Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 78
78 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Óli Þór Árnason hefurverið veðurfræðingur áVeðurstofu Íslands síð- ustu þrettán ár. „Ég hef eftirlit með öllum veðurstöðvum landsins allan sólarhringinn allan ársins hring ásamt því að gera allar veðurspár sem gerð- ar eru á veðurstofunni. Það er óumdeilanlegt að jörðin er að hlýna en svo eru til mismun- andi kenningar um hvað veld- ur því þótt flest bendi til þess að það sé af mannavöldum. Sums staðar hlýnar og sums staðar kólnar og mér sýnist að við séum að lenda í kaldara svæði en var á fyrsta áratug aldarinnar en það er þó hlýrra hérna núna en var fyrir 20 til 30 árum.“ Helstu áhugamál Óla Þórs eru stangveiði og skotveiði. „Ef eitthvað er veiðanlegt þá reyni ég að veiða það. Ég fer alltaf í sömu sprænuna á Ströndum, það er það eina sem veskið leyfir á ríkislaununum. Þetta er laxveiðiá og hún er rétt hjá Hólmavík og gengur undir ýmsum nöfn- um en er best þekkt sem Víðidalsá þótt hún eigi sér frægari systur. Konan er frá Hólmavík og þar fann ég mitt annað heimili ef svo má segja. Áin er sein til og hefst veiðin þar ekki fyrr en síðsumars. En þegar ég er ekki dreginn út í hreindýraveiðinni eins og síðasta vetur þá reynir maður að gera meira í stangveiðinni í staðinn. Svo er alltaf eitthvað af vötnum sem maður kemst í líka. Þótt það hafi verið í dauður tími í veiðinni síðustu mánuði eins og vera ber þá hefur verið nóg að gera. Ég fékk mér hund nýlega og það fer töluverður tími að kenna honum að hegða sér eins og hundar eiga að gera. Svo á ég þrjú börn og það fer mikill tími í barnauppeldið. Ég mun eiginlega gera sem minnst í dag,“ segir Óli Þór, spurður út í afmælisdaginn. „Ég tók mér reyndar frí í tilefni dagsins en fer á næturvakt annað kvöld svo það verður ekki farið neitt langt. En þeg- ar hittir á fríhelgi hjá manni þá verður einhver gleðskapur með vin- um og kunningjum.“ Sambýliskona Óla Þórs er Selma Maríusdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Börn þeirra eru Maríus Þorri 11 ára, Hersir Otri 9 ára og Bríet Jara 5 ára. Á rjúpnaveiðum Óli Þór staddur í Miðdal í Steingrímsfirði. Reynir að veiða allt sem veiðanlegt er Óli Þór Árnason er fimmtugur í dag K ristín fæddist á Skeggjastöðum í Flóa 31.3. 1956 og ólst þar upp. Hún gekk í skóla í Þingborg og Gagnfræðaskóla Selfoss og vann í fiski á Stokkseyri, í Þorlákshöfn og í Garðinum. Kristín fór í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1975. Hún vann í Mjólkurbúi Flóamanna um skeið og svo á Skólabúinu á Hvanneyri, var þar fyrst fjósamaður og síðan fjósameistari í fjögur ár. Þar fann hún bónda sinn. Kristín flutti síðan að Stóra- Ármóti og var þar fjármaður hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í einn vetur. Fjölskyldan flutti það- Kristín Gunnarsdóttir, bóndi og handverksmaður – 60 ára Fjölskylda á kórtónleikum í Reykholti Talið frá vinstri: Jón, Orri, afmælisbarnið, Unnur, Bjarnheiður og Hrönn. Með lopann og land- búnað á prjónunum Brugðið á leik í Edinborg Jóhanna Pálmadóttir, húsfreyja á Akri, Kristín og Jón og Guðmundur Hallgrímsson sem er búsettur á Hvanneyri. Reykjavík Bragi Guð- brandsson fæddist í Reykjavík 17. desember 2015 kl. 12.12. Hann vó 3.805 g og var 52 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Eygló Jónsdóttir og Guðbrandur Bragason og systur hans eru Marsibil og Matthildur. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.