Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 86
86 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Guðjón Ketilsson hefur áferli sínum fengist við aðendurvinna og umbreytahlutum af einstöku næmi,
og draga þannig fram merking-
arvíddir sem tengjast m.a. minn-
ingum og kenndum, atburðum eða
sögum. Við þessa umbreytingu öðl-
ast hlutirnir eiginleika sem skapa
sérstök tengsl verka hans við áhorf-
andann. Á sýningunni Málverk í
Hverfisgalleríi hefur listamaðurinn
tekið nítján verk sem hann málaði á
9. áratugnum, skorið þau niður í
langar ræmur og límt saman í
stafla. Þá hefur hann pússað niður
gamlar pallettur úr eigin fórum og
annarra listamanna; mörg lög af
storknaðri málningu sem blönduð
hafði verið í diskum og skálum, og
er nú engu líkara en þar séu á ferð
dýrindis gripir úr marmara. Verkin
hanga öll á vegg – eins og málverk.
Málverkin voru upphaflega máluð
á mótunarskeiði listamannsins á 9.
áratugnum, þegar hið svonefnda
„nýja málverk“ var áberandi í
myndlistinni. Sum þeirra hafa aldrei
verið sýnd áður og flest legið upp-
rúlluð í hirslum á vinnustofu lista-
mannsins. Vegna þess að Guðjón
hafði merkt hverja rúllu með lýs-
ingu á myndefninu, hefur hann get-
að séð myndina fyrir sér í gegnum
árin án þess að þurfa að breiða úr
rúllunni. Sýningin í Hverfisgalleríi
hefur svipaða virkni, því að verk-
unum fylgir ný lýsing í textaformi á
fígúratífu myndefni – sem þó er
ekki sýnilegt sem slíkt (enda hefur
hvert málverk hefur verið skorið í
sundur og límt saman aftur í mjóan
stafla). Nýju lýsingarnar hafa verið
unnar af fagmanneskju á sviði sjón-
lýsinga fyrir blinda og sjóndapra,
þær eru nákvæmar og hlutlægar en
nýta sér gjarnan myndræna eig-
inleika tungumálsins í þeim tilgangi
að höfða til skilningarvitanna.
Sjónrænt minnir hvert staflaverk
á lokaða bók sem býður aðeins upp
á inntakslýsingu eins og þá sem oft
má lesa aftan á bókarkápum. Les-
andinn verður að ráða í inntakið
með þekkingu, reynslu og ímynd-
unaraflið að leiðarljósi. Efnisveru-
leiki staflanna verkar á skynjunina
þegar gengið er meðfram ílöngum
verkunum eins og um mishæðótt og
blæbrigðaríkt landslag með sýni-
legum jarðlögum: áhorfandinn er
minntur á eigindir „málverksins“
sem í grunninn er einfaldlega máln-
ing á striga. Skynjun og skilningur
á verkunum mótast af hlutbundnum
sem óhlutbundnum þáttum og
smám saman ljúkast upp hug-
armyndir þegar lesið er í efni og
sjón-mál verkanna. Merking mál-
verkanna kviknar þannig í túlkun
hvers og eins sýningargests sem
gengur síður en svo „sjóndapur“ frá
sýningunni jafnvel þótt hin upp-
runalegu málverk heyri nú sögunni
til.
Tilfinning fyrir tíma er rík í fín-
pússuðu skálarverkunum sem eru í
sjálfum sér eins konar söfn máln-
ingarlaga, söfn um líf og störf lista-
mannanna. Verkin minna á fyr-
irbæri úr steinaríkinu og
jarðsögunni – og fer vel á því að
sýna þessi verk með hinum. Öðrum
þræði fjallar sýningin Málverk um
eiginleika og sögu málverksins, um
samhengi þess og hvernig það skap-
ar tengsl við umhverfið og áhorf-
andann. Sem fyrr nær skynrænt að-
dráttarafl verka Guðjóns
tangarhaldi á áhorfandanum og fær
hann til að skoða samband okkar við
veruleikann og hvernig við lesum í
hlutina í kringum okkur.
Mál verkanna
Morgunblaðið/Einar Falur
Litadýrð Skál sem Guðjón notaði til litablöndunar og pússaði niður máln-
ingarlögin þannig að úr verður verk sem líkist dýrindis grip úr marmara.
Hverfisgallerí
Guðjón Ketilsson – Málverk
bbbbn
Til 9. apríl. Opið þriðjud.-föstud. kl. 11-
17 og laugard. kl. 13-16. Aðgangur
ókeypis.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Morgunblaðið/Einar Falur
Í ræmur Guðjón tók verk sem hann málaði á 9. áratugnum, skar þau niður í ræmur og límdi saman í stafla.
Tveir fyrirlestrar verða haldnir á vegum Miðaldastofu
Háskóla Íslands í dag kl. 16.30 í stofu 132 í Öskju. Kol-
finna Jónatansdóttir, doktorsnemi í íslenskum mið-
aldabókmenntum við HÍ, heldur fyrirlesturinn „Áður
veröld steypist“ sem fjallar um ragnarök Sturlunga-
aldar. Kolfinna hefur einkum fengist við rannsóknir á
goðafræði og fjallar doktorsritgerð hennar um ragna-
rök. Viðar Pálsson, lektor í réttarsögu við lagadeild Há-
skóla Íslands, flytur fyrirlesturinn Ofbeldi og sagnaritun
á öld Sturlunga og verður í honum farið nokkuð vítt yfir
þá útbreiddu skoðun að Sturlungaöld hafi einkennst af
ofbeldi og upplausn umfram það sem áður gerðist í ís-
lensku samfélagi og jafnvel lengst af síðan, eins og segir í tilkynningu. Við-
ar lærði sagnfræði til BA-prófs við HÍ og til meistaraprófs og doktorsprófs
við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Rannsóknarsvið hans er evrópsk mið-
aldasaga, einkum Norður-Evrópu.
Tveir fyrirlestrar um Sturlungaöld
Kolfinna
Jónatansdóttir
Á mótum tveggja tíma nefnist ljós-
myndasýning Díönu Júlíusdóttur
sem opnuð verður í Skoti Ljós-
myndasafns Reykjavíkur í dag.
Í myndum sýningarinnar leitast
Díana við „að túlka á ljóðrænan
hátt hið einangraða þorp Kulusuk
sem oft er kallað dyrnar að Austur-
Grænlandi. Börnin í þorpinu eru
sérstakt viðfangsefni myndanna en
framtíð þeirra er óviss sökum mik-
illar fólksfækkunar á svæðinu. Sýn-
ingin er afrakstur innblásturs sem
löngu yfirgefin hús, börn að leik og
stórbrotið landslag veittu Díönu á
Grænlandi,“ segir í tilkynningu.
Díana stundaði nám í Ljósmynda-
skólanum og hélt sína fyrstu einka-
sýningu í Turninum árið 2013. Að-
gangur að sýningunni er ókeypis.
Díana sýnir ljós-
myndir í Skotinu
Ljósmynd/Díana Júlíusdóttir
Yfirgefið Díana túlkar á ljóðrænan
hátt hið einangraða þorp Kulusuk.
Ljósmyndarinn
Hörður Geirsson
og Guðrún Pál-
ína Guðmunds-
dóttir safn-
fulltrúi leiða
gesti um ljós-
myndasýninguna
Fólk / People í
Listasafninu á
Akureyri í dag
kl. 12.15-12.45.
„Fólk segir áhorfandanum sögur
af fólki og gefur innsýn í verk sjö
listamanna sem allir vinna með ljós-
myndir á ólíkan hátt,“ segir í til-
kynningu, en sýnendur eru auk
Harðar þau Barbara Probst, Hall-
gerður Hallgrímsdóttir, Hrafnkell
Sigurðsson, Hrefna Harðardóttir,
Ine Lamers og Wolfgang Tillmans.
Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson.
Sýningin stendur til 29. maí og er
aðgangur ókeypis.
Leiðsögn í dag um
sýninguna Fólk
Hörður Geirsson
Ákveðið hefur verið að senda um-
fangsmikla minningartónleika um
David Bowie út í beinni útsendingu
á netinu. Þetta kemur fram í frétt
á vef breska fjölmiðilsins BBC.
Vegna mikils áhuga á tónleik-
unum ákváðu skipuleggjendur að
fara í samstarf við Skype og gefa
aðdáendum tónlistarmannsins
tækifæri til að fylgjast með á net-
inu gegn 15 punda greiðslu, sem
samsvarar tæpum 2.700 ísl. kr. Féð
rennur til góðgerðarsamtaka að
eigin vali.
Tónleikarnir sem nefnast The
Music of David Bowie verða haldn-
ir í Radio City Music Hall í New
York á morgun, föstudag, kl. 20 að
staðartíma eða á miðnætti að ís-
lenskum tíma. Meðal þeirra sem
fram koma á tónleikunum eru
Mumford & Sons, Blondie and The
Pixies. Hægt er að horfa á tón-
leikana á vefnum:
http://musicofdavidbowie.com/.
Minningartónleikar í beinni á netinu
AFP
Meistari Davids Bowie verður minnst.
ÚTSALACO L F R OM
EV E R Y ANG L E
100% va tn she ldu r
ECCO - KRINGLAN - SÍMI: 5538050
STEINAR WAAGE KRINGLAN & SMÁRALIND
WWW.SKOR.IS