafræna skynjara til að auðvelda okkur að laga hjólið fullkomlega að stærð hjólreiðamannsins. Verð- ur þennan búnað að finna á verkstæðinu okkar, sem er við hlið verslunarinnar,“ segir Dav- id. Talandi um nýjungar segir David að diskabremsur verði æ meira áberandi á reiðhjólum. Þessi tegund bremsa auki heild- arþyngd hjólsins um aðeins 100 grömm en stórbætir alla stjórn á hjólinu. „Diskabremsurnar slitna ekki jafn fljótt og mjög þægilegt er að stýra því hversu hratt er bremsað. Ekki þarf að grípa um bremsuhandfangið með öllum fingrum heldur má hægja ferðina með jafnvel bara einum putta.“ Hjólið fínstillt rafrænt Reiðhjólabyltingin hvergi nærri búin að ná hámarki „Það er alveg hægt að hjóla á Íslandi og með rétta útbúnaðinum“  Venge ViAS hjólið frá Specialized klýfur loftið eins og hnífur og kostar á við lítinn bíl Morgunblaðið/Golli Metnaður David James og Emil sinna þörfum reiðhjólafólks sem gerir miklar kröfur til hjólanna sinna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vorboðar Allir eru að hjóla og margir hjólandi allt árið. Mynd úr safni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.