Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 552 4407 • jarnsteypan.is Klassískasti útibekkur landsins - Nú er rétti tíminn til að panta. BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Árið 1916 eignuðust Íslendingar fyrsta hlaupara sinn sem verulega kvað að. Gat hann sér góðan orðstír á erlendum vettvangi. Síðasta vetr- ardag, 20. apríl, verða nákvæmlega eitt hundrað ár frá því Jón Kaldal klæddist keppnisskónum fyrsta sinni og fór með sigur af hólmi í fyrsta Víðavangshlaupi ÍR, sem fram fór á uppstigningardeginum 20. apríl 1916. Segja má að hann sé fyrsti íslenski íþróttamaðurinn sem telst Norðurlandameistari. Í þá daga var það ekki lenska á Íslandi að gefa sigrum einhverja stimpla, eins og meistarastimpil, nema þeim sem unnust á Ólympíu- leikum. Þess vegna er hvergi á það minnst, hvorki í innlendum sam- tímaheimildum né síðar, að a.m.k. tveir af mörgum stórsigrum Jóns Kaldal á erlendri grundu voru að efni til í raun Norðurlandameist- aratitlar. Þá vann Kaldal með sigri í 3000 og 5000 metra hlaupum á Norðurlandaleikunum sem fram fóru í Kaupmannahöfn í júní 1921. Líður síðan röskur aldarfjórð- ungur þar til fluttar eru fregnir af sigrum sem fólu í sér Norð- urlandameistaratign. Það var fyrst eftir seinna stríðið að menn fóru að telja sér til tekna Norðurlanda- og Evrópumeistara. Það var í upphafi þess sem nefnt hefur verið „ís- lenska vorið“ í íþróttum. Langmest fór þar fyrir frjálsíþróttamönnum, en sundgarpurinn Sigurður Jóns- son, gjarnan nefndur Sigurður Þingeyingur, kom þar einnig við sögu með sigri á Norðurlandamóti. Það er fyrst árið 1947 að íslensk íþróttastarfsemi uppsker Norð- urlandatitil, með sigri Hauks Clau- sen í 200 metra hlaupi í norrænu landskeppninni 7. september það ár. Þar var teflt fram sameinuðu liði Danmerkur, Noregs, Finnlands og Íslands gegn Svíum. Áttu Ís- lendingar tvo menn í liðinu, Hauk og félaga hans úr ÍR, Finnbjörn Þorvaldsson, sem varð annar í 100 m hlaupi. Sigur Hauks vakti mikla athygli en hann var aðeins tæplega 19 ára gamall. Aftur var efnt til þessarar lands- keppni tveimur árum seinna og uppskáru Íslendingar þá mun meira, enda talsvert fleiri íslenskir keppendur í liðinu. Finnbjörn vann þrjá Norðurlandatitla, sigraði í 100 og 200 metra hlaupum og var ásamt Hauki í sveitinni sem vann 4x100 metra boðhlaupið. Örn Clau- sen fagnaði sigri í tugþraut og Torfi Bryngeirsson í langstökki. Mikil og góð uppskera það til við- bótar Evróputitlum Gunnars Hus- eby í kúluvarpi 1946 og 1950 og Torfa í langstökki 1950. Afrek sín vann Jón Kaldal ald- arfjórðungi röskum áður en þessir vormenn Íslands í íþróttum hófu sigurför sína 1946. Víkur Kaldal að þeim í samtali við Guðjón Alberts- son í sunnudagsblaði Alþýðublaðs- ins 8. desember 1963 – og einnig ræðir hann um Norðurlandaleikina í samtali við Frímann Helgason í Þjóðviljanum 23. febrúar 1964 og í bókinni Fram til orrustu, sem Frí- mann skrifaði. Svei attan „Þessir Norðurlandaleikir voru ákaflega spennandi, enda fylgst með þeim af öllum almenningi,“ segir Jón Kaldal í viðtalinu við Guðjón. Voru þetta þriggja daga mót með þátttöku frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Fór Jón með sigur af hólmi í 3000 og 5000 metra hlaupum og urðu bæði nokkuð söguleg, ekki síst í styttra hlaup- inu. „Þá var nýkominn til Danmerkur maður að nafni Poul Bram, sem verið hafði í Bandaríkjunum um nokkurt skeið og mikið um hann skrifað, dáður sem hlaupari. Við vorum svo ræstir og hlupum dálítið greitt. Þessi Poul Bram, sem var hár og glæsilegur náungi, tók þetta nokkuð geyst og var þegar kominn dálítið á undan. Nokkrum metrum á eftir honum var hinn frægi hlaup- ari Dana, Lauritz Dam, sem ég var alltaf mjög hrifinn af, þá maður sem hét Gundersen, og ég fjórði. Mér leist ekki á að hleypa þessum Poul langt á undan, ég þekkti hann ekki neitt. Ég herti á mér og ætlaði að komast fram hjá Gundersen og Damm og reyna svo að slást við Poul, en þá komu þeir fyrir framan mig. Þeir voru komnir það langt út á brautirnar að ég mátti fara fyrir innan þá. Ætlaði ég þá að skjótast þar fram hjá þeim, en þá komu þeir aftur í veg fyrir mig.“ Segir Jón að nú hafi verið farið að síga í sig og hann velt því fyrir sér hvað til bragðs skyldi taka. „Ég sá að þetta dugði ekki og fór alveg út undir girðingu eða út á sjöttu braut, og fylgdu þeir mér þangað. Áhorfendur fylgdust vel með þess- um átökum og heyra mátti þaðan hróp og köll: Svei þér Damm. Svei attan Sparta, því þeim fannst á mér brotið. Þá sprakk blaðran! Einmitt þegar ég var úti á sjöttu brautinni hnaut ég um fót Damm og féll fram yfir mig, og þá sprakk blaðran. Ég skaust fram hjá þeim tveim og í einhverju æði elti ég Poul Bram og komst fram fyrir hann og hélt forustunni það sem eftir var og sigraði. Eftir hlaupið kom yfirdómarinn til mín og spurði hvort ég ætlaði að kæra þessar vilj- andi hindranir sem ég hefði orðið fyrir, en ég sagði að slíkt kæmi ekki til mála. Svo komu þeir til mín Sigur Jón Kaldal vinnur einn af mörgum sigrum sínum á Stadion í Kaupmannahöfn sem er pakkaður áhorfendum. Svo sem sjá má eru yfirburðir hans í hlaupinu talsverðir. Fóthvatur og slyngur hlaupari  Öld liðin frá því Jón Kaldal hóf íþróttaferil sinn  Varð tvívegis Norðurlandameistari í langhlaup- um  Fékk ekki að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum árið 1920 og keppti því fyrir Dani  SJÁ SÍÐU 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.