Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 62
Hjóladellan „Það sem er að breytast er að það sem var einföld útivera er að þróast út í sam- gönguhjólreiðar, keppnishjólreiðar, ferðamennsku og fjallahjólreiðar,“ segir Ragnar Þór. Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Hjóladella landans er hvergi í rén- un, langt frá því,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, sölustjóri í Erninum við Faxafen í Reykjavík. „Það sem er að breytast er að það sem var einföld útivera er að þróast út í samgöngu- hjólreiðar, keppnishjólreiðar, ferða- mennsku og fjallahjólreiðar. Keppn- ishjólin – reiserarnir (e. racer) – eru það sem sífellt fleiri leita í. Notkunin er almennt að verða sérhæfðari og gæði hjólanna sífellt meiri. Fólk er að nota hjólin sín sífellt meira og kaupir um leið vandaðri hjól,“ segir Ragnar sem man tímana tvenna en hann hefur starfað hjá Erninum síð- an árið 1992. Hann bætir því við að úrval og umfang fylgihluta hvers- konar fyrir hjólreiðar hafi stóraukist að sama skapi og sem sport hafi hjól- reiðar sprungið út á síðustu miss- erum. „Sem dæmi má nefna að á síð- asta ári tóku um 1100 manns þátt í WOW Cycloton hjólreiðakeppninni og nú í mars er að verða uppselt í Bláa Lóns-þrautina sem tekur um þúsund manns.“ Reiðhjólamenningin vex og dafnar Með síaukinni þátttöku segir Ragnar að menningin öll í kringum reiðhjólin færist sífellt í aukana og máli sínu til stuðnings nefnir hann hinn sístækkandi hóp sem vill vera á fallegum og hæfilega gamaldags „retró“ hjólum, helst ekki meira en þriggja gíra, og hjóla svo um í jakka- fötunum með hálstau og kjólum með klúta. Um leið eykst fjöldi þeirra sem hafa fallið fyrir keppnishjól- unum, áðurnefndum reiserum, og bruna um í straumlínulöguðum fatn- aði sem felur í sér sem allra minnsta loftmótstöðu. „Þá eru ótaldir þeir sem nota fjallahjólin sín nánast eins og brimarar nota brimbrettin; fara upp á fjöll á stórum hjólum með breiðum dekkjum og gleyma sér svo í óbyggðunum um stund. Loks eru það þau sem fara mikið til annarra landa til að hjóla, hvort heldur áfangastaðurinn er Kúba, Kam- bódía, Taíland eða önnur lönd í Asíu, Garda-vatn á Norður-Ítalíu eða aðr- ir vinsælir hjólreiðastaðir. Enda er það alveg tvennt ólíkt, að fara um á bíl eða hjóli,“ bætir Ragnar við. „Á hjólinu færðu menninguna og and- rúmsloftið beint í æð, undir berum himni, ásamt því að vera að allan tímann. Ferð til útlanda á hjóli er stöðug upplifun. Það má því segja að allar mögulegar gerðir hjólreiða- menningar hér á landi séu sífellt að bæta við sig.“ Sífellt fleiri bætast við Að sögn Ragnars er ekki síst gam- an að sjá fólk finna ný tækifæri í hreyfingu og útivist. „Við fáum til dæmis fólk sem hefur stundað hlaup um langt skeið en á orðið við stoð- kerfisvanda að stríða, og liggur hjólasportið mjög vel við enda höggálagið lítið og áreynsla lítil á liði. Rafmagnshjólin hafa verið að aukast mikið í sölu og þar erum við að fá alveg nýjan hóp inn í hjólreið- arnar. Hjólin eru því orðin að gríð- arlega breiðu sviði af hreyfingu. Fyrir 20 árum vorum við með allar gerðirnar frá okkar helsta framleið- anda í búðinni, og var hún þó ekki nema fjórðungur af því sem Örninn er í dag. Nú erum við með um það bil helminginn sem framleiðandinn, TREK, býður upp á og við komum ekki fleiri hjólum fyrir. Þetta er mjög skemmtilegur tími til að starfa í reiðhjólabransanum.“ Bylting á öllum sviðum hjólreiða  Fjölbreytileikinn í reiðhjólum hefur aldrei verið meiri  Sífellt fleiri bætast í hóp áhugasamra hjólreiðamanna Morgunblaðið/Styrmir Kári Fatbike Skemmtilegur valkostur fyrir þau sem láta gljúpt undirlag á borð við sand, snjó eða mýri ekki aftra sér frá því að eiga góðan hjólatúr. Retró Tímalaus hjól – falleg og skemmtilega gamaldags – eru vinsæl meðal þeirra sem njóta þess að fara prúðbúin út að hjóla, fallega til fara og stundum með hressingu í farteskinu. REIÐHJÓL Í SUMAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.