Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 72
72 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
✝ Hinrik GunnarHilmarsson
fæddist 28. júlí
1958 í Reykjavík.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
24. mars 2016.
Hinrik Gunnar
var sonur hjón-
anna Bergljótar
Gunnarsdóttur, f.
23. febrúar 1938,
og Hilmars Eyjólfssonar, f. 5.
janúar 1934. Seinni maður
Bergljótar var Haraldur Þor-
steinsson, f. 20. febrúar 1923,
d. 3. júlí 1990. Seinni kona
Hilmars er Erna Halldórs-
dóttir, f. 22. september 1936.
Alsystkini Hinriks eru:
Hrönn, f. 5. ágúst 1956, og
Hörður Eyjólfur, f. 30. júlí
1959. Systur Hinriks sam-
mæðra eru Hugrún Brynhild-
ur Haraldsdóttir, f. 28. febr-
úar 1969, og Hrafnhildur
Björg Haraldsdóttir, f. 30. jan-
úar 1971. Stjúpsystkini Hin-
riks eru þau Hjörtur Haralds-
son, f. 14. desember 1951, og
Hanný María Haraldsdóttir, f.
11. febrúar 1950. Hinrik átti
eina dóttur, Sunnu Dís
Ingibjargardóttur, f. 11. apríl
1981.
Hinrik starfaði
við sölu auglýs-
inga í mörg ár,
meðal annars hjá
Alþýðublaðinu,
Helgarpóstinum
og Pressunni.
Hann var alla tíð
mikill golfáhuga-
maður og var með
alþjóðleg dómara-
réttindi. Hinrik
starfaði fyrir Golf-
samband Íslands frá árunum
2002 til 2007 og sinnti störfum
sem markaðsstjóri og var
einnig í fararbroddi fyrir
framfylgd golfreglna og dóm-
aramála á vegum Golfsam-
bands Íslands. Þekking hans á
golfreglunum var einstök og
færði Hinrik golfhreyfingunni
mikla fagmennsku á því sviði.
Hinrik var mikill GR-ingur og
var alla sína golftíð hjá Golf-
klúbbi Reykjavíkur. Á vegum
GR starfaði hann sem dómari,
ræsir, kenndi golfreglur og
tók þátt í unglingastarfi
klúbbsins.
Hinrik var alltaf kallaður
Gunni af fjölskyldunni en
Hinni af vinum sínum.
Minningarathöfn fer fram í
Langholtskirkju í dag, 31.
mars 2016, klukkan 13.
Elsku bróðir, takk fyrir allar
samverustundirnar okkar og við
sjáumst síðar.
Orðin úr Hávamálum eiga vel
við á þessari stundu þegar sorgin
og söknuðurinn er svona sár.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Hugrún.
Mig langar að minnast hér
mágs míns hans Hinriks Gunnars
sem lést að morgni skírdags eftir
liðlega þriggja ára baráttu við
krabbamein. Þegar ég hugsa til
Gunna koma fyrst upp í hugann
orðin örlátur, góðhjartaður, glað-
lyndur, félagslyndur, hjálpsamur
og eiginlega öll þau orð sem
mögulega geta lýst góðum ein-
staklingi.
Ég kynntist Gunna fyrst fyrir
rúmum 30 árum þegar ég fór að
vera með systur hans, Hugrúnu,
og verð að segja að samband mitt
við Gunna var alla tíð mjög gott og
þá sérstaklega eftir að ég eignað-
ist börnin mín. Samband Gunna
við frændsystkin sín var alveg ein-
stakt, enda var hann alltaf tilbú-
inn að gera allt til að aðstoða, al-
veg sama hvað það var, en allir
þeir sem þekktu Gunna vita að
hann var mjög barngóður og þeg-
ar kom að samskiptum við börn og
unglinga var það ætíð á jafningja-
grundvelli.
Á mínu heimili ríkir mikill
söknuður og ekki síst hjá börn-
unum sem sjá á eftir frænda sín-
um sem alltaf var tilbúinn að
koma, skutla, fara í bíó, fara í golf
og koma í mat og munu nú sakna
þess að Gunni hringir ekki lengur
heim – en Gunni hringdi daglega
bara til að sjá hvernig allir hefðu
það og hvort allt væri ekki í lagi.
Upp í huga mér kemur svo sér-
staklega samband Gunna við hann
Breka, son minn, en óhætt er að
segja að það hafi verið alveg ein-
staklega gott. Þeir voru miklir
vinir og félagar og ófáar stund-
irnar sem þeir voru saman uppi á
golfvelli þar sem Breki aðstoðaði
Gunna við hitt og þetta og mig
grunar að margur golfarinn í
Grafarholtinu kannist við að hafa
séð þá félaga saman. Það verður
því mikil breyting fyrir Breka að
fara ekki upp á golfvöll til Gunna
lengur.
Þær voru margar samveru-
stundirnar sem við fjölskyldan
áttum með Gunna í matarboðum,
veislum og afmælum stórum og
smáum. Það verður annað yfir-
bragð þegar Gunni er ekki lengur
á meðal okkar. Hann var matmað-
ur mikill og kokkur góður. Alltaf
var stutt í hláturinn og sögurnar
af Man Utd., golfi eða veiði.
Kæri Gunni, ég veit að þú hefur
það gott á góðum stað í eilífðinni,
spilandi golf og njótandi allra
þeirra hluta sem veikindin tóku
frá þér.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Ottó Eiríksson.
Kæri frændi, þú varst alltaf til
staðar fyrir mig og tilbúinn að
hjálpa mér þegar ég þurfti.
Stundirnar uppi á golfvelli voru
frábærar og þú leyfðir mér alltaf
að koma og vera með þér. Rúnt-
arnir um bæinn og á golfbílnum
hjá GR voru frábærir. Þú kenndir
mér svo margt sem ég er þakk-
látur fyrir. Takk fyrir allar góðu
og skemmtilegu stundirnar sem
við áttum saman.
Kveðja, þinn
Breki.
Í dag kveð ég kæran vin og
móðurbróður. Hinrik, eða Gunni
eins og við kölluðum hann í fjöl-
skyldunni, var einstakur persónu-
leiki. Vinfleiri mann hef ég senni-
lega aldrei þekkt um ævina og ég
skynjaði alltaf hversu mörgum
þótti vænt um hann Gunna. Hann
var einfaldlega skemmtilegur per-
sónuleiki með stórt hjarta og mik-
ill vinur vina sinna. Það voru mjög
margir sem vildu kveðja hann
þessa síðustu daga en náðu ekki,
þetta bar skjótt að, því miður.
Þegar ég hugsa til baka þá
minnist ég stuðningsins og um-
fram allt vináttunnar. Hvort sem
það var að fara með mig, þrjóskan
12 ára dreng í golf í öllum veðrum,
kynna mig fyrir góðri tónlist,
grillmat eða tryggja að maður
myndi halda með réttu liði í enska
boltanum, þó það færi gegn allri
heilbrigðri skynsemi á þeim tíma.
Við fjölskyldan munum sakna
hans, vinirnir allir og allur þessi
mikli fjöldi kylfinga, klúbbmeð-
limir sem aðrir, munu sakna þess
að geta ekki hitt Hinna dómara
uppi í skála, borðað góðan mat
með honum eða hringt í hann þeg-
ar menn eru ekki vissir á golfregl-
unum.
Gunni gaf sér góðan tíma fyrir
börn systkina sinna og er hann
stór hluti af uppeldinu hjá okkur
systkinabörnunum. Hann var
með golfbakteríu á háu stigi og án
hans frumkvæðis og eljusemi
hefði ég og sennilega heil kynslóð
ungra kylfinga í Golfklúbbi
Reykjavíkur ekki náð eins langt.
Hvíl í friði, Gunni minn, takk
fyrir stuðninginn, vináttuna, um-
hyggjuna og minningarnar.
Litli frændi þinn,
Haraldur Heimisson.
Látinn er í Reykjavík vinur
okkar hjónanna, Hinrik Gunnar
Hilmarsson, löngu fyrir aldur
fram.
Ég kynntist Hinriki í golf-
klúbbi Reykjavíkur, GR, en við
fjölskyldan gerðumst meðlimir
þar eftir langa dvöl í Gautaborg í
Svíþjóð. Þar höfðum við kynnst
golfíþróttinni og líkað vel. Ég
hafði einnig fengið áhuga á golf-
reglunum og verið á námskeiðum
í þeim í Svíþjóð. Þess vegna fól
stjórn GR mér að hafa fræðslu-
fundi fyrir verðandi félaga í
klúbbnum.
Það mun hafa verið á fyrri
hluta áttunda áratugarins sem ég
kynntist Hinriki, en þá gekk hann
í klúbbinn. Árið 1992 fórum við
Kristján Einarsson, sem lengi
hafði sinnt dómgæslu í golfi og ár-
um saman þýtt golfreglurnar á ís-
lensku, til St. Andrews í Skotlandi
á reglunámskeið og tókum svo al-
þjóðadómarapróf í golfreglum
þar. Hinrik fór svo ásamt Sigurði
Geirssyni árið 2000 til St. And-
rews og tóku þeir þar þetta próf.
Við Hinrik urðum fljótt góðir
vinir og hittumst oft utan golf-
klúbbsins.
Hann var starfsmaður Golf-
sambands Íslands um fimm ára
skeið sem markaðsstjóri, 2002-
2007, en síðar gerðist hann starfs-
maður GR og vann um árabil í
daglegu eftirliti og dómgæslu í
mótum.
Við fórum saman til Vest-
mannaeyja og Akraness til að
dæma í stærri mótum og hann fór
oft út á land til dómgæslu í golf-
mótum. Ég var þó með honum í
stærri mótum sem klúbburinn
okkar hélt, og í Meistaramóti GR,
sem er stærsta golfmót á Íslandi.
Það er haldið á einni viku fyrri
hluta júlímánaðar á báðum völlum
klúbbsins. Sl. ár voru 540 kepp-
endur skráðir í mótið. Þá sinnti
Hinrik dómgæslu á Grafarholts-
velli en ég á Korpúlfsstaðavelli, en
við höfðum alltaf mikið og gott
samband hvor við annan. Jafn-
framt héldum við áfram kennslu í
golfreglum á vetrum og kynningu
á nýjum eða breyttum golf-
reglum, en The Royal and Ancient
Golf Club of St. Andrews og
bandaríska golfsambandið endur-
skoðar þær á fjögurra ára fresti.
Nú hafa þeir gefið út endur-
skoðaðar golfreglur og er Hörður
Geirsson að þýða þær og undirbúa
nýja útgáfu þeirra. Og senn kem-
ur að því að kynna þær fyrir fé-
lögum GR og þá sakna ég vinar í
stað.
Við Hinrik áttum alltaf mjög
gott samstarf og samband og töl-
uðum reglulega saman. Hann
kom líka oft heim til okkar Jónínu
og við borðuðum þá jafnan góðan
mat. Hann var glaðlegur maður,
góðviljaður og einstaklega hjálp-
samur. Hann vildi öllum gott gera,
enda var hann vinmargur. Ég hef
aldrei átt betri vin en hann. Auk
þess var hann ráðagóður og gott
að leita til hans. Við Jónína fórum
nokkrum sinnum með honum til
Flórída, þar sem við spiluðum
golf. Í einni slíkri ferð fór hann
holu í höggi á nokkuð langri par 3-
holu. Það var gaman að verða vitni
að því.
Hinrik var ókvæntur, en hann
eignaðist dótturina Sunnu Dís.
Nú þegar hann er horfinn út yf-
ir sjónvídd vora vil ég með þessum
línum senda fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur frá okkur
Jónínu, sem kveðjum hann með
söknuði.
Flýt þér vinur í fegra heim
krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson)
Þorsteinn Sv. Stefánsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Við kvöddumst á líknardeild-
inni tveimur dögum áður en þú
lést með þeim orðum að borða
saman góða steik um páskana. Við
vissum báðir að það yrði ekki
raunin, að sú steik yrði að bíða
betri tíma, en hvorugur vildi við-
urkenna að nú væri komið að leið-
arlokum.
Það er erfitt að kveðja góðan
vin. Litríkan og sterkan persónu-
leika og ótrúlega fjölhæfan og
góðan dreng.
Við Gunni frændi vorum sam-
ferða í gegnum lífið. Ég man eftir
honum sem polla. Við vorum
frændur og bestu vinir. Fyrir
rúmum 30 árum hnýttum við okk-
ur sterk vinabönd sem héldu, þótt
stundum reyndi á þau og þótt það
liðu vikur eða dagar án þess að við
hittumst, þá breytti það engu.
Kannski er það þannig með vin-
áttubönd sem hnýtt eru á unga
aldri. Við unnum saman í mörg ár,
við áttum hesthús saman, við vor-
um í sportinu saman og við vorum
frændur og við vorum bestu vinir.
Nú sakna ég góðs vinar.
Á sínum yngri árum var Gunni
mikill íþróttagarpur og náði ætíð
góðum árangri í því sem hann tók
sér fyrir hendur. Ungur að aldri
var hann Reykjavíkur- og Ís-
landsmeistari í körfubolta. Hann
var félagi minn í badminton og var
góður spilari. Hann líktist ekki
bara Pavarotti í útliti, heldur hafði
hann kraftmikla og hljómfagra
rödd sem hann hafði gaman af að
beita, sérstaklega þegar gítarinn
var sóttur og gömlu fjölskyldu-
slagararnir voru sungnir. Gunni
hafði yfirburðaþekkingu á golf-
íþróttinni og var tvímælalaust
besti golfdómari landsins. Hann
var ástríðukokkur og fannst ekk-
ert skemmtilegra en að gefa vin-
Hinrik Gunnar
Hilmarsson
Okkar ástkæri
GUNNAR JÓNSSON,
Skólastíg 14,
Stykkishólmi,
andaðist 22. mars. Útförin fer fram frá
Stykkishólmskirkju laugardaginn 2. apríl
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
minningarsjóð Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi:
Kt. 620269-7009, b. 0309-13-209020.
Fyrir hönd aðstandenda:
.
Gerður G. Gunnarsdóttir, Steinar Jónsson,
Sæmundur Gunnarsson, Helga Guðnadóttir,
Jón H. Gunnarsson, Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir.
Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi,
GÍSLI H.L. FINNBOGASON
frá Holti, Garðahverfi,
andaðist á Vífilsstöðum hinn 13. mars
síðastliðinn. Útförin fer fram frá Garðakirkju
mánudaginn 4. apríl klukkan 13.
Þeim sem aðstoðuðu og hjúkruðu honum heima síðastliðin ár,
starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði 5. hæð, Landspítala Fossvogi
6-A og Vífilsstöðum 1. hæð er þakkað fyrir einstaka alúð og
umönnun. Hjartans þakkir. Blóm og kransar eru afþakkaðir en
þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
.
Stefán H. Finnbogason,
Hulda Cathinca Guðmundsdóttir,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Kær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞORSTEINN MAGNÚSSON
viðskiptafræðingur,
Víðimel 65,
lést að morgni páskadags
á Landspítalanum í Fossvogi.
.
Þórdís Þorgeirsdóttir,
Þórrún S. Þorsteinsdóttir, Reynir Sigurðsson,
Þórný Ásta Þorsteinsdóttir,
Þórður Geir Þorsteinsson, Ana Martha Helena
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BALDUR GUÐMUNDSSON,
Snælandi 3,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
21. mars síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 5. apríl næstkomandi klukkan 15.
.
Jenný Anna Baldursdóttir, Einar Vilberg Hjartarson,
Greta Baldursdóttir, Halldór Grönvold,
Ingibjörg Jóna Baldursdóttir, Hannes Andrésson,
Guðlaug Björk Baldursdóttir,
Ingunn Baldursdóttir, Ómar Ström,
Hilma Ösp Baldursdóttir, Alfreð Karl Alfreðsson,
Guðmundur Baldursson,
Steinunn Baldursdóttir, Jón Alvar Sævarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir minn,
GUÐMUNDUR ANTONSSON,
Glæsistöðum,
andaðist þriðjudaginn 29. mars síðastliðinn
á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi.
.
Ástþór Antonsson.
VALGEIR JÓNASSON
húsasmíðameistari,
Ofanleiti,
verður jarðsunginn frá Landakirkju 1. apríl
klukkan 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Erla Einarsdóttir.
LAUFEY HÁLFDANARDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Þiljuvöllum 33, Neskaupstað,
sem lést á föstudaginn langa, verður
jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju
laugardaginn 2. apríl kl. 14. Blóm og
kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað.
.
Egill Arnaldur Ásgeirsson,
Vilborg Egilsdóttir, Gunnar Páll Halldórsson,
Þórunn Egilsdóttir, Guðjón Björn Guðbjartsson.