Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Golli Drag „Það er hægt að gera nánast hvað sem er [í dragi]. Auðvitað er þetta líka smá athyglissýki,“ segir Hjálmar. þjóðar þegar hann verður kominn með vinnu. „Ég var fyrst ekki viss hvernig mér yrði tekið. Mér var boðið að koma því klúbburinn þar sem þetta var haldið vildi halda í þá ímynd að hann væri „gayfriendly“. Þetta var í gömlu leikhúsi sem búið var að breyta í klúbb og þar var allt til alls. Ég hafði farið þangað nokkrum sinn- um áður og leist í raun ekkert á fólkið sem sótti staðinn en ég ákvað samt að prufa. Það voru 420 manns í salnum og það varð eiginlega bara allt vit- laust. Ég bjóst ekki við svona við- brögðum,“ segir Hjálmar ánægður. Hann segir gaman að koma fram í dragi í Svíþjóð og hefur ekki upp- lifað neina fordóma þar. Því miður sé ekki hægt að segja sömu sögu hér heima. „Ég lendi oft í einhverjum for- dómum hérna heima þegar ég er í dragi. Þegar ég labba á milli staða í dragi er oft kallað á mann og ýtt í mann. Það virðast alltaf vera hel- massaðir strákar í kringum tvítugt. Maður þekkir oftast týpurnar sem maður mun lenda í veseni með,“ segir Hjálmar. Hann segist hafa lært af reynslunni og forðast aðstæður eins og t.d. að vera einn í hliðargötum í dragi. Hjálmar ætlar að halda áfram að koma fram í dragi, jafnvel aftur í Sví- þjóð, enda þykir honum gaman að fara í hlutverk og skemmta fólki. „Það er hægt að gera nánast hvað sem er. Auðvitað er þetta líka smá athyglissýki.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Í dag kl. 16 opnar Kristín Gunnlaugs- dóttir sýningu í Skúmaskoti, Skóla- vörðustíg 21. Hún sýnir ný verk unnin út frá stúdíum um mannslíkamann, teikningar og bláar vatnslitamyndir. Sýningin er opin á afgreiðslutíma verslunarinnar og stendur til 17. apríl. Kristín hefur starfað að myndlist eingöngu sl. áratugi. Sýning hennar í Listasafni Íslands 2013 vakti mikla athygli með verkum tengdum tabúi kynlífs og kvenlægum veruleika. Skúmaskot er gallerí rekið af 10 lista- konum og hönnuðum. Kristín er fyrsti listamaðurinn sem sýnir í litlu sýningarrými hjá Skúmaskoti sem hægt verður að leigja í framtíðinni. Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir í Skúmaskoti Stúdíur um mannslíkamann Morgunblaðið/Árni Sæberg Listakona Kristín Gunnlaugsdóttir „Okkur fannst vanta eitthvað skemmtilegt að gerast á hinseg- insenunni á Íslandi. Hún var orðin eitthvað svo líflaus og dauð. Við vildum skapa eitthvert líf með það í huga að vera með „amatör- show“ þar sem fólk getur stigið sín fyrstu skref sem listamenn á sviði. Fyrst vorum við með þá hugmynd að halda okkur við hin- segin fólk en svo viljum við ekki njörva það niður í það. Þetta er hinsegin menningarviðburður og öllum er velkomið að koma fram og vera með, en drag loðir við hinsegin,“ segir Hafsteinn himin- ljómi Sverrisson, einn af skipu- leggjendum Drag-súgs, en það eru dragkvöld sem haldin hafa verið í hverjum mánuði frá því í nóvember. Á kvöldunum stíga að jafnaði um tíu manns á svið og skemmta og kvöldin hafa verið vel sótt. Síðast var aðsóknarmet slegið þegar um tvö hundruð manns mættu. Hafsteinn tekur fram að alltaf sé verið að leita að nýju hæfileikaríku fólki til að koma fram og hvetur fólk til að koma og vera með. Næsta kvöld er 22. apríl með þemað „Club kids freak out“ og eru allir hvatt- ir til að mæta í brjáluðum bún- ingi. Drag-súgur fer fram á Gauknum og í samstarfi við Pink Iceland. Ekki bundinn við hinsegin DRAG-SÚGUR HALDINN NÆST 22. APRÍL Drag-súgur Það er gleði og stuð á Gauknum á dragkvöldunum. Lögregluhundurinn sem nefndur er Choc hlaut heiðursverðlaun frönsku lögreglunnar nýverið. Choc, sem er af kyninu Malinois, belgísku fjárhundakyni, hefur í störfum sínum fyrir lögregluna fundið eiturlyf sem eru metin á um 7,5 milljónir evra, um fimmtíu vopn og bankakvittanir metnar á 1,5 milljónir evra. Lögreglumaðurinn Eric Tisser- and, umsjónarmaður Choc, svaraði spurningum fjölmiðla eftir verð- launaveitinguna. Fundvís á eiturlyf og vopn Afkastamikill lögregluhundur AFP Frægur hundur Fjölmiðlar vildu spjalla við hundinn og umsjónarmann. AÐALFUNDUR Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr. í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til félagsstjórnar um kaup á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnurmál. Aðalfundur HBGranda hf. verður haldinn föstudaginn 1. apríl 2016 í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00. Fundurinn fer fram á íslensku. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð. b) greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu, form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur á íslensku, eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins og á skrifstofu félagsins á venjulegum skrifstofutíma. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.hbgrandi.is Stjórn HBGranda hf. ÍS L E N S K A S IA .I S G R A 78 79 2 03 /1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.